Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 33
hún átti að taka þetta sem
mótmæli. Svo heyrðist annar
dynkur og einn til . . . allir
nemendurnir létu orðabækur
sínar detta í gólfið . . .
Gérard kom að járnrimla-
hliðinu fyrir utan skólann.
Hliðvörðurinn hafði auga með
þeim sem komu og fóru. Nú
var langt síðan verkfallsverðir
höfðu staðið við þetta hlið.
Gérard kinkaði kuldalega kolli
og ætlaði að ganga framhjá
verðinum.
— Leguen? vörðurinn horfði
spyrjandi á hann.
Gérard nam staðar og horfði
dálítið viðutan á vörðinn.
— Ég hef fengið skipun um
að hleypa þér ekki inn, sagði
vörðurinn.
— Hvers vegna?
— Skipun frá rektor. Þér
hefur verið vísað úr skóla.
í svip Gérards vék undrun-
in fyrir bitru háði. Hann
fleygði skólatöskunni fram fyr-
ir fætur varðarins.
— Ég skil hana eftir hér.
— Hvers vegna? spurði
vörðurinn.
— Faðir minn getur sótt
hana hingað, sagði Gérard og
sneri burt.
Klíkan hafði ekki yfirgefié
þau. Þau höfðu áður haft
stefnumót á kaffihúsinu, en nú
hittust þau heima hjá Daniéle.
Langi Marc og káta Thérése
hossuðu drengjunum á hnján-
um. Eftir svolitla stund kom
Alain. Faðir hans var liðsfor-
ingi. Thérése og Gérard fóru
að hlæja, þegar þau sáu útbún-
aðinn á honum.
Pilturinn var klæddur leik-
fimibuxum, upplitaðri bóm-
ullarpeysu og var í gömlum il-
skóm. Hann hafði líka gamla
gaddaskó um hálsinn.
— Hvaða útgangur er þetta
á þér? spurði einn piltanna.
— Ég átti ekki annarra kosta
völ, sagði Alain vandræðalega.
Pabbi vildi ekki leyfa mér að
fara út, svo ég neyddist til að
segja að ég ætlaði á íþrótta-
völlinn.
Hann var svo vesældarlegur
að þau fóru öll að hlæja. Dani-
éle hefði viljað taka þátt í
bjartsýni þeirra. En var þetta
bjartsýni? Var það ekki frek-
ar barnalegt áhyggjuleysi,
gleði yfir samstöðunni og
ánægja yfir að sýna það í verki
að þau gátu farið á bak við
þá fullorðnu?
Skrifaði pabbi þinn und-
ir skjalið? spurði Marc.
Alain gretti sig.
•— Það er augljóst, sagði
hann og stundi þungan. —
Reglurnar, þú veizt . . . og
hann hristi dauflega höfuðið.
— Ég er heppinn, sagði
Marc. — Foreldrar mínir eru
mjög frjálslyndir.
Thérése gekk til Daniéle.
Hún fann að eldri konan þurfti
á huggun að halda.
— Það var aðeins helming-
ur foreldranna sem skrifaði
undir, sagði hún.
Daniéle kinkaði kolli og
kreisti fram bros.
— Ég veit, sagði hún. Ég var
búin að sjá það.
— Það hefur verið faðir
minn, sem fann upp þetta
snilldarbragð, sagði Gérard.
Alain kinkaði kolli.
— Hann kom heim til okk-
ar, karlskrattinn, sagði hann.
— Ég hneyksla þig vonandi
ekki? bætti hann við og leit
til Gérards.
Gérard leit niður og hristi
höfuðið. Alain leit skjótlega
undan.
— Hann hringdi til okkar,
sagði Marc.
Gérard hló biturlega.
— Hann fór heim til þeirra,
sem voru honum sammála, en
hringdi til hinna. Hann hefur
þá loksins fengið tækifæri til
að nota skipulagsgáfurnar.
Honum bauð við þessu öllu
saman og var mjög tauga-
óstyrkur. Hann var ýmist ofsa-
lega glaður eða sárlega von-
svikinn, eins og hann vildi
slást og gráta í einu.
En svo var hringt dyrabjöll-
unni.
Það varð dauðaþögn. Dani-
éle horfði -stórum, angistar-
fullum augum á dyrnar. Hún
var þreytuleg með dökka bauga
undir augunum. Hún hélt á
sígarettu með titrandi fingrum.
Aftur var hringt. Þetta var
stutt og ákveðin hringing. Bók-
salinn hringdi ekki þannig. Það
var eins og þeim öllum létti.
— Farið þið inn í svefnher-
bergið, sagði Daniéle. — Svo
fer ég til dyra.
Unglingarnir hlýddu henni.
Gérard fylgdi þeim, glaður yf-
ir samhyggð þeirra.
Hún opnaði dyrnar og stóð
andspænis konu í regnkápu,
konu sem hún þekkti ekki.
— Ég vil fá að tala við Gér-
ard Leguen, ég er félagsráð-
gjafi. Hún fór að gramsa í tösk-
unni sinni, líklega til að finna
skilríki sín. Daniéle gekk eitt
skref aftur á bak. Hún studdi
sig ósjálfrátt við vegginn. Ask-
an úr sígarettunni féll á gólf-
ið.
Gérard hafði heyrt til þeirra
og kom fram.
•— Ég er Gérard Leguen,
sagði hann.
— Er það satt? sagði hún
tortryggin. Félagsráðgjafinn
virti hann vandlega fyrir sér.
Ef til vill hafði hún búizt við
að sjá lítinn dreng.
Gérard kinkaði kolli. Félags-
ráðgjafinn leit svolítið vand-
ræðalega í kringum sig. Pappa-
spjald með áletrun var fest á
einn vegginn og á það mændi
hún.
— Má ég líta á þetta?
Hún beygði sig fram og pírði
nærsýnum augunum.
— Að elska er að lifa, las
hún. — En sniðugt!
Þá tók hún eftir því að þau
horfðu á hana, án þess að segja
nokkurt orð. Hún fann hve
óvelkomin hún var og það fór
í taugarnar á henni. — Trufla
ég, sagði hún, eins og til að
eggja þau til svars.
Þau svöruðu ekki. Hún
reyndi að láta sér detta eitt-
hvað í hug, sem gæti rofið
þennan þagnarmúr. Svo sneri
hún sér að Gérard. — Ég vona
að yður sé það ljóst að þetta
ástand getur ekki haldið áfram.
Þér eruð ekki ennþá myndug-
ur.
Hún hló ánægjulega. Hún
hafði lögin sín megin. Hún
hafði þó nokkuð vald og hún
naut þess.
— Ég skal koma með yður
til dómarans, hélt hún áfram.
— Hann á að reyna að finna
leið út úr þessum vandræðum
yðar.
Gérard strauk sér í framan.
Hann var þreyttur og svefn-
laus og honum fannst hann
þurfti að fá betri yfirsýn yfir
það sem var að gerast . . .
— Leyfið mér að hugsa í
nokkrar minútur, svo skal ég
Framhald á bls. 35.
ll.TBL. VIKAN 33