Vikan


Vikan - 24.08.1972, Side 10

Vikan - 24.08.1972, Side 10
Hung var sá fyrsti sem Dick tók aS sér, en hann kunni ekki viS öryggiS og hvarf aftur inn í myrkviSinn á götum Saigon. ist að hann ílentist ósjálfrátt og varð „Anh Dick“ eða „eldri Dick“, bróðir og vinur götu- drengjanna í Saigon, þeirra einasti vinur. Enginn varð meira undrandi á þessu en hann sjálfur. Þegar hann kom til Saigon, ætlaði hann að skoða sig svolítið um og hverfa síðan aftur heim til Boston, þar sem hann var ráðinn við leikhús og ætlaði sér að kom- ast áfram á þeirri braut. — Sú hugsun að verða um kyrrt í Saigon, var mér jafn fram- andi, eins og að skreppa til Marz til að tína sóleyjar, segir hann. Þessi miklu umskipti í lífi Dicks hófust með því að hann tók Hung tali, þennan frekju- lega strák, sem óður og upp- vægur vildi bursta skóna hans. —• Ég veit ekki, segir hann hik- andi, —- hvort þið skiljið hvað ég á við. en þegar ég hafði tal- að smástund við Hung, fór eitt- hvað af stað í kollinum á mér og lét mig ekki í friði. Eg gat hreinlega ekki skilið hve lífs- reyndir Hung og félagar hans voru. Það getur ekki verið, sagði ég við sjálfan mig, að á þessum stað, þar sem Banda- ríkin sóa milljarðaverðmætum, sé enginn, sem á svo mikið sem gott orð til handa þessum börn- um. Sem sagt, mér fannst ég verða að gera eitthvað fyrir þá. Og það hefur hann sannar- lega gert, þótt ekki hafi farið hátt, og ekki sé hægt að benda á neinn glæsilegan sigur. Dick skýrði þetta á blaðamanna- fundi, sem hann hélt, til ágóða fyrir málefnið. — Ég vil ekki, segir hann, — að drengirnir hafi það á til- finningunni að það sé verið að auglýsa þá eða sýna opinber- lega. Dick hóf að skipuleggja starf- semi skóburstaranna í Saigon í smáum stíl. Það eru að minnsta kosti 30.000 drengir sem stunda þessa atvinnu í Saigon. Þeir eru bráðþroska, fífldjarfir, stórsnjallir vasa- þjófar, miðlarar fyrir „fyrsta flokks stúlkur". Þeir segja hik- laust frá öllum þeim hrotta- skap og dýrsæði, sem stríðið hefur kennt þeim. „30.000 rek- öld“, segir Dick. Þeir hata ver- öldina en þrá ósjálfrátt blíðu. En hver elskar munaðarleys- ingja, sem vinnur fyrir nauð- þurftum með því að bursta skó á strætum úti og á hvergi höfði sínu að að halla, nema þá und- ir auglýsingavegg á markaðs- torginu. Nú eru þessir ellefu drengir orðnir fjörutíu og fimm, dreng- ir, sem Dick hefur undir sínum verndarvæng. En listi þeirra sem eru hjálparþurfi er óend- anlegur. Dick segir að þeir sém ekki hafa þolinmæði með þess- um drengjum, ættu ekki að koma nálægt þeim. Ef til vill er hægt að hjálpa þeim með þolinmæði, ef til vill ekki. Það getur líka verið að allir þessir 30.000 drengir verði glæpamenn, Dick getur ekki spáð um það. Það eina sem hann veit, er að hann reynir eftir megni að hjálpa þeim og sýna þeim umburðarlyndi. Stundum hverfur einn og einn úr húsinu við Pham-Ngu-Lao. Þá er það oft vegna þess að sá hinn sami hefur stolið frá fé- lögum sínum. Stundum ráðast þeir á Dick og oftar en einu sinni hafa þeir sagt við hann: — Hypjaðu þig burtu, skíta- kani! Hung er horfinn, hann sagði Dick að hann kysi held- ur að búa á götunni, svo hann tók skóburstakassann sinn og hvarf út í myrkviði Saigon. En oft kemur einn og einn aftur og segir, feiminn og vandræðalegur: — Anh Dick, þú ert númer eitt. — Stundum förum við í koddaslag og þeir ráðast á mig í gamni, við slá- umst eins og bræður, en ég hef ekki roð við þeim. segir Dick. Sumir koma aftur eftir nokk- urra daga fjarveru og segja þá ekki neitt og þeir vita að Dick spyr þá einskis. Að sjálfsögðu hefur Dick reynt að láta drengina læra eitthvað, það er hægt að láta þá læra ýmislegt, þeir geta fengið að læra rakaraiðn. list- iðnað og lært að aka bíl. Hann veitir þeim tækifæri til að læra rauða. Dick hafði gaman að þessu, en lét ekki á því bera, því að lofsyrði eru ekki vel séð, götudrengir Saigon hafa sína eigin heimspeki. Tveir aðrir betrumbættu veggskreyt- inguna með því að mála nakta stúlku á einn vegginn, stúlku með risastór brjóst og digra fótleggi. Hún var sannarlega ekkert augnayndi, en þetta var þó veggskreyting. „Ahn Dick“ brosti með sjálfum sér, hann skildi þá. Nokkrir piltanna eru nú komnir í læri, reyndar fáir, en það er þó alltaf í áttina. Tveir eru komnir í skóla, það er líka áfangi. Og Ngoc, sem er sext- án ára. hefur lofað að hætta við heróínið og það er stórt skref. Á hverjum morgni taka þeir yngstu sig til og sópa íbúð- ina, en áður höfðu þeir ekki áhyggjur af sóðaskapnum. Flestir taka samt ennþá skó- burstakassann sinn og hverfa inn í miðborgina, en þar sem svo margir Bandaríkjamenn eru horfnir heim til sín, þá er atvinnan hjá þeim léleg nú orðið. Við og við stela strák- arnir, þeim finnst það ekkert athugavert, og þeim er sama þótt þeim sé stungið inn, vegna þess að þeir vita að „Ahn Dick“ kemur venjulega í fangelsið og leysir þá út. „Ég er ekki með samvizkubit vegna þess að ég leysi þá úr fangelsi. mér líður Dick Hughes er sannarlega engin stadspersóna í augum drengjanna, enda vill hann þa3 ekki. — Ég set þeim engar fastar reglur, það er tilgangslaust, segir hann. Judo og á föstudagskvöldum geta þeir fengið að fara í bíó og svo fá þeir líka reglulegar máltíðir, ef þeir vilja. En það verður að vera ef þeir vilja það sjálfir, Dick segir að það þýði ekkert að skipa þeim, þá hlaupa þeir einfaldlega í burtu. Það hafði enginn farið fram á að íbúðin yrði máluð, en einn daginn tóku tveir piltanna sig til og máluðu veggina, æpandi verr vegna þess hve fáa ég gei tekið að mér.“ Það þýðir lítið að sekta þesss drengi, þeir hafa enga penings til að greiða sektir og þeirr finnst alltaf sjálfsagt að vera : andstöðu við lögregluna. Einn drengjanna var tekinr fastur, vegna þess að hanr vissi meira en góðu hóf gegndi um mútur rakaranna ti lögreglunnar, en hann var lát 10 VIKAN 34.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.