Vikan - 07.09.1972, Side 27
I
á endann og blaðra einhverja vit-
leysu við stjórnmálamenn með
stífa flibba.”
„Ég skil, Bobby.”
„Og ég kem sjálfur með minn
eiginn stól. Ég get ekki étið, ef ég
er látinn sitja i stól, sem einhver
annar á. Og það er bezt að þú
vitir það strax, að ég vil ekki hafa
of sterk ljós, á meðan ég er að
borða. Ef ljósin eru of sterk, þá
neita ég að byrja á fyrsta rétt-
inum.”
„Ljósin mega ekki vera of
sterk, ég skil það, Bobby. Að
lokum lángar mig bara til að baeta
þvi við, hve hreykin við erum öll
af þér. Þú ert sannkölluð fyrir-
mynd unga fólksins i Ameriku.”
Forsetinn leggur tólið á, en
hringirsiðan i Richard Helms hjá
CIA.
„Dick, ég ætla að senda þotuna
mina til Islands til að sækja
Bobby Fischer. Gerðu mér nú
ofurlitinn greiða. Þegar hann er
kominn um borð, viltu þá sjá til
þess, að flugvélinni verði rænt —
Nog lent á Kúbu.”
HVITI ÐAUÐINN OG ÆÐAR-
DÚNN FORSETANS
Siðari úrklippan er ekki siður
skemmtileg, en þó með allt
öðrum hætti. Hún fjallar ekki
nema að örlitlu leyti um einvigið,
heldur er hún „kynning” á landi
og þjóð. Að sjálfsögðu er ekki við
þvi að búast, að útlendingur, sem
hefur hér stuttan stanz, geti
skrifað grein um land og þjóð, svo
að vel sé. Margar villur hafa
slæðzt i frásögnina og sumar al-
deilis furðulegar. Svarti dauðinn
hefur breytzt i hvitan, og ætti höf-
undur bara að vita, hvað „hviti
dauðinn” þýðir á islenzku. Og
annað er eftir þessu. Innan um
alla endileysuna virðist klausan
um áhuga forsetans á æðardúni
einna furðulegast, enda er hún
höfð sem fyrirsögn á greininni.
En hér fer greinin á eftir i laus-
legri þýðingu. Hún birtist i Los
Angeles Times og höfundurinn er
Joe Alex Morris, jr.:
„Reykjavik, tsland.
Hér gerist yfirleitt ekki margt.
Þó færðist ofurlitið lif i tuskurnar
i júlimánuði.
Fyrst komu skandinaviskir
tannlæknar og héldu ráðstefnu.
Slðan kom danskt knattspyrnulið.
Danirnir unnu, eins og venjulega.
tsland hefur tvisvar gert jafntefli
við þá, en aldrei sigrað þá.
Loks hófst hið mikla
tafleinvigi milli Rúss-
lands og Ameriku. Skákáhuga-
menn, stórmeistarar og frétta-
menn ruddu túristunum út úr
góðu hótelunum — öllum fjórum.
Rússinn Boris Spassky kom
fyrstur, og um tima leit út fyrir,
að Amerikanarnir ætluðu alls
ekki að koma. Spajsky lét það
ekkert á sig fá, var sallarólegur
og lék tennis á hverjum degi á
velli, sem byggður hafði verið
fyrir hann rétt hjá Hótel Sögu.
Amerikaninn Bobby Fischer
kom, en hvarf gjörsamlega inn i
eitthvert einbýlishús. Enginn sá
hann lengi vel, nema fáeinir
fréttamenn, sem fullyrtu, að þeir
hefðu elt hann upp i sveit eld-
snemma morguns og séð hann
klappa lömbum úti i móa.
En þrátt fyrir þetta er fjarska
leiðinlegt i höfuðborg Islands.
Sjónvarpsstöð landsmanna lokar
eins og venjulega allan júlimánuð
vegna sumarleyfa. 100 000
Islendingar — helmingur allrar
þjóðarinnar — sem býr á höfuð-
borgarsvæðinu, neyðist þess
vegnd til að horfa á ameriska
kanasjónvarpið.
Þetta er erfiður biti að kyngja.
Rikisstjórnin — eina rikisstjórn
NATO-lands, sem kommúnistar
eiga aðild að — hefur lýst yfir, að
hún ætli að loka herstöðinni, en
hún er ekkert að flýta sér að þvi.
Ein ástæðan er þessi: Um 700
Islendingar vinna á vellinum. En
jafnvel þeir, sem eru hlynntir
Bandarikjamöonum, eru gramir
yfir þeirri staðreynd, að þeir
verða að fara framhjá banda-
riskri herlögreglu til þess að
komast inn á alþjóðlega flugvöll-
inn i Keflavik.
Reykjavik er borg drykkju-
mannsins. Ibúarnir segja, að
veturinn sé timi stórdrykkjunnar,
þvi að þá sé myrkur allan sólar-
hringinn. En þeir hætta ekki að
drekka, þótt bjart sé allan sólar-
hringinn á sumrin. Það er ekki
óalgeng sjón að sjá velklædda
borgara slaga úti á götu kóf-
drukkna i skjannabirtu —
klukkan tvö um nótt.
Veitingahúsin loka nefnilega þá
á föstudögum og laugardögum.
Aðra daga vikunnar tæmast göt-
urnar um klukkan hálftólf.
Næturklúbbarnir loka aldrei.
Þeir eru nefnilega ekki til —
aðeins hótelbarir.
Það kemur sér illa, hve veit-
ingastaðirnir loka snemma, sér-
staklega fyrir þá, sem ekki eru
vanir að sofa i björtu og hafa ekki
haft vit á að innbyrða nægilega
mikið magn af „hvita dauð-
anum”, en svo er eitur lands-
manna venjulega kallað.
36. TBL. VIKAN 27