Vikan - 07.09.1972, Qupperneq 20
j
MYRKRIÐ
SKELLUR Á
Spennandi saga í tveim hlutum
Eftir Mary Kay Simmons
Seinni hluti ‘
ÞAÐ SEM HEFUR SKEÐ:
Fyrir f jórum árum var Janet
að því komin að giftast Step-
hen Latimer. I»að varð aldrei
neitt úr því brúðkaupi, því að
kvöldið fyrir brúðkaupið kom
Janet að föður sinum myrtum
á hinn hryllilegasta hátt. Henni
fannst heimur hennar hrynja í
rúst. Hún hafði verið flutt á
sjúkrahús og þar hafði hún
fengið rothöggið: fékk að vita
að það var Stephen, sem hafði
myrt föður hennar.
Hún náði sér nokkuð fljótt
og það var Bill, æskuvini henn-
ar að þakka. Hann hafði annazt
hana vel og innan skamms giftu
þau sig. En það hafði liðið lang-
ur tími, þangað tii hún gat
fengið sig til að flytja aftur til
Strangers Mill.
Hú nvissi að það var reynsla
en hún þurfti að sanna fyrir
sjálfri sér að hún væri komin
yfir áfallið og orðið sú kona,
sem Bill átti sannarlega skilið
að búa með. En þetta kvöld
hringdi hann til hennar og
sagði og sér hefði seinkað,
hann myndi ekki koma fyrr en
klukkan tíu. Og þá greip gamla
hræðslan hana, sterkari en
nokkru sinni fyrr. Hún er al-
ein í húsinu. Allt í einu slokkna
ljósin og hún heyrir hljóðlegt
fótatak. Hún flýr, í angist sinni
upp í svefnherbergið sitt til að
ná í síma, en þá finnur hún að
síminn er ekki í sambandi. Það
er aðeins ein leið fyrir hana,
að komast upp í leikstofuna á
háaloftinu. Hann getur ekki
vitað um þann felustað. Ef hún
getur komizt þangað, er mögu-
leiki á að hún geti falið sig
þangað til Bill kemur . . .
Hún hafði verið svo von-
góð um að komast upp
í felustaðinn, en nú
gripu sterkir armar um
hana aftan frá og hönd
var lögð fyrir munn
hennar. Hjartað barðist svo 1
brjósti hennar að hún fann til
í brjóstholinu. Hún hafði fyllt
lungun, til að geta öskrað, en
nú fannst henni að lungun
væru að springa. Hún barðist
eins og hún gat, en það var til-
gangslaust. Hann dró hana með
sér aftur inn í svefnherbergið,
sparkaði hurðinni aftur og
studdi við hana með öxlinni.
— Þegiðu, sagði hann, hásum
rómi. — Öskraðu ekki! Heyr-
irðu það, öskraðu ekki. Hún
kinkaði ákaft kolli og reyndi
að vera alveg grafkyrr, bað til
þess að hann sleppti henni, áð-
ur en lungu hennar myndu
bresta og hjartað stöðvast.
Hann virtist ánægður með
viðbrögð hennar og losaði tak-
ið, en hann hélt ennþá fyrir
munninn á henni. Hún gerði
eina tilraun til að losna, en þá
herti hann takið á ný.
— Hreyfðu þig ekki, sagði
hann og skipandi róm og hún
hlýddi.
— Stephen, hvíslaði hún. —
Hvers vegna? Hvers vegna?
— Vegna þess að þú ert einn
liður í áætluninni. Þú slappst
síðast, en þú hefur alltaf verið
liður í áætluninni.
Áætlun? Hvaða áætlun? Eg
get ekki haldið þetta út, hugs-
aði hún, — ég get þetta ekki
lengur.
— ííg vildi óska að ég gæti
séð framan í þig, sagði hann
blíðlega. Hefurðu breytzt mik-
ið, Janet?
Hún gat ekki svarað honum.
Hún kyngdi, en gat ekki komið
upp nokkru orði. Það voru ein-
hver hræðileg þyngsli fyrir
brjóstinu og henni fannst hjarta
sitt myndi bresta.
Þegar hún leit upp, sá hún
hann þar sem hann bar við
gluggann, betur en hann sá
hana. En andlitsdrættir hans
voru óljósir í skímunni og
henni sýndust augu hans lok-
uð. Hann kom henni bæði
kunnuglega og framandi fyrir
sjónir. í henni togaðist á
gamla ástin til hans og við-
bjóðurinn fyrir því að þessar
sömu hendur, sem nú héldu
henni svo fast, hefðu líka svipt
föður hennar lífinu. En hún
reyndi ekkert til að losa sig.
