Vikan - 07.09.1972, Side 32
hann fyrir sér. Svo setti hann
lampann frá sér.
— Ég hef verið með með-
vitund í nokkrar mínútur,
sagði hann. — Ég beið bara
eftir rétta augnablikinu. Eg
var staðinn upp, þegar þú
réðst á hann.
Hann leit ekki á hana en hélt
áfram að tala, meðan hann batt
fætur og hendur Bills með
snúrunni. — Ég sló hann bara
ekki nógu fast, sagði hann, eins
og til afsökunar og bætti svo
við: — 'Eg vissi að það var
Bill. Það hef ég vitað lengi.
Einu sinni, þegar ég var í geð-
rannsókninni vegna minnis-
tapsins, þá mundi ég óljóst eft-
ir því að hann stóð álútur yfir
mér þarna um kvöldið. Það
var í áttina. En svo heyrði ég
að þú hafðir gifzt honum og
þá vissi ég að þetta hafði allt-
af verið takmark hans, mér
var ljós ástæðan fyrir því að
hann varð að myrða föður
þinn og svo sá hann um að ég
yrði sakfelldur.
— Nei, nú grét hún hljóð-
lega. — Hann myrti föður
minn, vegna þess að hann
hafði stolið frá honum og var
hrædduf um að lenda í fang-
elsi. Hitt datt honum allt í hug
á eftir, sagði hún og hló kulda-
lega við, hlátri sem var grát-
blandinn.
— Komdu, við skulum fara
héðan, sagði hann, tók í hönd
hennar og leiddi hana út úr
húsinu. Svalt næturloftið ró-
aði hana og hún fann nú hve
þreytt hún var.
— Þú kemst yfir þetta allt
saman, heyrði hún að Stephen
sagði. — Ég hefði átt að þvinga
þig til að hlusta á mig. Þegar
ég hringdi hingað, til að segja
honum að ég gæti ekki hitt
hann og fann að síminn var
ekki í sambandi, skildi ég að
hann ætlaði líka að myrða þig.
Ég flýtti mér hingað og sá að
ljósin voru líka slökkt. Sem
betur fór voru kjallaradyrnar
opnar. Hann dró djúpt andann.
— Eg hefði átt að þvigna þig
til að hlusta á mig, endurtók
hann.
— Ég hefði líklega ekki trú-
að þér, sagði Janet, sannleik-
anum samkvæmt. — Bill, hún
kyngai ákaft, — Bill lék hlut-
verk sitt alltaf vel. Hann var
mikill leikari, sagði hún svo
bitur í bragði.
— Þú varst sjálf ekki sem
verst í kvöld, tautaði Stephen
þurrlega.
Hún stóð hljóðlát og hugsaði
til þess að hún hafði um stund
látið hann halda að hún bæri
sömu tilfinningar til hans og
áður, svo sagði hún með hálf
vesældarlegu brosi: — Það get-
ur verið að það hafi alls ekki
verið leikur.
Hann svaraði ekki, en leiddi
hana þegjandi út að bílnum
sínum.
Jafnvel í þessu furðulega
ástandi, sem hún var í, fann
Janet hversu margt biði þeirra.
Það fann hún bezt, þegar þau
komu út frá lögreglustöðinni
eftir að hún hafði ennþá einu
sinni orðið að upplifa hroll-
vekjuna. En það sem huggaði
hana og fyllti hana trausti, var
að Stephen leiddi hana burt
frá húsinu, burt frá Strangers
Mill.
☆
GEORG DIENER
Framhald af bls 19
upp úr drengnum. Þessu hafði
hann aldrei búizt við, — að
syni hans yrði vísað úr sumar-
búðum. Hann gat ekki skilið
að hans eigin sonur setti sig
upp á móti yfirmönnunum og
að hann fengist við þetta, sem
Georg hafði aðeins lesið um í
blöðunum. Richie varði sig með
því að „allir“ reyktu mariju-
ana. Það voru jafnvel nokkrir,
sem ræktuðu það sjálfir. Hann
sagði að sjálfur hefði hann að-
eins sjaldan reykt þetta og
hann lofaði að gera það ekki
framar. Georg varð rólegri.
Menn standa við orð sín. Það
var sú skoðun, sem var ein af
máttarstoðum þjóðfélagsins.
En á næsta ári, þegar Richie
var kominn í menntaskóla,
kom í ljós að hann hafði ekki
staðið við orð sín. Einkunnir
hans urðu æ lélegri og hann
reif allar dýramyndirnar sínar
af veggjunum í herbergi sínu
og setti í þeirra stað alls kon-
ar hrollvekjumyndir, þeim
verstu kom hann fyrir and-
spænis rúminu sínu, svo hann
gæti stöðugt haft þær fyrir
augunum, meðan hann lá í
rúminu og hlustaði á plöturnar
sínar. Hann hafði líka fundið
skot lengst inni í klæðaskápn-
um sínum. Þar kom hann dýnu
fyrir og lagðist þar, þegar hann
vildi fá að vera í friði fyrir for-
eldrunum. Georg fann fljótlega
felustað hans og gekk þannig
frá því að hann gæti ekki dval-
izt þar. Þegar hann var að
hreinsa þar til, fann hann brún-
an pakka á bak við fjöl í veggn-
um. Hann komst að því að
þetta var hass og Richie sagði
honum að hann geymdi þetta
fyrir vin sinn. En svo viður-
kenndi Richie að hann hefði
skrökvað, en hélt því fram að
þetta væri úrgangsdrasl og að
til væru náungar sem reyndu
að selja þetta sem hass. Georg
fleygði pakkanum . . .
