Vikan


Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 18

Vikan - 14.09.1972, Blaðsíða 18
Var litli sjúklingurinn raunverulega svo veikur að hann þyrfti hjúkrunarkonu, - eða var mér ætlað að vera einskonar fangavörður? gott aö sá gamli fékk ekki aö vita um allt fjaörafokiö vegna þessarra peninga. Að vísu er ein og hálf milljón nokkuö há upp- hæö, en hann hefir kannske ekki kært sig um að láta ættingja sína njóta þeirra. Talaði hann aldrei við þig um eigur sinar? — Nei. Ég sagði þaö satt. Ég haföi aldrei oröið eins undrandi á ævinni, eins og þegar ég fékk til- kynninguna um að hann hefði arf- leitt mig að svona hárri upphæö. Ég hafði ekki gert meira fyrir hann en marga aðra. Ég kenndi i brjósti um hann, vegna þess aö hann fékk aldrei heimsóknir og reyndi að létta honum stundir einstaka sinnum. Systir Anna andvarpaði. — Að sjálfsögðu gef ég þér meðmæli og þú getur alltaf leitað til min. En hvert ætlar þú að fara? Ot á land? — Ég vil ekki vinna á sjúkra- skýlunum, ekki ennþá. Ég er aö hugsa um einkahjúkrun i heima- húsum, að minnsta kosti til að byrja með. Ég svaraði auglýs- ingu, sem var I blaðinu i fyrradag og ég hefi fengið svar, en það er beöið um meðmæli. Þetta er á herragarði i Sörmland, Ren- sjöholm og fjölskyldan heitir Renfeldt. — Ekki þó Baltzar Renfeldt? — Jú. Kannast þú við nafnið? — Já, en góða barn, veizt þú ekki hver hann er? Hefirðu ekki Iesið bókmenntasögu i skólanum? — Já, sá Renfeldt, ég haföi ekki hugsað út i það. Systir Anna brosti og hristi höfuðið. — 1 minu ungdæmi læröum við ljóðin hans utanað, en ykkar eftirlæti eru llklega pop- söngvararnir. Það er menning sjónvarpsaldarinnar! Baltzar Renfeldt er mikiö skáld, hann er meölimur Akademlunnar, doktor i heimspeki og einhver þekktasti menningarviti okkar og þú segir sá Renfeldt, ég hugsaði ekki út 1 það! Þarfnast hann sjálfur hjúkrunarkonu? — Nei, það er sonarsonur hans, tólf ára drengur, foreldralaus og þjáist af astma. Það er þaö eina sem ég veit. — Jæja, Malin litla, ég skal með ánægju mæla meö þér til þessa starfs. Það verður örugglega lærdómsrikt fyrir þig. Það hafa orðið svo miklar breytingar á lifnaöarháttum manna undan- farin ár, erfðavenjum og gamalli menningu er fleygt á haugana og bráðum veröur allt jafn grátt og leiöinlegt. En Renfeldtf jöl- skyldan er mjög auðug og hefir að öllum likindum sömu heimilis- venjur og hafðar hafa veriö i marga ættliði. Það getur oröið skemmtilegt fyrir þig að kynnast þvl. En ég var sótt á stöðina I ósköp venjulegum Volvo og það fannst mér notalegt, — ég vissi auðvitað ekki þá að aðrir og glæsilegri bilar væru geymdir I bflskúrnum. Reyndar setti bilstjórinn svip á Volvoinn, svo glæsilegur var ein- kennisbúningur hans. Hann opn- aði fyrir mér afturdyrnar, en ég settist upp i framsætið. Hann mátti hugsa það sem hann vildi, ég vildi fá að sjá sem mest af um- hverfinu. Við áttum engan bil, svo ég hafði litið feröast um landiö og aldrei veriö I þessu héraði. Eftir tuttugu minútur lyfti hann hendinni og benti. — Já, þarnaer Rensjöholm, hinum megin við vatnið. Ég saup hreinlega hveljur, þvl mér hafði ekki virzt höllin svona stórkostleg á myndum. Og ég hafði ekki heldur gert mér grein fyrir þessu dásamlega umhverfi. — Þetta er stórkostlegt, sagði ég. — Já, sagði bilstjórinn. Ég var búin aö reyna aö tala viö hann alla leiðina, en aldrei fengið annað út úr honum en já og nei og nafniö á nokkrum stöðum með- fram veginum. Hann sveigði bilnum inn i löng trjágöng, til vinstri voru grlðar- miklar byggingaálmur og ég gizkaði á aö það væru verkstæði, hlööur og önnur útihús, en til hægri mátti sjá akra, svo langt sem auga eygði. Ég hafði lesið að á Rensjöholm væri rekið