Vikan


Vikan - 07.09.1972, Page 40

Vikan - 07.09.1972, Page 40
FRAMHALDSSAGA BRUCE GRAEME Hann athugaöi gluggann nánar og hló með sjálfum sér. — Ég er hræddur um, að frú Chad' sé óþarflega trúuð á, að allt sé hér i lagi. Sjáið þér, hér er járnskrúfa, sem hefur verið sett til þess aö halda honum aftur, og það hefur hún auðvitað vitað, en hitt ekki, aö skrúfan er kolryðguð og litiö eftir af henni nema hausinn. Þá er gátan ráðin, en bara önnur komin i staðinn: — Hvernig gat bláókunnug kona vitað, að hægt var að opna gluggann, úr þvi að frú Chad vissi það ekki? Everley leit svo fast á un- dirmann sinn, að hann neyddist til að brydda upp á einhverri skýringu. — Ég veit ekki, svaraði hann. — Kannski hefur hún verið hér á gangi og fundið það af tilviljun? Fulltrúinn brosti. — Það er náttúrulega hugsanlegt, en ein- hvernveginn á ég bágt að trúa þvi. Við verðum heldur að finna eitthvað annað. Við skulum að minnsta kosti athuga, hvernig er umhorfs fyrir utan gluggann. Héðan er ekkert hægt að sjá fyrir þessum runnum. En við skulum heldúr ganga í kring en fara út um gluggann. Þeir gengu nú út um fordyrnar og yfir vanhirta garðinn, þar sem allt var á kafi i jurtagróðri. Og afturfyrirhúsiö. Eins og Everley hafði sagt, var húsið byggt i halla. Fyrir utan eldhúsgluggann var runnagróður og handan við runnana var braut, sem lá að úti- húsunum. — Hérna má að minnsta kosti komast inn, sagði Everley. — Hvar er farið inn á þessa braut, Holley? — Hún liggur út frá veginum til þorpsins, svo sem þrjú-fjögur hundruð skref frá aðal- innganginum. — Er hér dyravarðarbústaður eöa hlið, eða þessháttar? — Hlið er hér, en það er ekki læst. Dyravarðarbústaður er enginn, og engin hús, fyrr en beygt er fyrir hornið og komið inn I þorpiö. — Nú, það getur skýrt eitt atriði, sem ég gat ekki skilið. Grocott læknir sagði, að konan heföi dáið fyrir minnst tólf klukkustundum, var ekki svo? Gott og vel! Það er sama sem hún hefur verið búin að hengja sig fyrir klukkan nlu I gærkvöld. Hvað segið þér um það? . Holley varð eitthvað hvumsa við þessa spurningu, en áttaði sig brátt. — Það þýðir sama sem, að hún hefur brotizt inn i húsið I hábjörtu, sagði hann. — Alveg rétt, Holley. Það var einmitt það, sem ég átti við og mig furðar, að hún skyldi hætta á það. En annars er það nú kannski ekki svo mikil áhætta, ef ekki sést hingað frá neinum húsum. En hér er verk handa yður að vinna: Þér skuluð komast að þvi, hvort nokkur hafi séð nokkra ókunna konu á leiðinni til þorpsins, segjum á tímanum frá 7 - 9, þvi að um annan tima getur varla verið að ræða, ef frú Chad hefur verið héreinsoghúnsagði. Við skulum nú athuga, hvort hún hefur skilið eftir nokkur verksummerki. Fulltrúinn gekk nokkur skref eftir brautinni, en hristi höfuðið, þegar hann kom aftur. — Þetta er ekki til neins, sagði hann. — Jörðin er grjóthörö I þessum þurrki. Ég efast um, að það sæist þó að dráttarvél færi yfir hana. Þér sjáið, að það markar ekki spor eftir okkur. Þá skulum við Hta á þessa runna. Runnarni!