Nú, þegar hann var svo ná-
lægt henni var hún ekki eins
hrædd, jafnvel þótt henni væri
ljóst hvað hann ætlaði að gera.
— Ég veit ekki hvað ég á að
gera, tautaði hann, eins og með
sjálfum sér. — Ég vil ekki gera
þér illt, ekki meiða þig, en ég
á ekki annarra kosta völ.
Hálfkæft hljóð kom úr hálsi
hennar, en þá herti hann enn-
þá takið, þrýsti andliti hennar
upp að öxl sér og svo fór hann
að tala, segja eitthvað sem hún
varla skildi. — Mér er ljóst að
ég elskaði þig, elska þig enn-
þá, Janet . . . Rödd hans var
hás og hann kyssti hárið á
henni . . . hálsinn. — Það er
svo langt síðan. Hún reyndi að
snúa sér í örmum hans og hann
sneri andliti hennar við, svo
hann gat horft í augu hennar.
— Þú elskar hann ekki . . .
segðu að þú gerir það ekki,
sagði hann í bænarróm og hún
var alltof óttaslegin til að and-
mæla honum, eða hreyfa sig,
þegar hann beygði höfuðið og
þrýsti heitum kossum á varir
hennar. Hann kyssti hana aftur
og aftur og hún hætti að berj-
ast á móti. Hún varð að kom-
ast undan. en hvernig . . .
Hún var yfirbuguð, eitthvert
furðulegt magnleysi greip hana
— og í nokkur brjálæðisleg
augnablik svaraði hún kossum
hans. En allt í einu rankaði
hún við sér, gripin æði yfir
þessu tiltæki sínu og sleit sig
úr örmum hans, ýtti honum um
leið frá sér af öllu sínu afli.
Þetta kom honum svo á óvart
að hann féll yfir náttborðið.'
Hún beið ekki boðanna en flýði
í dauðans ofboði út úr herberg-
inu og upp á loft.
Hún komst framhjá leik-
föngum og gömlu dóti og komst
inn í klæðaskápinn, þar sem
hún beygði sig niður og lokaði
að sér.
Þegar hún lá þarna í myrkr-
inu, kom hræðslan yfir hana, ,
þessi ótti, sem hún hélt að hún
væri laus við. í margar mínút-
ur barðist hún við löngunina
til að hrinda upp hurðinni og
æða út úr skápnum, en þar sem
hún vissi að dauðinn beið henn-
ar, hikaði hún við það, viss um
að Stephen myndi heyra til
hennar, hversu hljóðlega sem
hún reyndi að fara. Hann hlaut
að vera að leita að henni, því
að hann hafði örugglega heyrt
til hennar þegar hún þaut upp
stigann. Hann myndi koma inn
í leikstofuna, þegar hann sæi
að hún var ekki á ganginum.
Hún heyrði að það brakaði í
stiganum. Nú varð hún að grípa
síðasta tækifærið. Hvort sem
hann heyrði til hennar eða
ekki, þá gæti hann ekki náð
nógu fljótt til hennar, eftir að
hún var komin inn í ganginn.
Eftir loftleysið í skápnum
fannst henni svalt á ganginum.
Hún komst inn í þröng göng-
in bak við leikstofuna og lagð-
ist fram á hendur sínar og
leyfði tárunum að streyma.
Eitthvað af þessum tárum
gat hún heimfært upp á ótt-
ann, en eitthvert brot af þeim
var söknuður eftir þeim draum-
um, sem hún átti einu sinni
með Stephen.
Og smánin sveið hana, hún
viðurkenndi fyrir sjálfri sér að
tárin væru af ótta sprottin, en
ekki hatri til hans. Hvernig
hafði hún getað gleymt ódæð-
inu, sem Stephen hafði framið
og því sem hann ætlaði að gera
nú, — eyðileggja þá hamingju,
sem hún var að byggja upp
með Bill.
Smám saman hætti hún að
gráta. Ofboðsleg hræðslan hafði
þreytt hana, en það voru tak-
mörk fyrir öllu. Hún hafði kom-
izt að því. Hún hafði verið
komin á yztu þröm, en var
samt á lífi og með fullri rænu,
20 VIKAN 36. TBL.