Vikan


Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 28

Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 28
HÚSMÆÐUR. — GEFIÐ FJÖLSKYLDUNNI HOLLA OG BÆTIEFNARÍKA FÆÐU. — GRÆNMETI ER GÓÐMETI. FÆST I NÆSTU MATVÖRUVERZLUN. SÖLUFÉIAG GARDYRKJUMANNA V______________________ v SKÁKIN Framhald af bls 27. Sumir ungu mannanna hafa keypt sér einhverskonar jeppa- farartæki i staðinn fyrir venju- lega bila og fara með kærust- urnar sinar i ferðalög að skoða goshveri og jafnvel jökla og hraun. Það eru aðeins um 50 milur af eiginlega lögðum vegi utan Reykjavíkur, sem gerir það að verkum, að það er fjarska leiðinlegt að 'ferðast um þjóðveg- ina þeirra. önnur dægradvöl landsmanna er golf. Aðal golfkeppnin er haldin á Jónsmessunni. Hún hefst um miðnættið, þið ráðið hvort þið trúið þvi. Fyrst ekki er meira um skemmtanir en þetta, verða ibú- arnir að fara i sjóð minninganna til að fá efni til að geta haldið uppi samræðumEftirlætis umræðuefni Reykvikinga er deilan um það, hvort framfylgja eigi hundabanni borgarinnar eða ekki. Annað vinsælt umræðuefni er það, hvernig allur herflugfloti landsmanna eyðilagðist nýlega. Hann var reyndar ekki nema ein þ>rla. En þessi sorgarsaga hefur nú fengið góðan endi: Rikis- stjórnin er búin að panta tvær þyrlur. Rikisstjórn hennar hátignar, Bretadrottningar, er ekkert sér- lega ánægð með það. Aðalstarf þyrlanna á að vera að hjálpa varðskipunum að taka. brezka togara i islenzkri landhelgi. tsland er ekkj aöeins ein eyja, heldur margar, og kom það vel i ljós, þegar þeir misstu eina i fyrra. Rikisstjórnin gerði út leið- angur, en það gerir hún svona öðru hverju, til þess að kanna eignir sinar, sem samanstanda mestanpart af óbyggðum eld- fjallaeyjum. Það vakti undrun, að eina eyjuna vantaði. Hún hafði einfaldlega sokkið niður i Norður- Atlantshafið. Menn kipptu sér ekkert upp við þessi tiðindi. Fáum árum áður hafði bætzt við eignina hjá íslend- ingum, þegar eldfjall neðan- sjávar tók að gjósa og myndaði nýja eyju, sem laðaði ferðamenn til landsins. Stórviðburður ársins þótti engum tiðindum sæta. Á þessu ári áttu forsetakosningar að fara fram, en ólikt þvi sem er i Banda- rikjunum, þá voru þeir i stand- andi vandræðum með frambjóð- endur. Island hafði ekki of marga frambjóðendur, heldur of fáa. Enginn virtist sækjast eftir em- bætti með tólf þúsund dollara árs- launum. Niðurstaðan varð sú, að dr. Kristján Eldjárn, virtur forn- leifafræðingur og óflokksbundinn maður, er áfram æðsti maður rikisins, en embætti hans er aðal- lega fólgið i seremónium. Á sinn eiginn hátt hefur Eldjárn aflað sér fylgis og frægðar. íslendingar kima ennþá yfir þvi, þegar lögreglan kom með son hans heim, en hann var eitthvað undir áhrifum „hvita dauðans”. Forsetinn var fljótur að átta sig á hlutunum og spurði lögregluna, hvað hún væri vön að gera i til- vikum sem þessum. Svarið var: láta hann dúsa i steininum, þar til runnið er af honum. „Það er þá eins gott fyrir ykkur að gera skyldu ykkar,” á dr. Eld- járn að hafa sagt. Ýmislegt fleira gerir forsetann ástsælan meðal þegna sinna. Eitt er tómstundagaman hans, en það er að tina æðardún. Hann fer um allar eyjarnar og leitar að þessu efni i hreiðrum fugla. Þar sem enginn vill verða for- seti, er auðvelt að imynda sér, að stjórnmálalifið á Islandi hljóti að vera heldur leiðinlegt. Það er það vissulega, en þó er það ekki alveg laust við smá hneyksli öðru hverju. Það nýjasta gerðist á alþjóð- legri hvalveiðiráðstefnu i London I júnimánuði. Þar var tsland i hópi meirihlutans, hvalveiðiþjóð- anna, sem felldi tiu ára friðun hvalstofnsins. Það sem var óvenjulegt við þetta var, að fáum vikum áður — á alþjóðlegu umhverfisráðstefn- unni i Stokkhólmi — hafði tsland greitt atkvæði með friðuninni. Þessi kúvending vakti undrun sumra, þar til þeir uppgötvuðu, að aðalfulltrúi tslands á hval- veiðiráðstefnunni var — forstjóri hvalveiðifélags. Fyrst forsetakosningarnar eru úr sögunni, áður en þær byrjuðu, eru tslendingar i staðinn farnir að huga að 1100 ára afmæli sinu, til þess að minnast þess, að norskur sértrúarmaður flýði meginlandið og nam eyjuna. Aðalliðurinn i hátiðahöldunum - - árið 1975 — verður að ljúka við áætlun um hringveg umhverfis eyjuna. Þessi framkvæmd táknar það, að fólkið mun geta farið fram og aftur eftir bugð- óttum vegunum frá einum stað til annars. Nú verða þeir að fara flug- leiðis.” Svo mörg voru þau orð. Von- andi er þessi grein ekki dæmigerð fyrir það, sem skrifað hefur verið um tsland i erlend blöð þetta eftirminnilega sumar. Eða kannski er hin margrómaða „góða landkynning” ekki fólgin i þvi, hvernig um okkur er skrifað — heldur einhverju allt öðru? G.Gr. HANN GATVEITT HENNI ALLT NEMA LÍFIÐ Framhald al' bls 15 Hún var helsjúk þegar hún stóð fyrir framan kvikm y nda vél- arnar. » Um sama leyti fékk Kay fyrsta alvarlega áfallið. Kraftar hennar voru á þrotum. Læknar hennar sögðu Harrison að hún myndi aldrei framar geta komið upp á leiksvið — en vöruðu hann við að segja henni sannleikann. Rex Harrison hafði nú lokið að leika i „My Fair Lady” i London. Kay stakk upp á þvi að þau fær'u i ferðalag til Alpanna. Harrison samþykkti það, en honum var þungt fyrir brjósti. Hann vissi að hún myndi alls ekki þola hið 28 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.