- voru svo illa hirtir, að þeir voru orðnir að einni flæk- ju. En á stöku stað var hægt að brjótast gegn um þá og það reyndi Everley. Allt i einu rumdi i honum af ánægju. — Komið þér hingaö, Holley, sagði hann, — sömu leið og ég fór. Sjáið þér þessa brotnu grein á lárviðnum? Hún er nýbrotin, þvi að blöðin, ofar en brotið, eru ekki visin. Og sennilega hefur einhver brotið hana, sem hefur ruðzt hér i gegn. Blðiö þér þarna, ég ætla aö sjá, hvort ég rekst á nokkuð fleira. Hann snuðraði stundarkorn, eins og fíll i skógi, en árangurs- laust. — Við verðum að láta okkur nægja þessa brotnu grein, sagði hann. — En það er rétt aö athuga gluggann að utan. Já, svei mér ef hér eru ekki merki þess, að hann hafi verið snertur. En um fingraför er ekki að ræða, þvi að stúlkan var með hanzka, eins og þér sáuð. Og það er auðvelt að komast inn þegar glugginn hefur veriö opnaður. Everley stóð um stund, hugsandi, og sagði svo: — Þaðer greinilegt, að veslings stúlkan hefur verið eitthvað kunnug húsum hér. Hún hefur ratað um allt og það fer ekki hjá þvl, að hún hefur þekkt þetta orð, sem lá á húsinu. Annars er það að minnsta kosti einkennilegt, að' hún skyldi hitta á að hengja sig á þennan krók. En hvað eigum við nú að gera við líkið? Það er bezt, að þér bíöið hérna, meðan ég tala við lækninn. Everley ók heim til læknisins og var enn að hugsa um, hver þessi stúlka gæti verið. Hann hitti Grocott lækni heima. — Ég var að búast við yður, fulltrúi, sagði læknirinn. — Þetta er ljóta standið þarna uppi I Wargrave House, finnst yður ekki? Rétt eins og það séu einhver álög á kofanum. Það hefur hingað til ekki verið auðvelt að leigja hann út og ekki batnar það eftir þetta. En hver er þessi veslings stúlka? — Það hef ég ekki hugmynd um, svaraði Everley. — Þaðvildi ég einmitt tala nánar um við yður. Við verðum að athuga fatnaðinn á henni og vita, hvort við finnum ekki þvottahúsmerki eða eitthvað. Annars verðum við að senda út lýsingu af henni. Bezt held ég væri að flytia hana i likhúsið I Waldhurst. -r- Já, það held ég væri það ráðlegasta, því að það er erfitt að koma líkinu fyrir hér I þorpinu, þangað til réttarhaldið fer fram, og dómarinn er vis til að heimta likskoðun. Þér megið nota slmann minn, ef þér viljið hringja til yðar manna. — Þakka yður fyrir, læknir, sagði Everley. Siðan hringdi hann til stöðvarinnar I Waldhurst og gaf skipanir um að láta senda sjúkravagn, tafarlaust. Siðan sneri hann sér aftur að Grocott lækni. — Þér ættuð að gefa mér skýrslu um yðar skoðun, handa dómaranum, sagði hann. Læknirinn sagði I sem fæstum orðum frá þvi, er hann var sóttur. — Holley hefði svo sem getað sparað sér að skera hana niður, enda þótt það væri alveg rétt af honum eins og á stóð. Ég sá strax, aö hún var búin að vera dauð lengi. Hún hlýtur að hafa hengt sig einhverntlma I gær- kvöld. Förineftir snöruna nægja til aö sýna dánarorsökina. Þér þurfið vonandi ekki nákvæma skýrslu I öllum smáatriðum? — Nei, þakka yður fyrir, þetta nægir. Smáatriðin getið þér geymt til réttarhaldsins, þvi að dómarinn vill sjalfsagt heyra þau, þó að ég þurfi þess ekki. En nú ætti ég að fara upp i húsið og hitta sjúkravagninn. Everley fulltrúi héit sig mest að staðreyndum I öllu starfi sinu og var frábitinn allri hjátrú og ÞRIÐJI HLUTI Runnarnir voru svo illa hirtir, að þeir voru orðnir að einni flækju. En á stöku stað var hægt að brjótast gegn um þá og það reyndi Everley. Allt i einu kom hann auga á eitthvað og kallaði upp yfir sig . . . . 40 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.