Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 26
HVITI
DAUÐINN
OG
ÆÐARDÚNN
FORSETANS
Tvær erlendar úrklippur um
einvigi aldarinnar
það.
„Drottning Daniel átta. Biskup
Bjarni fimm. Hrókur Hannes
fjórir...”
Þannig hljóðar söngurinn, sem
glumið hefur i eyrum okkar i allt
sumar. Þeir sem kunna ekki
nema rétt mannganginn eru
búnir aðfá nóg fyrir löngu. Hinir,
sem lengra eru komnir, hafa lik-
lega lifað sitt skemmtilegasta
sumar, þrátt fyrir sólarleysi og
sifellda rigningu.
Það er búið að skrifa slik ókjör
um þetta blessaða einvigi aldar-
innar, að maður veltir þvi fyrir
sér, hvernig blöðin fari að, þegar
þvi loksins lýkur.
Á þriðja hundrað erlendir
fréttamenn hafa komið hingað til
þess að skrifa um einvigið fyrst
og fremst, en land og þjóð i leið-
inni. Fæst af skrifum þessara
manna koma nokkurn tima fyrir
augu íslendinga.
Vikan fékk á dögunum óvænta
sendingu frá ónefndum lesanda
sinum, sem búsettur er i Los
Angeles i Bandarikjunum. Hér
var um að ræða safn af úrklippum
með skrifum um einvigið og land
og þjóð. Það var býsna fróðlegt
að glugga i þessar úrklippur, og
tvær þeirra tókum við út úr bunk-
anum og ætlum að leyfa les-
endum að njóta þeirra með
okkur.
og landið sem hélt
BUCHWALD, NIXON OG
BOBBY
Hin fyrri hefur að geyma lik-
lega eitt af þvi skemmtilegasta,
sem skrifað hefur verið um ein-
vlgið, enda er höfundurinn enginn
annar en húmoristinn frægi, Art.
Buchwald. Pistillinn hljóðar svo:
„Innan skamms þarf Nixon for-
seti að taka eina mikilvægustu
ákvörðunina i valdatið sinni.
Hann þarf að ákveða, hvort hann
á að voga sér að hringja til
íslands, ef Bobby Fischer vinnur
heimsmeistaraeinvigið I skák.
Langt er orðið siðan önnur eins
antihetja og Bobby Fischer hefur
risið upp á meðal vor. Hegðun
hans fyrir og meðan á einviginu
stóð-varð þess valdandi, að einn
af lesendum Washington Post
skrifpði blaðinu: „Fischer er eini
Amerikaninn, sem getur fengið
hvern einasta mann i Bandarikj-
unum til að halda með Rússum.”
Með hliðsjón af hegðun
Fischers á Islandi gæti simtal
forsetans hljóðað eitthvað á þessa
leið:
„Halló, Bobby, þetta er Nixon
forseti. Mig langaði bara til að
óska þér til hamingju með sigur-
inn á Islandi.”
„Vertu þá fljótur að þvi. Ég er
þreyttur.”
„Þetta er merkilegur dagur i
WfBmm
sögu Ameriku, Bobby.”
„Hann er merkilegri fyrir mig.
Ég vann 150.000 dollara og sýndi
þessum islenzku skriðdýrum i tvo
heimana.”
„Þú veizt, Bobby, að ég komst
nærri þvi I skákliðið, þegar ég var
I skóla.”
„En gaman”
„En ég sneri mér að fótbolt-
anum I staðinn.”
„Hringdirðu I mig bara til að
segja mér þetta?”
„Nei, biddu við, Bobby. Ég
hringi alltaf I þá, sem vinna
heimsmeistaratign fyrir
Ameriku. Mig langar til að halda
viðhafnarkvöldverð i Hvita hús-
inu, þegar þú kemur aftur.”
„Hvað fæ ég borgað fyrir að
koma?”
„Borgað? Ég borga ekki fólki
fyrir að borða i Hvita húsinu.” '
„Hvað græði ég þá á þvi?”
„Ég mun bjóða rikisstjórninni,
hæstarétti, forsetum þingsins og
hverjum einasta rikum repúblik-
ana i landinu, sem kann mann-
ganginn. Og ég ætla að fá Guy
Lombardo til að spila eftir mat-
inn. Það er það minnsta, sem ég
get gert fyrir þann, sem sigrar
hinn mikla Spassky.”
„Allt i lagi, ég kem. En kröfur
minar eru þessar: Þú sendir for-
setaþotuna til Islands til að sækja
mig. Þú tekur sjálfur á móti mér
á flugvellinum, útvegar mér
limúsin, lúxusibúð, einka tennis-
völl, sundlaug fyrir mig einan og
tiu öryggisverði, svo að blöðin
komist ekki á snoðir um neitt.”
„Ég býst við, að ég geti séð um
þetta, Bobby.”
„Og engar kvikmyndavélar.”
„Engar kvikmyndavélar?”
4,Ég hata kvikmyndavélar.
Þærgera mig óðan. Ef ég sé eina
einustu kvikmypdavél við kvöld-
verðinn, þá geng ég út.”
„Hafðu engar áhyggjur, Bobby.
Það verða engar ^ kvikmynda-
vélar”.
,,Og ekkert kjaftæði, á meðan
ég er að éta. Ég get ekki étið, á
meðan fólk er að kjafta allt i
kringum mig.”
„Það er mjög erfitt að halda
viðhafnarkvöldverð i Hvita hús-
inu og leyfa ekki neinum að tala.”
„Það er þitt vandamál. Ef ég
heyri nokkurn minnsta hávaða,
þá verðurðu að útvega þér annan
heimsmeistara I skák.”
„Eins og þú vilt, Bobby. Kvöld-
verðurinn er haldinn þér til
heiðurs.”
„Hvenær á þetta skrall að byrja
hjá þér?”
„Um áttaleytið, býst ég við.”
„Þá kem ég klukkan niu. Mér
likar ekki að þurfa að standa upp
26 VIKAN 36. TBL.