Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 11

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 11
Anna Frid, sjötiu og sjö ára gömul kona i Farnas i Dölunum, er þekktasta spákona Sviþjóðar. Stundum sér hún dauða fólks fyrir. Stundum tala þeir dánu til hennar. Skyggnigáfan hefur mikil áhrif á hana - stundum titrar hún klukkustundum saman eftir að hafa fengið fyrirboða . . . Þaft ci' þrey taiuli að vera spákona og lætur sitthvaft cftir sig. En i Dölununi hefur Anna fundift frift og ró. Anna Frid var aðeins átta ára, þegar hún fyrst varö spágáfu sinnar vör. Hún hrökk upp um miðja nótt og heyrði rödd segja: — Anna. Farðu á fætur! Hlauptu eins hratt og þú getur fram á hafnarbakkann, þar sem prammarnir liggja. Mamma þin stendur þar, hún ætlar að henda sér i sjóinn. Anna litla gerði eins og röddin bauð. Hún hafði aldrei verið hræðslugjörn. Móðir hennar stóð fremst á hafnarbakkanum, dóttir hennar dró hana varlega tilbaka. Hún sagði: — Hver sendi þig? Þegar dóttir hennar sagöi henni frá röddinni, brosti hún ihugul. Ogskildi. bvi að einnig hún hafði stundum samband við eitthvað handan við það, sem fólk venju- iega gat náð til. Fátæktin og stritið við að vinna fyrir heilsu- lausum eiginmanni og átta börnum i þröngum kotbænum haföi nærri þvi ofboðið henni. En nú haföi dóttir hennar sótt hana fram á hafnarbakkann um nótt, og það gaf henni aö nýju kjark til að halda áfram. Nokkrum árum siðar, þegar Anna var i skóla i miðri kennslu- stund, rak hún allt i einu upp óp. Þvi að sem i sýn sáhún dreng drukkna i vatni skammt frá. Með kennslukonuna i broddi fylkingar þutu öll börnin út að vatninu. Þar var ekkert óvenjulegt að sjá. Kennslukonan varö gröm. Hún hélt að Anna hefði verið að skrök- va. Daginn eftir voru skólabörnin að leik við vatnið. Þá fann einn drengurinn upp á þvi aö stikla út, á timbrið, sem flaut á vatninu. Hann hoppaði af einum trjábolnum á annan. Svo skrikaði honum fótur og hann datt i vatnið. Hvarf. Honum skaut upp, og veif.aði hendinni. Svo hvarf hann aftur og sást ekki framan — Segðu ekki neinum framar frá þvi sem þú sérð, sagði móðir hennar. —■ Fólk heldur bara að þú sért eitthvaðskrýtin. Og — þú ert öðruvisi en systkyni þin. En orðrómurinn um spágáfu Onnu var fljótur að breiðast út. Ekki leið á löngu áður en fólkið heima i Norresundet fór að spyrja hana um hluti, sem týnst höfðu, eða um hunda og ketti, sem strokið höfðu að heiman. Hún hjálpaöi til við að finna það, sem týnsthafði. Og sá lika horfið fólk. En það var ekki fyrr en hún var flutt til Stokkhólms, að hún fór fyrir alvöru að skeyta um parasálfræðileg efni. Lifsferill hennar var hinsvegar mjög venjulegur, eftir þvi sem gerðist um stúlkur af hennar stétt og standi. Eftir sex ár i skóla varð hún vinnukona, en vann sig smámsaman upp i að verða hárgreiðslukona. Fólk, sem hún hitti, varð steinhissa á skyggnigáfu hennar. En hún hefur aldrei gert neitt til að þróa gáfu sina visindalega. Hún hefur heldur aldrei verið prófuð. Nú á hún heima i Farnas i Dölunum, þaðan sem útsýn er til blárra fjalla. Þar hefur hún fundið friö, eftir að á ýmsu hefur gengiö fyrir henni. Hún hlær og segir: — Ég hef farið að hafa það betra þegar dró að leiðarlokum. Penla haföi rétt fyrir sér. Penta þessi var fræg spákona, sem Stokkhólmsbúar stóðu i biðröð til að komast til á árum fyrri heimsátyrjaldar. Þvi var hvislað að jafnvel fólk af konungsfjölskyldunni hefði komið til