Nokkru síðar fann Carol
fulla tösku af marijuana í her-
bergi Richies. í þetta sinn við-
urkenndi hann að hann væri
eigandi að því og varð ofsareið-
ur við móður sína, þegar hún
kom því fyrir kattarnef. Carol
hélt samt ennþá að hún gæti
komið vitinu fyrir Richie. Hún
spurði hann hvernig stæði á
því að hann væri að reykja
þennan óþverra, þar sem hann
þyldi varla að sjá hana reykja
venjulegar sígarettur? Svarið
var eins og venjulega:
— Vegna þess að allir gera
það. Svo sagði hann lágt:
— Svo ég þori að tala við
stelpur.
Carol fann líka í herbergi
hans bók, sem hét „Hvernig
maður talar við stúlkur".
• Richie var feiminn, en það
hvarflaði ekki að foreldrum
hans að hann ætti við meiri
erfiðleika en almennt gerðist
að stríða í þeim málum. En
þegar hann varð 16 ára var
ljóst að breytingin varð örari.
Georg og Carol var þá orðið
ljóst að sonur þeirra var al-
varlega forfallinn í eiturlyf, en
samt var þeim ekki fullkom-
lega ljóst hve alvarlegt ástand-
ið var.
Það var fyrst þegar Richie
fór að koma þeim annarlega
fyrir sjónir og blaðraði um
undarlega hluti, vildi ekki
borða og þegar þau komust að
því að bezti vinur hans hafði
hlotið skilorðsbundinn dóm fyr-
ir eiturlyfjaneyzlu og brask
með eiturlyf, að þau leituðu til
félagsfræðings.
— Fólkið þar er bundið
þagnarheiti og ég vil ekki að
sonur minn komist í kast við
lögregluna, sagði Georg við
Carol. — Hann er aðeins 16
ára.
Áður en þetta skeði hafði oft
slegið í brýnu milli feðganna.
Richie vildi alls ekki sætta sig
við þær reglur, sem faðir hans
setti honum, en Georg fannst
að Richie væri skyldugur að
hlýða sömu reglum og hann
hafði sjálfur þurft að gera á
unglingsárunum. En svo lét
Richie undan og fór með for-
eldrum sínum til félagsráðgjaf-
ans. Eftir nokkrar heimsóknir
til hans, var eins og Richie yrði
betri. Hann fékk sér jafnvel
tómstundavinnu. Félagsráðgjaf-
anum fannst hann hafa staðið
sig vel.
Um haustið fékk Richie
lungnabólgu og var lengi fjar-
vistum frá skólanum. Hann
varð á eftir félögum sínupm í
flestum námsgreinum og skóla-
stjórinn varaði hann við. Carol
tók þessu illa, þar sem hún
vissi að Richie hefði getað gert
betur, þrátt fyrir sjúkdóminn,
ef hann hefði viljað.
Svo var það einn daginn að
rektorinn hringdi og sagði að
Richie hefði orðið veikur og
að bezt væri fyrir Carol að
sækja hann strax.
Þegar Carol kom var Richie
ruddalegur við hana og kenn-
arana, hann var rauðeygður og
augnaráðið starandi. Skóla-
hjúkrunarkonan sagði að hann
hefði tekið einhverjar pillur
um morguninn. Hann hefði
sagt að þetta væri lyf, 'sem
hann yrði að taka vegna sjúk-
dómsins.
— Haldið þér að það sé eitt-
hvað annað? spurði Carol.
Hjúkrunarkonan kinkaði kolli.
Þetta „annað“ reyndust vera
svefntöflur og Carol var sagt
að þær væru mjög vanabind-
andi.
Enginn veit fyrir víst hvern-
ig á því stóð að Richie fór að
neyta eiturlyfja. En ein af
ástæðunum er þó líklega sú að
hann fór í miklu stærri skóla,
nýjan skóla. Hann var feiminn
og hræddur og hann komst
fljótlgea að því að honum gekk
betur að kynnast skólafélögun-
um, ef hann tók þessar pillur.
Þetta voru samt ekki þeir fé-
lagar, sem hann þráði, en allt
var betra en einmanaleikinn.
Richie reyndi líka aðrar leiðir
til að afla sér vinsælda, hann
gerðist sérfræðingur í rokk-
hljómlist og hann lagði mikið
upp úr útliti sínu. Þegar hann
gat ekki hamið hrokkna hárið,
lét hann það vaxa, svo harin
líktist einna helzt Afríkunegra.
Allt þetta gerði það að verkum
að Georg fannst hann ekki
þekkja son sinn.
Það er margt til merkis um
að Richie hefur, síður en svo,
verið ánægður með líf sitt.
Hann var, til dæmis, mjög ná-
kvæmur með að skipta vinum
sínum í tvo hópa, þá sem not-
uðu pillur og þá, sem ekki
gerðu það. Hann passaði mjög
vel að þessir hópar hittust ekki.
Hann reyndi heldur aldrei að
fá áðra til að nota þessi lyf.
Georg sá, með vaxandi ör-
væntingu, hvernig sonur hans
breyttist. Hann varð reiður.
Þeir feðgar gátu varla talazt
32 VIKAN 36. TBL.