Vikan


Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 47

Vikan - 07.09.1972, Blaðsíða 47
FRÁ RAFHA 56 LlTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI iœ22 Titos síðar. Um þetta leyti varð Tito oft- sinnis að bregða sér til Júgó- slavíu, vitaskuld þá undir fölsku flaggi. Hann dulbjó sig venjulega sem velstæðan borg- ara, sumpart fyrir þá sök að engum gat dottið í hug að tízkuklæddur verksmiðjueig- andi væri kommúnískur erind- reki, og sumpart af eftirlæti við sjálfan sig. Hann var alltaf jafn veikur fyrir sundurgerð í klæðaburði. Sumarið 1937 fékk Milan Gorkic, aðalritari kommúnista- flokks Júgóslavíu, fyrirmæli um að mæta í Moskvu. Þangað kom hann seytjánda ágúst. Síð- an hefur ekkert til hans spurzt. Þar með var Tito orðinn yfir- foringi flokksins. Þann frama átti hann öllu fremur að þakka ótímabærum burtgangi félaga sinna, þótt þeir væru flestir á bezta aldri og við hestaheilsu. Josip Broz frá Kumrovec hafði orð á sér sem litlaus per- sónuleiki en gulltrúr línunni frá Moskvu. Engum datt annað í hug en að hann myndi alla tíð fylgja í blindni öllum kenni- setningum frá æðstu stöðum; engum datt í hug að hann myndi nokkru sinni bera brigð- ur á forustuhlutverk sovézka flokksins í heimshreyfingu kommúnista. Hann var iðinn og samvizkusamur, fjörutíu og fimm ára og ekkert benti til neins sérgæðingsháttar hjá honum. Þetta var að minnsta kosti álit æðstu leiðtoga á hon- um. ☆ HÚN SER í GEGNUM Framhald. af bls. 11. legt. Hún getur dregið úr sárs- auka, en ekki vikið dauðanum frá, þegar hans tími kemur. Hún segir frá lítilli stúlku, sjö ára gamalli, sem alltaf var að fá blóðnasir. Læknarnir gátu ekkert gert við þessu. Foreldrarnir sneru sér til Önnu Elisabethar. Hún mælti svo fyrir: —- Það á að kæla nefið með saltvatni kvölds og morgna, og svo á að hella skolinu inn í nefgöngin. Sú litla verður líka að drekka mikið af svartri vínberjasaft. Viku síðar voru blæðingarn- ar hættar. Nú er liðið ár síðan, og allan þann tíma hefur litla stúlkan aldrei fengið blóðnas- ir. Anna Elisabeth hefur líka hjálpað til við vísindarannsókn- ir, og fengið fyrir viðurkenn- ingar meðal annars frá pró- fessor Haraldi Schelderup í Osló. Og séu lögð fyrir hana bréf og myndir, þá er hún ekki lengi að sjá söguna, sem við þetta er tengt. Henni var til dæmis eitt sinn fengin mynd af finnskum tví- burasystrum, sem hétu Tuula og Marjatta Jaávaara og áttu heima í Borgá. Þær höfðu skyndilega dáið með aðeins tíu mínútna millibili — og lækn- arnir gátu með engu móti áttað sig á dánarorsökinni. Myndin var rétt Önnu Elisabeth í hvítu umslagi, hún hafði ekki minnstu hugmynd um innihaldið. Hún velti umslaginu um hríð í hendi sér, sagði síðan: — É’g finn að hér er um að ræða mikinn harmleik . . . það er dauði . . . ég sé andlit konu Heima hjá Jáávaara-fólkinu var einn bróðir systranna van- ur að tala um þær sem „Tuulu og hina Tuuluna“. Marjatta. sem var veikbyggðari en syst- ir hennar, virtist einhvern veg- inn sækja allan lífskraft sinn til hennar. Það er eitthvað dul- arfullt við tvíburana, segir Anna Elisabeth. Þá voru henni fengin tvö bréf, skrifuð á síðustu árum seinni heimsstyrjaldar, og veit enginn með vissu hvað af bréf- riturunum varð. — Menn . . . margir menn, sagði Anna Elisabeth. — í öðru tilfellinu sé ég mikið ófrelsi... múra, girðingar, gaddavír . . . en ekkert útilokar að maður- inn sé ekki enn á lífi. Hinn er orðinn mjög gamall . . . það eru mikil veikindi í sambandi við hann . . . en sé hann dáinn, þá hefur það átt sér stað síð- ustu tvö árin . . . Þá var Önnu Elisabeth sýnd mynd í nisti. Hún er af ungum manni, sem beið bana er skot hljóp úr byssu, sem hann var að hreinsa. Anna Elisabeth sagði: — Dauði . . . dauði . . . dauði . . . í sambandi við dýr. Það sem hún sér, stendur mjög oft í sambandi við dauða. Margir leita til hennar til að fá vissu sína um einhverja af sínum nánustu. Þegar hennar eigin faðir dó, var hún látin vita af því, þótt hún áttaði sig ekki á því samstundis. Hún sat heima hjá sér og drakk kaffi, en allt í einu virtust svört sorgarslör þekja allt, loft og veggi . . . Tíu mínútum síðar hringdi síminn. Dauðastríð föð- ur hennar var byrjað. Kona sýndi henni hring, sem systir hennar hafði átt. Sjálf hafði konan sjaldan borið hring- inn; til þess var minningin um dauða systurinnar of sár. Anna Elisabeth sagði: — Hringurinn er í sambandi við unga, dökkhærða konu —- er nátengdur henni . . . hann var dreginn af fingri hennar þegar hún var dáin. Það er líka önnur kona, ljósari, sem hefur borið hringinn, en miklu sjaldn- ar. Lýsingin stóð heima. 36. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.