Vikan


Vikan - 24.08.1972, Síða 21

Vikan - 24.08.1972, Síða 21
ástæður," segir Ruth Chase. Því að hvergi í Suðurríkjum Bandaríkjanna höfðu negrar verið svo illa leiknir sem í Mississippi. Þeir voru ódýrt vinnuafl, taldir heimskir, fengu ekki að kjósa og voru litlu meira metnir en búpeningur, og margir góðir hvítir borgar- ar hörmuðu sáran að ekki skyldi nú sem fyrrum mega kaupa þá og selja líkt og bú- pening. í Mississippi er ennþá fleygt smáskildingum í negra til að fá þá til að þegja, í stað þess að gerast athafnasamir í stjórn- málum, eins og þeir í Fayette hafa gert. í Mississippi láta hvítir menn ennþá sem þeir viti ekki af lögunum um lág- markslaun, og láta negrana þræla hjá sér fyrir hungurlús. Og jafnvel í Fayette, þar sem meiri framfarir hafa orðið í þessum efnum en víðast ann- ars staðar í ríkinu, gengur ekki eitt einasta hvítt barn í skól- ann, sem rekinn er af bænum. Hinir hvítu borgarar bæjarins vilja engin samskipti á jafn- réttisgrundvelli við negrana. Ruth Chase hófst ótrauð handa, þótt hún mætti tor- tryggni negranna í fyrstu. Hún bauð heilbrigðisyfirvöldum bæjarins þjónustu sína og kom á fót stofnun þar sem fatnaði var útbýtt. Hún reyndi með litlum árangri að bæta eitthvað úr atvinnuleysinu, en í Fayette og grennd er um helmingur vinnufærra manna atvinnulaus. Og þar eð bærinn hafði engin efni á að koma sér upp ráð- gefandi félagsmiðstöð, keypti hún hús við aðalstræti bæjar- ins og lagði það fram til þeirr- ar þjónustu. „Eftir það,“ segir hún, „átti ég sjötíu og fimm dollara eftir í banka.“ í félagsmiðstöð þessari hefur hún síðan vinnuborð, og eng- inn, sem til hennar kemur, fer erindisleysu. Þegar hún geng- ur um aðalstrætið þar sem all- ar verzlanir eru ennþá í eigu hvítra manna, snúa þeir hvítu sér undan, þegar þeir mæta henni. Enginn þeirra býður „vinkonu niggaranna“ góðan dag. En negrarnir sem heilsa henni eru þeim mun fleiri. All- ir hafa þeir einhverjar áhyggj- ur. Einn vantar ábreiðu, annar þarf hjálp til að fylla út eyðu- blað með umsókn til yfirvald- anna, sá þriðji á veikt barn. Hver manneskja í Fayette á við sína raun að stríða, og flestir fleiri en eina. Frú Chase er sérstaklega um- hyggjusöm um þá, sem veikir eru. Hún heimsækir fleiri eða færri þeirra næstum á hverj- um degi. Hún lætur sér annt um Berthine Wilson, sem er ekki fyllilega heil andlega, en á ellefu börn og er þar á ofan þunguð. Maður hennar er fyr- ir skömmu dáinn, og þau tólf, sem eftir lifa, hafa sér til fram- færis aðeins sem svarar rúmum átta þúsund krónum á mánuði. Þá er það Artie Dee. Andlit hennar er markað beiskju og uppgjöf. Hún er sextíu og tveggja ára, hefur í áratugi unnið hjá hvítum bónda og hef- ur fyrir það fimm dollara á mánuði. Hún er ekki heil heilsu og hefur oft verki. Allt árið verður hún að þvo þvotta fyrir fjölskylduna, sem hún vinnur hjá — án þvottavélar. Bóndinn vinnukaupandi henn- ar kaupir sér ekki þvottavél — hvers vegna ætti hann líka að gera það, fyrst Artie er svona ódýr? í þriðja lagi má nefna þá Alwin og Larry McDonald. Al- win er fjórtán ára, Larry ell- efu, báðir eru lamaðir og verða 34. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.