Vikan - 07.09.1972, Síða 17
„synthesiser” mikið.) Eno játar
einnig að eiga nokkurn þátt i
söngnum. — ,,Ég gerði mér
snemma grein fyrir þvi, að til
voru viss svið tónlistar, sem ég
gat náð valdi yfir án þess að læra
nokkurn tima á hljóðfæri. Og á
þeim aldri, sem ég var þá var eitt
öruggt og það var, að ég hafði
engan áhuga á að læra á hljóð-
færi.” Þarna er átt við notkun
segulbands eða „synthesiser”, og
þremur árum hafði hann komizt
yfir 30 slik tæki, þ.e.a.s. segul-
bönd. Nú hefur hann fjögur
segulbönd i studioi heima hjá sér,
þar sem hann mixar saman ýmis-
legt góðgæti, sem hann setur svo
á eina kasettu, fyrir hverja
hljómleika. Þá er lokið þætti
Eno.
Andy Mackeysérum saxafóninn.
Hann byrjaði sitt tónlistarlif með
þvi aö spila á óbó i Skólasym-
fóniuhljómsveit Lundúnarborgar.
Arið 1970 brá hann sér til Italiu og
var þar i um eitt ár og kenndi
ensku, auk þess að semja tónlist.
Þegar hann sneri heim langaði
hann skyndilega til að fara að
spila rokk. ,,— Ég heföi getaö
orðið klassiskur óbóisti, en ég
uppgötvaöi skyndilega, aö það
ætti ekki við mig. Það var ekki
nógu frjálslegt, svo ég sneri mér
bara að.poppinu.” Andy Mackey
hefur töluverð áhrif á stil hljóm-
sveitarinnar. ,, —Ég hefði orðið
mjög hissa siöastliðið ár, hefði ég
vitaö, aö það sem við vorum að
gera þá væri orðiö tizka i dag.
Tónlistin virtist ákaflega fram-
andi þá, en nú virðist hún túlka
tilfinningar fjöldans. Stefna
hljómsveitarinnar var fastmótuð
F'ramhdld á bls. 25.
edvard sverrisson
músik með meiru
CLAIREHAMILL
svar enskra við Melanie.
Tiu ára gömul vann hún
sina fyrstu söngkeppni.
Siðan hefur leiðin upp
verið bein og greiðfær.
Verðlaunin voru 21 pund
sagt er, að hún hafi verið
i vandræðum með að
eyða þeim. 1 dag,
rúmum sjö árum seinna
eru launin öllu hærri,
getan öllu meiri og vin-
sældirnar aukast stöð-
ugt.
Hún elskar að koma
fram og syngja fyrir
fólk. — ,,Ég myndi
syngja fyrir hvern sem
er, hvar sem er, eins
lengi og ég gæti og eins
lengi og nokkur entist til
að hlusta á mig. Þegar
ég er einu sinni byrjuð
að syngja vil ég helst
ekki hætta.” Fallega
stúlku með slikan vilja
er tæplega hægt að
stoppa, auk þess sem
hún syngur eins og eng-
ill. Hún spilar á gitar og
piano. Nokkuð hefur
hún samið af lögúm i
samvinnu við Michael
Coles vin sinn og svo ein
sins liðs.
Fyrsta platan hennar
kom út i janúar á þessu
ári og bar heitið
„Flowers for Grand-
ma”, og er á Island
Records. Hljóðfæraleik-
arar með henni á þess-
ari fyrstu plötu eru ekki
af verri endanum, e\
þeir eru: Paul Buck-
master, sem leikur á
selló. Hann er mjög
þekktur fyrir undirleik
sinn hjá Elton John.
Terry Reid á mandolin,
banjo, gitar og fiðlu og
svo John Martyn á gitar.
Hvort Claire Hamill
kemur til með að njóta
einhverra vinsælda hér
skal ósagt látið. Vin-
sældir hennar aukast
stöðugt erlendis en það
er engin trygging fyrir
vinsældum hérlendis.
En hún er ekki nema 17
ára ennþá, svo timinn er
nægur og hver veit hvað
býr i skauti Fram-
tiðar.
Claire Haniill.
Ilún er gædd mikluni
hæfileikum.
svo miklum að
hún er sögð
standa Melanie
fyllilcga á sporði.