Vikan


Vikan - 14.09.1972, Page 5

Vikan - 14.09.1972, Page 5
RAFTORG SÍMi: 26660 RAFIÐJAN SÍMi: 19294 Segðu honum upp sem snarieg- ast, þetta getur hvort sem er ekki gengiS lengi svona, fyrst þú ert ekki hrifin af honum ieng- ur. ÞaS verður þá aS hafa þaS, þótt hann verSi óvinur þinn í bráSina, en þaS ætti aS jafna sig þegar frá líSur. Skriftin er snotur, en stafsetn- ingin ekki gallalaus. Úr skrift- inni má lesa vilja til aS hafa alla hluti í röS og reglu. Astarævin- týri krabbastelpu og vogar- stráks verSur oft mjög ánægju- ieg reynsla fyrir þau bæSi, en endist oft skammt. Jú, maSur má vist flytjast aS heiman sext- án ára. Ekki fengið blæðingar í hálft ár Kæri Póstur! Ég vil byrja á að þakka þér fyr- ir allt gamalt og gott. Ég hef áður skrifað þér og fékk mjög gott svar þá, og ég vonast eftir hinu sama nú. Þannig er mál með vexti að ég hef ekki feng- ið blaeðingar í hálft ár. Þetta hefur komið fyrir mig áður, en ég hef ekki leitað læknis við því, þar sem ég veit að þetta er mjög algengt. Nú langar mig að spyrja þig: Getur maður fengið meðal við þessu símsent? Ég hef oft fengið símsent resept, en bara ekki í þessu tilfelli. Það er nefnilega þannig að ég er ekki úr bænum og kemst eiginlega engan veginn vegna vinnu minn'- ar. Hvað heldur þú að svona muni kosta? Ef þú ert ekki full- viss í þessu, viltu þá Póstur góður ráðfæra þig við einhvern sem er þér fróðari í þessu efni. Ég vona að þú getir einhvers staðar hliðrað til fyrir þessum snepli mínum, því að þetta er mjög áríðandi. Mig langar bara að vita hvort þetta er hægt. Að lokum, hvernig eiga tvíburarnir og meyjan saman og Ijónið og nautið? Með fyrirfram þakklæti fyrir svarið. Ein tímabundin. P.S. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Þú ert full kærulaus um þetta að okkar dómi; þótt hugsazt geti að hér sé ekkert alvariegt á seiði, þá ættirðu samt ekki að hætta á neitt og leita læknis þegar í stað. Þar ættirðu að geta fengið úrskurð um, hvað þessu veldur, og þá væntanlega viðeigandi læknisráð. Tvíburarnir og jómfrúin eiga heldur illa saman, en geta þó stundum bætt hvort annað upp í samstarfi og náð góðum ár- angri. Naut og Ijón eiga miður vel saman. Skriftin er heldur falleg og má lesa úr henni snyrtimennsku og regiusemi. Vinnur á sama stað og frændi minn Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Það liggur svo á að ég er hrifin af strák (eins og flest- ar), ég held að hann sé hrifinn af mér. Við höfum verið einu sinni saman. Við tölum alltaf saman þegar við hittumst. Hann vinnur á sama stað og frændi minn sem ég bý hjá eins og er, ég fer þangað alltaf þeg- ar ég má vera að til að hitta hann. Ég tek það fram að ég er fjórtán ára en hann seytján. Hvernig á ég að fara að því að krækja í hann aftur? Ég vona að þetta bréf lendi ekki í ruslinu. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Ein hrifin. P.S. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Sennilega er hann ekkert yfir- máta hrifinn af þér, fyrst hann sýnir engan sérstakan áhuga, og hlýtur þó að vita að þú ert hrif- in af honum, eftir það sem á undan er gengið. Ætli honum finnist þú ekki heldur of ung fyrir hann? Og það er ekki fjarri öllum sanni. Reyndu að bíða og sjá hvað setur. Skriftin er frekar óregluleg og ekki gott að lesa neitt úr henni. 37. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.