Vikan


Vikan - 14.09.1972, Síða 23

Vikan - 14.09.1972, Síða 23
var augljós. Þjóðverjar voru komnir langl inn i Rússland. Sovótrikin lögðu megináherslu á að tryggja sér sem mestan stuðning af hálfu Vesturveldanna og vildu þvi ekki gera hið minnsta þeim til styggðar. Og Vestur- veldin studdu júgóslavnesku útiagasijórnina i Lundúnum, og sú stjórn hafði komi-- sér upp eigin skæruher i Júgóslaviu undir forustu Mihailovics ofursta. Þessir skæruliðar, sem nefndir voru sétnikar, voru langflestir konunghollir Serbar og börðust með enskum vopnum gegn Þjóðverjum fyrir konung sinn, Pétur annan. Ungmenni þetta átti náðuga daga i Lundúnum með fjölmennri hirð og flutti öðru hverju eldmóðug útvarpsávörp, ætluð til hvatningar liðsmönnum heima fyrir. Fljótlega komst það orð á að sétnikar gengju miðlungi vel fram i slagnum við Þjóðverja og ttali, jafnvel að þeir semdu við þá ef tækifæri byðust. Hinsvegar tókst snemma fullur f jandskapur með þeim og mönnum Titos, sem kallaðir voru partisanar, og leið ekki á löngu áður en þessi lið tóku að skiptast á skotum. Sétnikar börðust lika stundum við menn Nedics hershöfðingja. Þessi grályndi hershöfðingi var höfuð serbneskrar leppstjórnar, sem Þjóðverjar höfðu komið sér upp i Beograd, og voru i þeirra stjórn nokkrir ráðherrar úr konungs- stjórninni, sem ekki höfðu náð stökkinu til Lundúna. Nedic hafði fullan fjandskap jafnt partisana sem sétnika, en hélt hinsvegar frið við ústasja. Ustasjar voru fjórði hópurinn, sem lét að sér kveða i Júgóslaviu um þetta leyti, ef aðeins eru taldir innlendir menn. Þeir voru stormlið og lifvörður fasistafor- ingjans Ante Pavelics, sem gerst haföi rikisleiðtogi Króatiu undir þýskri vernd. Ústasjar voru i senn ofstækisfullir króatiskir þjóðernissinnar og ofstækisfullir kaþólikkar, svo að þeim var jafnilla við menn Titos og Mihailovics. En af öllum þessum aðilum dró Titó lengsta stráið, enda bestur skipuleggjandi og hugrakkastur. Á svæðum, sem frelsuð höfðu verið undan Þjóðverjum og öörum andstæðingum, reyndi hann að koma á einhverskonar borgaralegri stjórn, visi að þvi júgóslavneSka alþýðulýðveldi, sem koma skyldi. Hann lét stofna skóla og reka áróður fyrir hreinlæti til að forðast pestir. Og hann varð aðnjótandi sivaxandi aðdáunar, bæði af hálfu vina og óvina. Einn hinna siðarnefndu, brigöðuforingi i SS að nafni Turner, yfirmaður þýsku her- stjórnarinnar i Serbiu, sagði: Framhald á bls. 40. Nýja AJAX - úppþvottaefnið fjarlægir fituleifar án fyrirhafnar. Teskellur - eggjabletti - varalit. Vinnur bug á lykt - jafnvel fisk- og lauklykt - heldur uppþvottavatninu ilmandi. AJAX með sítrónukeim - hin ferska orka. W CITRON OPVASK B®tog®k nedbrydeligt ferskt sem sítróna 37. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.