fyrir- myndarbú með nýtizkulegum vélakosti. Þegar trjágöngunum sleppti, ókum við I gegnum glæsilegan trjágarö, þar sem limgerðin voru klippt I allskonar formum, en ég gat reyndar ekki athugað þetta nánar, þvl að nú nálguðumst við aöalbygginguna. Hún var svo stór að manni fannst eiginlega ótrúlegt að þetta gæti verið bú- staður einnar fjölskyldu. Húsið var hvitt með svörtu þaki og tvær hliöarálmur afgirtu minni skrautgarð með gosbrunni, fagurlituöum blómum og mar- marabekkjum. Há járngiröing lá á milli álmanna og frá opnu hliö- inu lágu nokkur breið steinþrep niður að aðalgarðinum. En þetta voru þó lfklega ekki framdyrnar, þvi aö bilstjórinn hélt áfram og ók kringum aðra hliöarálmuna og sveigði upp á malarhlað, þeim megin, sem sneri aö vatninu og nam svo staöar fyrir neðan þrepin á breiðri verönd. Steinrið, — eða voru þau úr marmara? — krukkur með hengi- plöntum, þungar eikardyr með skjaldarmerki og á veröndinni voru allskonar hvlldarstólar og lág borð með postullnsflisum. Meira sá ég ékki I bili, þvl að dyrnar opnuðust og út kom grá- hærð, svartklædd kona. — Velkomin systir, sagöi hún vingjarnlega og bætti svo við að hún héti frú Mattson og væri ráös- kona á Rensjöholm. Þegar við komum inn I forsalinn virti hún mig betur fyrir sér og sagði svo: — Þér litið út fyrir að vera mjög ung. — Ég er tuttugu og sex ára, svaraöi ég og reyndi aö teygjajir mér. Ég minntist þess sem systir Anna hafði sagt svo oft: „Réttu úr þér og hengdu ekki höfuöiö, eins og þú sért með samvizkubit. Hún vlsaöi mér inn I stofu til vinstri við forsalinn. — Ef þér viljiö blða hér, systir, þá skal ég tilkynna doktor Rensfeldt komu yðar. Hún fór og ég varð skyndilega svo taugaveikluð að mér fannst sem ég myndi detta I sundur við minnstu snertingu. Þvi að ég var með slæma samvizku. Ég hafði verið ráðin I góðri trú og doktor Renfeldt vissi ekkert um það leiö- indamál, sem mér hafði verið blandað I. Ég reyndi að telja sjálfri mér trú um aö engum kæmi það við, það eina sem gilti I raun og veru væri hæfni min og meðmæli og ég var góð hjúkrunarkona. En mér leið samt illa, meðan ég beið eftir Baltzar Renfeldt. Eins og hann gæti I sjónhending séð allt sem ég reyndi að dylja. Ég hafði enga ró I minum beinum, gat ekki setið kyrr, heldur gekk ég um stofuna og skoðaði mig um. Kristalskróna var I loftinu, húsgögnin gömul og dýrmæt gólfteppi á gljáfægðu tré- gólfinu. Ég hafði reyndar ekkert vit á antikhúsgögnum og dýrasta gólfábreiban heima hjá mér, var Wilton. Ég heyrði að dyr voru opnaðar og sneri mér við. Ég var sveitt i lófunum og stillti mig um að þurrka mér á pilsinu minu. En maðurinn sem stóð I dyrunum, var ekki doktor Renfeldt. Hann var ungur, liklega kringum þrítugt, hávaxinn, dökkhærður og mjög friður sýnum og klæddur reiðfötum. Hann hneigði sig lltið eitt og lyfti undrandi brúnum, svo ég sagði hratt: — Ég er systir Malin — hjúkrunarkona sem — sem doktor Renfeldt réði. — Ja — jæja. Svo þér eigið að berjast við litla skrlmslið. Ég kunni ekki við oröalagið, en sagði lágt: — Eftir þvi sem mér hefir skilizt þá á ég að lita eftir litlum, sjúkum dreng. Hann horföi á mig andartak, siðan hló hann stuttaralega. — Þér eruð alltof ung til þess starfa. Ég skil ekki hvað þér hugsið. Hann þarf að hafa duglega eldri manneskju, sem ræður við hann, ekki stúlkukorn eins og yður. — Ég er ekki ... reyndi ég að malda I móinn, en I þvl kom doktor Renfeldt inn úr dyrunum. Ég hafði séð af honum myndir, en hann var miklu áhrifameiri per- sónuleiki svona augliti til auglits. Ég vissi að hann var sjötlu og þriggja ára, en hann leit út fyrir að vera miklu yngri, þrátt fyrir 18 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.