Vikan - 24.08.1972, Page 22
Ruth Chase á marga svarta vini í Fayette, en engan hvítan.
að liggja í sama rúminu báðir.
„Þetta auðuga land,“ segir Ruth
Chase bitur, „hefur sem sagt
ekki ráð á öðru rúmi handa
þeim. Og Sandra litla í kofa
McDonalds er níu mánaða göm-
ul og dauf og dumb. „En lítið
þið bara á móðurina," bætir frú
Chase við, „frá henni heyrið
þið ekkert af þessu kveini og
kvörtunum, sem stöðugt kveð-
ur við frá ríka hvíta fólkinu
í landi hér.“
Ruth man líka eftir Roger
Patton, sem er tólf ára og mátt-
laus fyrir neðan mitti. Hann
þarfnast nauðsynlega nýs hjóla-
stóls, sá sem hann á nú er orð-
inn honum of lítill. En aftur
sama sagan: „Þetta land á eng-
an hjólastól handa Roger. Ég
er búin að gera fyrirspurnir á
öllum mögulegum stöðum.“
Ruth gleymir ekki heldur að
líta við hjá Clöru Dee, sem hef-
ur stórri, föðurlausri fjölskyldu
fyrir að sjá. Tveir drengjanna
hafa þennan dag skotið þrjá
íkorna, svo að nú á fjölskyld-
an von á góðum kvöldverði —
en hvað verður til að borða á
morgun?
Ruth Chase kemur með ull-
arteppi í timburkofa, þar sem
enginn ofn er, ekkert rafmagn
og nægilegt vatn aðeins þegar
rignir, því að þá streymir það
niður úr leku þaki kofans. Hún
færir ullarpeysur börnum, sem
mega teljast heppin ef þau fá
ekki berkla. Hún skipuleggur
læknisheimsóknir til sjúkra,
sem annars myndu deyja án
þess að læknir kæmi til þeirra,
því að í ríkinu Mississippi hef-
ur ekki tíðkazt að negrar nytu
læknishjálpar. Á þessu svæði
búa negrarnir við álíka eymd
og þeir fátækustu í Indlandi og
Pakistan. Þetta er „skömm
þessarar þjóðar,“ eins og Ruth
Chase orðar það, en ennþá virð-
ist ekki bóla á að endir verði
bundinn á þá svívirðu.
Kynni Ruthar Chase af
eymdinni hafa gert að verkum,
að hún ber enga virðingu leng-
ur fyrir bandaríska kerfinu.
„Ég veit ekki,“ segir hún,
„hvort önnur kerfi eru betri,
en ég veit að bandaríski kapí-
talisminn er af hinu vonda.
Hann er gegnsýrður fyrirlitn-
ingu á manneskjum." Og hún
bætir við: „Öldungadeildar-
þingmaður Mississippis fær
miklar fjárfúlgur fyrir að
framleiða ekkert á búgarði sín-
um. Er hægt að skilja svoleið-
is? Hér líður fólk hungur, og
svo er mönnum borgað fyrir að
gera ekkert til að útrýma
hungrinu.“
Hún skilur það ekki og vill
það raunar ekki heldur, því að
Þessum tólf ára gamla
negradreng, sem fæddist
lamaður, reynir Ruth að
útvega hjólastól.
hún vill ekkert af stjórnmál-
um vita. Hún vill aðeins búa
í Fayette og friða samvizkuna
með því að offra tíma sínum
til góðverka. Hún ber litla
virðingu fyrir bræðrum sínum
tveimur, sem báðir eru forrík-
ir, annar bankastjóri, hinn stál-
framleiðandi.
Negrarnir í Fayette eru
löngu búnir að taka hana í sinn
hóp. „Hún er svo mikils virði
fyrir okkur,“ segir frú Jackson,
áttatíu og þriggja ára negra-
kona, sem alla sína löngu ævi
hefur ekki annars mætt nema
hroka og frekju af hálfu hvítra
manna. „Það eitt að hún er
meðal okkar er enn mikilvæg-
ara en það, sem hún gerir.“
Þegar Ruth hefur áhyggjur
og er einmana, sækir hún hug-
hreystingu til svörtu vinanna
sinna. „Mér líður vel hjá þeim,“
segir hún. „Þeir eru svo ótrú-
lega alúðlegir. Þeir hafa við
sig eitthvað mannlegt, sem
hvítt fólk hefur ekki einu sinni
hugmynd um að sé til.“
Hún hefur setzt endanlega að
í Fayette, ætlar að vera það
það sem hún á eftir ólifað. Hún
býr í hvítu timburhúsi við að-
algötuna, nábúarnir til vinstri
eru hvítir, til hægri svartir.
Henni sárnar að þeir hvítu láta
sem þeir sjái hana ekki. Og
þar að auki á hún yfir höfði
sér að Ku-Klux-Klan láti til
skarar skríða gegn henni —
„niggaravinir“ hafa sjaldan
verið langlífir í Mississippi.
„Ef eitthvað á eftir að koma
fyrir mig,“ segir Ruth Cash,
„þá verður það af völdum
hvítra manna.“
☆
Skjóttu, maður, skjóttu!
22 VIKAN 34. TBL