Vikan


Vikan - 14.09.1972, Page 20

Vikan - 14.09.1972, Page 20
ÞRIÐJI HLUTI Tito kom upp öflugum her skæruliða og frelsaði land sitt undan hemámsliði Þjóðverja. Hann var Stalin undirdánugur fyrst eftir striðið, en hjálpaði griskum kommúnistum i óleyfi hans. Þá hófst hin fræga togstreita þeirra Stalins og Titos. Hvernig átti það sér eiginlega stað, að Josip Broz frá Kumrovec i Króatiu v a r ð m i k i 1 1 skæruliðaforingi, lausnari Júgóslaviu, einn af fremstu leiötogum þriöja heimsins? Hvenær fór hann eiginlega að gera vart viö sig, svo um jnunaði? Þegar hann varö aðalritari kommúnistaflokks Júgóslaviu 1937, var ekkert viö hann sem benti á komandi mikilleika. Hann var meðalmaður vexti, á miðjum aldri, litlaus og linutrúr. Hann var kommúnisti, sem aldrei lét sér detta i hug að efa réttmæti fyrirmæla frá Moskvu, og enn sfður lét hann sér til hugar koma að hann væri fær um aö taka forustu i stærri stfl. Af fjörutiu og fimm æviárum slnum hafði hann lifaö ellefu ófrjáls, sem striðsfangi I Rússlandi og sem pólitlskur fangi I Júgóslavíu. Hjónaband hans var búið að vera, kona hans bjó með öðrum manni i Rússlandi, sonur hans, eina barnið hans sem ekki haföi dáið I bernsku, ólst upp hjá ókunnri konu i Moskvu. Enginn hafði taliö hann liklegan til stórra mannaforráöa, og frama sinn i kommúnistaflokki lands sins átti hann einkum þvi að þakka, að fátt var orðið þar um flna drætti eftir hreinsanir Stalins, en I þeim höfðu um fimmtiu manns úr forustu flokksins burtkallast. En ekki dró það úr tryggð Titos við hina alþjóðlegu forustu kommúnista. ,,Ég leit á það sem skyldu mina sem byltingarmanns að gagnrýna ekki þessar aðgeröir,” sagði hann. þeim mun furðulegra var, að þegar hann haustið 1937 fékk skipun um að mæta i Moskvu, þá hlýddi hann ekki. Slikt var þó auðvitað hið grófasta agabrot. En liklega hefur hin næma eölis- avisun Titos hér oröið ' hlýönis- skyldunni viö flokkinn yfir- sterkari. Um þetta leyti stóðu sem sé hreinsanirnar sem hæst þar eystra. Jafnframt þessari fyrstu óhlýöni við Flokkinn sýndi Tito i fyrsta sinn merki diplómatiskra klókinda. Meö hjálp góökunn- ingja sinna I Balkan-deildinni, þeirra Wilheljns Piecks og Georgis Dimitrofs, fékk hann þvi til leiðar komiö að skipunin til hans um Moskvuförina var aft- urkölluö. Ari sfðar, sumariö 1938, fór hann að visu til Moskvu. Hreinsanirnar voru að visu engan veginn um garð gengnar ennþá, en Tito hafði þó á tilfinningunni aö nú væri sér óhætt. Honum hafði nú tekist að endur- skipuleggja hinn ólöglega júgóslavneska kommúnistaflokk og efla hann að miklum mun. Félagatalan haföi hækkað um helming, úr fimmtán hundruöum upp I þrjú þúsund. Þaö sýndi sig lika aö hann var i náðinni, þegar til Moskvu kom. Þar var Tito, sem á þeim bæ gekk enn undir heitinu félagi Walter, fengiö það ærurika verk að þýða Sögu Kommúnistaflokks Sovétrikjanna á serbó-króatisku. Höfundur þessa ritverks var Jósif nokkur Stalin. Þetta var mikið starf, þvi að bókin er stór og tyrfin, og auk Titos unnu tveir aörir Júgóslavar að þýðingunni, Copic og Jovanovic nefndir. Tito var að pæla I þessu fram I mars 1939 og var svo niðursokkinn i verkið aö hann tók alls ekki eftir þvi aö samstarfsmenn hans tveir voru allt I einu horfnir og sáust ekki meir. En auðvitaö var hann ekki svo óháttvis að fara að spyrja eftir þeim. A meðan Tito þýddi höfuöverk Stalins austur i Moskvu og átti heldur dauflega vist, skeði ýmislegt vestur i heimi. Haustið 1938 lagði Adolf Hitler undir sig Súdetahéruðin, og vorið 1939 hirti hann það sem *eftir var af Bæheimi og Móraviu. Slóvakia varð þýzktleppriki, og Pólland og Ungverjaland létu ekki á sér standa aöhagnasteftir bestu getu á neyö Tékka. Þeir Hitler og Tito voru fæddir þegnar eins og sama rikis, og Tito mun hafa litið svo á aö fyrirætlun hins fyrrnefnda væri sú aö leggja undir Þýzkaland þau lönd, sem fyrrum höfðu tilheyrt hinu forna heilaga rómverska keisaradæmi þýskrar þjóðar. ' Króatinn Tito hefur liklega átt heldur auðvelt meö aö setja sig inn i hugsanagang Austurrikis- mannsins Hitlers. Hann hefur þvi giskað á, að þýski einræðis- herrann léti varla hér staöar numiö. Attunda april 1939 hernánnu italskar hersveitir Albaniu, og Tito var ekki heldur i neinum vafa um fyrirætlanir Mussolinis, ttalska einræðisherrans. Mussolini dreymdi um end- urreisn rómverska heims- veldisins, og til þess að svo mætti verða yrði hann að innlima nokkur svæði af Jógóslaviu, helst landið allt. Einnig hugsanagang Mussolinis þóttist Tito skilja vel. Það var ekki svo ýkja langt milli heimabyggða þeirra, sitt hvoru megin Adriahafsins. Fleira áttu þrir nefndir höföingjar Korniéfhershöföingi, sendimaíur Stalins, heimsækir Tito i aöalbækistöövum hans i helli I fjölium Bosniu. Lengi vel haföi Stalin litla trú á skæruherTitosog veitti honum enga hjálp. 20 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.