Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 5
svona til huggunar, að mega
taka haustpróf í september. Það
þýðir, að ég þarf að haetta mán-
uði fyrr í vinnunni, en ég hafði
ætlað mér, eins og ég er nú sárt
þurfandi fyrir peninga. Ég sé nú
ekki annað ráð en að segja mig
samstundis til sveitar .
Ætlunin var ekki að skamma þig
fyrir þetta, kæri Póstur, heldur
biðja einhvern úr háttvirtri
landsprófsnefnd að lúta svo lágt
að útskýra þetta með því að
svara eftirfarandi spurningum:
1. Hver skipar landsprófsnefnd?
2. Hve lengi situr hver nefnd?
3. Starfa ríkislaunaðir kennarar
og landsprófsnefndin ekki sam-
an? Gefa þessir tveir aðilar ekki
einkunnir eftir sama skala?
4. Er það rétt, sem heyrzt hef-
ur, að landsprófið í ár hafi ver-
ið óvenjulega þungt og fyrir-
gjöfin strangari en venjulega
vegna þrengsla í menntaskólum
landsins?
5. Gerir landsprófsnefndin sér
Ijóst, að hún hefur örlög margra
reikulla unglinga í höndum sér,
sem við hvert mótstreymi geta
brotnað niður? (Ég þekki það af
reynslunnni).
Jæja, nú fer ég að slá botn-
inn í þetta, áður en of mikið er
sagt. Ég vona, að þetta bréf mitt
verði birt, því að ég veit, að
margir íslenzkir landsprófsnem-
endur hafa svipaða sögu að
segja og vilja fá svar við þess-
um spurningum.
Með virðingu.
Skrúlla.
Póstinum finnst bréfritari hafa
verið beittur hróplegu ranglæti.
Það er fráleitt, að hægt sé að
tilkynna nemanda, að hann hafi
náð prófi, en hringja síðan í
hann síðar og segja honum, að
hann hafi alls ekki náð því. Þar
sem fullt nafn og heimilisfang
fylgir þessu bréfi, er ekki nema
sjálfsagt að birta það — í von
um að landsprófsnefnd svari fyr-
ir sig.
Útvaðandi í kattar-
hárum
Kæri Póstur!
Getur þú ráðið fram úr miklum
vanda, sem hefur komið upp hér
á heimilinu.
Svoleiðis er að við fengum okk-
ur lítinn kettling síðastliðið
haust, sem nú er orðinn auga-
steinn allra á heimilinu, en það
er eitt vandamál sem fylgir hon-
um, hann fer alltaf svo mikið úr
hárum að það er allt orðið út-
vaðandi I kattarhárum og hefur
maður alls ekki undan við að
þrífa þau. Hann var alls ekki
svona þegar við fengum hann,
hann byrjaði að fara úr hárum
rétt eftir áramótin, og það stend-
ur yfir enn. Nú langar mig að
spyrja: er ekkert hægt að gera
við þessu? Getur verið að hann
vanti eitthvert efni í sig, eða
þarf kannski að fara með hann
til dýralæknis? Og hvar er þá
helzt að finna? Mér finnst anzi
lítið um dýralækna og maður
sér aldrei auglýsingar frá þeim,
að þeir taki á móti veikum dýr-
ur. Góði Póstur, gef mér nú eitt-
hvert gott ráð við þessu, því að
köttinn viljum við alls ekki
missa.
Kattamamma.
SÁ STÓKIER
ilLDKEI OF STÓRI
FRYSTIKISTUNA
Það sakar áreiðanlega ekki að
hafa samband viS dýralækni. í
símaskránni er skráSur Brynjólf-
ur Sandholt, héraSsdýralæknir,
Safamýri 91, sími 3-83-45. —
VitjanabeiSnir virka daga klukk-
an 8:30—10, aSra daga klukkan
9:30-10.
Pennavinip
Daniel Artaud, „L'Ostange", 71
Tournus, France og Marie-Pierre
Travaux, „Au Pas Fleury", 71 Tur-
nus, France, tveir franskir piltar,
17 ára gamlir, sem óska eftir
bréfaskiptum viS jafnaldra íslenzk-
ar stúlkur, sem skrifa ensku og
helzt frönsku líka.
Mr. & Mrs. Robert Taylor, 1635 W
17th St. Long Beach, California
90813, U.S.A. Amerísk hjón sem
gjarnan vilja skrifast á viS íslend-
inga.
AZC Robert N. Lavow, Namtradet
3023, U.S. Naval Air Station, Ala-
meda, California 94501. 24 ára
BandaríkjamaSur, sem vill skrifast
á viS 18—24 ára ísl. stúlkur.
RAFTORG SÍMi: 26660
RAFIÐJAN SÍMi: 19294
CANON er mest selda rafeinda-reiknivélin á
íslandi í dag. Sendum myndir og verð, eftir beiðni,
hvert á land sem er.
SKRIMIELIN
Box 1232
Suðurlandsbraut 12
Reykjavík, sími 19651
SCáiwn
UMBOÐIÐ
36. TBL. VIKAN 5