hennar til að leita frétta um framtið sina. Anna heyrði lika af henni og varö forvitin, og þar kom að spákona hitti spákonu. önnu var þá sagt að hún ætti mikla sorg fyrir höndum. Hún yröi látin ganga undir tvo erfiöa uppskurði, og i ástamálum yrði hún óheppin. Þaö hefur staðið heima. Hún hefur skiliö tvisvar og orðið ekkja einu sinr.i, Einn biðill hennar vildi farga þeim báðum er fjölskylda hans, sem var fint fólk, vildi ekki lofa þeim að eigast. Hann drukknaði, en önnu var bjargað. Nú hefur læknir önnu sagt henni, að hún skuli afleggja öll dulvisindi. Það reyni of mikið á hana, heilsa hennar þoli það ekki. En siminn hjá henni hringir stöðugt. Það er hringt til hennar hvaðanæva að úr Sviþjóð, og á hverjum degi fær hún fjölda bréfa. Það er ekki óvenjulegt að hún sé beðin fyrir ein' fimmtiu viðvik daglega. Hún litur svo á að skyggnigáfan gangi að erfðum. Móðir hennar var skyggn, sá fyrir eldsvoða, dauösföll og fann á sér þegar einhvern, sem hún þekkti, átti bágt. Þá var hún vön að flýta sér til hjálpar. Einu sinni, þegar hópurinn þeirra stóri hafði ekkert að borða og enga peninga til að kaupa mat fyrir, gekk móðirin út. Hún vissi að hún myndi mæta konu, sem myndi láta hana hafa peninga fyrir mat. Anna segir gáfuna bæði hafa oröið sér til gleði og sorgar. Til gleði hefur henni oröið þessi hæfileiki þegar hann hefur valdið þvi að hún gat hindraö sjálfs- morö. Til dæmis þegar hún var litil og sótti móður sina fram á hafnargarðinn. I slikum tilfellum liður henni svo vel, að hún getur næstum flogiö, eða það finnst henni. En þeim mun verr liður henni, þegar hún kemst i sam- band viö eitthvað hræðilegt. 1 þeim tilfellum finnur Anna ti! sárrar þreytu. Fær verki i brjóst- iö. Er sem lömuð bæði and- lega og likamlega. Stundum fær hún þá köfnunartilfinningu og grátköst. Stundum sér hún þaö, sem koma skal, en getur ekki hindrað það. — Auðvitað get ég, segir hún — eins og hver annar beðið Guð um hjálp eða lesið gamlar alþýðlegar bænir og þulur til verndar gegn þvi vonda. En annað kann ég ekki til ráða. Tvær af dætrum önnu Frid hafa erft gáfu hennar. En þær reyna að bæla hana niður i sér. Þeim finnst þessi hæfileiki ekki hafa orðið móður þeirra til neins góðs, svo að þetta sé áreiðanlega ekki þess virði að sækjast eltir þvi. — Ég lái þeim það ekki, segir Anna. — Það fer ennþá hrollur um mig, þegar ég minnist vissra atburða. Hún minnist til dæmis þess atviks, er móðir kom með son sinn á hárgreiðslustofuna, þar sem Anna vann, til að iáta klippa hann áður en hann færi i sveitina yfirsumarið. En þegar Anna leit á drenginn, brá henni illa. Hár hans kom henni fyrir sjónir sem rennblautt, og limdist við höfuð hans. Hún varð gripin magnleysi. Hún hafði íengið viðvörun. Drengurinn myndi drukkna. — Gætið hans vel, sagði hún. —- Látið hann ekki koma einan nálægt vatni. Sama daginn og fjölskyldan kom út i sveitina drukknaði drengurinn . . . öðru sinni kom til önnu ungt par til að fá spásögn um framtið- ina. Og þá heyrði Anna rödd hinumegin frá segja: — Það er ekki um neina framtið að ræða — fyrir hvorugt þeirra. Skömmu siðar frétti hún. að ungu hjúin væru bæði dáin. Þau höfðu dáið með fárra mánaða millibili. Oft er leitað til önnu Frid þegar fólk hverfur á óútskýrðan hátt. örvæntingarfullt fólk vonast til að hún komi þvi á eitthvert spor. Eins og til dæmis þegar fjögurra Framhald á hls. 40. 37. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.