Vikan


Vikan - 16.03.1972, Qupperneq 43

Vikan - 16.03.1972, Qupperneq 43
málsmetandi stjórnmálamenn og á ferðalögum með honum kynntist hún mönnum og mál- efnum. Hún fylgdist vel með í stórpólitíkinni bak við tjöld- in og það má segja að hún hafi verið útlærð, þegar hún sjálf gekk opinberlega fram á stjórn- málasviðið, árið 1958. Ári síð- ar var hún forseti hins vold- uga Kongress-flokks, sem allt- af hafði verið í stjórnarmeiri- hluta frá því árið 1947, þegar Indland varð frjálst. Þar þurfti að gera hreint. „Flokkurinn er fullur af göml- um tölturum. Þessi þjóð á ann- ríkt og Kongressflokkurinn fylgir ekki nægilega vel eftir málefnum indversku þjóðar- innar,“ sagði nýi flokksforset- inn, Indira Gandhi. Hún „hreinsaði til“, lét gamla flokks- menn víkja fyrir yngri kröft- um. Einn þeirra, sem varð að víkja, var hennar eigin faðir. Meðan á öllu þessu stóð, lézt eiginmaður hennar af hjarta- slagi. Þau höfðu ekki búið sam- an, en þau voru ekki skilin og hittust oft. Þéss vegna varð þetta töluvert áfall fyrir hana. Það leið ekki á löngu þangað til hún varð fyrir næsta áfalli. Faðir hennar lézt í maí árið 1964. Hún stóð því ein uppi með syni sína. Shastri, eftirmaður Nehrus, lézt eftir aðeins átján mánuði og þá varð Indira annar af tveim frambjóðendum Kon- gressflokksins í forsetakjörinu. Hinn frambjóðandinn, Morarij Desai, sem var miðaldra mað- ur, var breintrúaður Hindúi. Indira Gandhi var bæði ung, frjálslynd og óháð trúarlega og svo héldu flokksmenn hennar að nokkuð af vinsældum föður hennar myndi loða við hana. En það er ekki auðveldara í Indlandi en annars staðar fyr- ir konur að spjara sig í þessari veröld karlmanna, og kynferði Indiru varð henni 'mesti fjötur um fót. Hún sigraði samt. Kjósendur voru 270 millj. Baráttan gekk ekki alltaf hóglega fyrir sig. Eitt sinn er hún var að halda ræðu, fékk Indira stein í and- litið. Hún lét sem ekkert væri og hélt áfram að tala og með því vann hún líklega nokkur þúsund atkvæði fyrir flokk sinn. Indira Gandhi sigraði í kosningunum, en hún varð að mæta í stórþinginu með naum- an meirihluta. Og þegar hún lagði fram áætlun sína í tíu liðum, sem átti að stefna að því að Indland yrði sósialískt •og fjárhagslega sjálfstætt ríki. þá klauf hún sinn eigin flokk Kongressflokkurinn hafði allt- af haft mjög íhaldssaman væng og fulltrúar hans fylktu sér nú um þann frambjóðandann, sem hafði fallið, Moreaij Desai og þegar Indira kom í gegn frum- varpi sínu um þjóðnýtingu bankanna, þá sprakk flokkur- inn. Vinstri vængurinn, undir forustu frú Gandhi, myndaði nú stjórn í samvinnu við nokkra vinstri sinnaða flokka. Og illviðrið skall á henni. Hún var kölluð einræðisherra, það var sagt að hún væri með mikilmennskubrjálæði, að hún væri kolvitlaus kerling og ann- að álíka fagurt. En það varð aðeins til að hún kafaði enn- þá dýpra í ljónagryfjuna. Hún kom með frumvarp um að svipta hina 320 fursta, sem enn- þá eru í Indlandi, bæði lífeyri og sérréttindum. Þessir furstar höfðu fengið hátt á annan milljarð í lífeyri árlega og alls konar fríðindi. Ný skammaalda flæddi yfir hana. Fyrrverandi flokksfélagar hennar kölluðu hana Hitler Indlands, Stalin og líktu henni við frekar leiðin- legar persónur úr veraldarsög- unni. En Indira stóð líka af sér þetta ofviðri. Og nú er hún nýbúin að vinna stríð, —• stríð, sem hún í lengstu lög reyndi að forðast, með því að ferðast á milli stórveldanna. En þegar sú tilraun bar ekki árangur, þá sýndi friðardúfan að hún hafði klær. ☆ FRJÁLST FRAMTAK Framhald af bls. 13. að koma þér héðan. Þú getur keyrt, er það ekki?“ „Jú, en . . .“ „Taktu bílinn minn. Keyrðu út í Columbus Park og skildu hann þar eftir. Gakktu í burtu og taktu þér leigubíl heim. Það tekur enginn eftir því.“ Hann var óviss. „En hvað gerir þú? Og hvað verðum um . . . líkið?“ „Ég sé um það. Systir mín býr örstutt hér frá. Ég fer þangað, fæ lánaðan bílinn hennar, kem aftur hingað og legg bílnum þar sem er dimmt. Sé ég ekki algjör klaufi get ég borið líkið niður, komið því í bílinn, keyrt út úr bænum og grafið það einhvers staðar á afskekktum stað.“ Ég glotti lítillega til Arnolds. „Svo lát- um við lögregluna leita að henni þegar þar að kemur.“ Hann beit í vörina á sér. „Þetta er of mikil áhætta. Það /77 BÍLALEIGAy 'ALVRf RAUÐARÁRSTIG 31 gæti einhver séð þig.“ Auðvitað er þetta áhætta, en ég tek, hana.“ Ég gekk að dyr- unum og opnaði. „Láttu mig hafa lykilinn þinn svo að ég komist aftur hingað inn. Jæja, allt í lagi. Nú ferð þú og ég rétt á eftir. Það er enginn í ganginum,- svo þú ættir að flýta þér.“ Arnold hikaði enn eitt and- artak, andaði djúpt og sagði svo: „Ég gleymi þessu ekki. Ég gleymi þessu alls ekki, Harry.“ Svo var hann horfinn. Ég fór aftur inn í svefnher- bergið og þaðan inn í baðher- bergið þar sem ég bleytti 11. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.