Vikan - 07.09.1972, Side 10
Bíllinn bakkaði. Hún sá
greinilega hvemig litla
stúlkan kramdist til
bana undir afturhjólun-
um, sá líka skelft and-
lit bílstjórans. Hann
hafði ekki tekið eftir neinu
fyrr en það var orðið of seint.
Og — hún þekkti hann.
Þetta var eins og martröð —
blóði drifin. Anna Elisabeth
Westerlund, hálfsjötug kona,
sem þetta bar fyrir, taldi að
atburðurinn vaeri að gerast ein-
mitt þá, um kvöld.
Morguninn eftir spurðist hún
fyrir. Nei, ekkert slys hafði
orðið í borginni. Hún sá ekkert
úrræði. Það er varla hægt að
fara til manns, sem maður
þekkir, og segja honum að
hann muni sennilega verða
valdur að dauða barns innan
fárra klukkustunda.
Þá síðar um daginn varð
slysið — það bar að nákvæm-
lega eins og Anna Elisabeth
hafði séð.
Nú orðið veit hún, að hvergi
nærri er víst að atburðirnir,
sem fyrir hana bera, séu að
gerast þá á sömu stund. Stund-
um er það, en stundum sér hún
fram í tímann eða aftur. Tím-
inn er’ henni ekki minnsta
hindrun. Af skyggnum mann-
eskjum stendur enginn í Nor-
egi henni á sporði, kannski ekki
í allri Evrópu. Hún er orðin
þ j óðsagnapersóna.
Hún fær þetta frá tvö þús-
und upp í fjögur þúsund bréf
í viku. Um fimmtíu manneskj-
ur hringja til hennar dag hvern.
Og oft að næturlagi. Helming-
ur allra þeirra, sem leita til
hennar, eru Svíar.
Það geislar hlýja og öryggi
frá Önnu Elisabeth Wester-
lund, þar sem hún situr í litlu
einsherbergisíbúðinni sinni í
miðri Osló. Það sem hún hefur
fyrst og fremst áhuga á í líf-
inu er fólk. Hún vill ekki fá
borgað frá því, þegar það kem-
ur til hennar sjálft. Margir
fullyrða að hún hafi læknað þá
af sársauka og sjúkdómum, og
almenningur er farinn að kalla
hana „félagsráðgjafa alls Nor-
egs“.
En síðustu fimmtán árin hef-
ur Anna verið frá verki vegna
sjúkleika — sjálfa sig gat hún
ekki læknað. Hún þjáðist af
krampa í handleggnum, sem
mun hafa komið til af of langri
vinnu við reiknivél. Hún er
ógift, en hefur þrívegis verið
trúlofuð.
í nokkur ár hefur hún séð
um þátt í norska heimilisritinu
Allers. Fyrir fjórum árum kom
HUN SER í
GEGNUM
HOLT OG HJEBIR
út hjá Gyldendal bók eftir hana
um skyggnireynslu hennar. Og
í haust koma út eftir hana á
sænsku tvær bækur sama efnis.
— Að sjá stendur ekki í
neinu sambandi við galdra,
segir Anna Elisabeth. — Þetta
með ráðstafanir yfirnáttúrlegra
afla — það er allt vitleysa. Það
eru hvorki til andar eða draug-
ar. Allt, sem skeður í lífi hvers
og eins, er ákveðið frá upphafi.
Ég er forlagatrúar.
Jafnframt hefur hún það
sterklega á tilfinningunni að
hún sé öðruvísi en fólk er flest.
Hún er sannfærð um, að hún
hefði verið brennd á báli hefði
hún verið uppi þegar norna-
brennur voru í tízku.
Það bregður fyrir glampa í
augum hennar.
— Allir eru fæddir með
skyggnigáfu, segir hún. — Að
hafa slíka gáfu í stórum stíl er
ekkert merkilegra en að hafa
óvenju skarpa sjón. Sumir sjá
furðu vel og langt, aðrir illa
og óskýrt.
Gallinn er bara sá, heldur
Anna Elisabeth fram, að flest
fólk ræktar ekki með sér
skyggnigáfuna. Það þorir það
hreint og beint ekki. Það myndi
hreinlega ekki afbera allt það,
sem bæri því fyrir augu.
— Það þarf sterkar taugar
Þegar í bernsku varð Anna Elisa-
beth þess vör að hún „sá meira
en drottinn ætlaðist til".
til að hafa skyggnigáfu, segir
Anna Elisabeth. Hún heldur
því fram, að hún hafi orðið
skyggnari með árunum, rækt-
að upp í sér skyggnigáfuna.
Hún skýrir frá því, sem fyrir
hana ber, eins og hún sé að
lýsa gangi mála í kvikmynd,
og á henni sjálfri verður ekk-
ert óvenjulegt greint.
Hún er fædd langt norður í
landi, skammt frá Narvik. Þeg-
ar í bernsku varð hún þess vör
að hún sá meira „en drottinn
ætlast til að maður sjái“. Hún
var yngst sjö systkina, faðir
hennar fiskimaður og bóndi
jafnframt, eins og þar er al-
gengt. Hún naut lítillar skóla-
göngu í æsku, sá síðan fyrir
sér með því að sauma heima.
1930 flutti hún til Oslóar. Hún
vann á skrifstofu, en lærði
jafnframt, tók fyrst stúdents-
próf, síðan nokkur próf í há-
skóla.
Framan af sagði Anna Elisa-
beth engum frá skyggnigáfu
sinni. Hún áttaði sig ekki fylli-
lega á þessu. Að lokum sá hún
að ekki þýddi að fara í felur
með það.
Dag einn sat hún í eldhúsi
fjölskyldunnar og prjónaði
ásamt nokkrum fleirum. Allt
í einu sá hún gegnum húsvegg-
inn að einn nágranninn kom í
'áttina til hússins, kafandi snjó-
inn í nokkur hundruð metra
fjarlægð. — Segi ég það ekki
upphátt nú, trúa þau mér al-
drei, hugsaði hún.
Hún sagði fólkinu hvað hún
sá, og hin þustu undrandi út
að gluggum. Og þau sáu ná-
grannann kafa snjóinn. Hvern-
ig hafði hún getað séð hann?
Gegnum dautt efni?
— Vitleysa, segir Anna El-
isabeth. — Ekkert efni er dautt.
Það hreyfist, sendir frá sér
10 VIKAN 36.TBL.