Vikan


Vikan - 14.09.1972, Qupperneq 42

Vikan - 14.09.1972, Qupperneq 42
hvnrt dómarinn getur úrskurhah ah þaó hafi veriö framið i hrjálsemiskasti.Pað er greinilegt, að stulkuveslingurinn hefur hugsað það allt út fyrirfram. — Gottogvel. Ég skal sjá, hvað ég get gert fyrir þig. Ef mér gengur nokkuð, skal ég hringja þig upp i kvöld. Vertu sæll. Og áður en Everley gæti þakkað fyrir greiðann, hafði Hanslet hringt af. 8. kafli. Hanslet fulltrúi brosti og varð hugsi, þegar samtalinu var lokið. Hann fann þó, siður en zvo neitt broslegt við atburðinn, heldur hitt, hvernig Everley hafði gert grein fyrir skoðun sinni á honum. Everley hafði ekki breytzt siðan þeir sáust seinast. þaö eitt var vist. Góður náungi og óheimskur að vissu leyti, en hafði bara þann slæma vana að ganga að hlutunum eins og naut á girðingu. Hanslet var þó vel til i að viðurkenna, að Everley gæti haft á réttu að standa, eftir að dæma þeim fáu atvikum úr sögunni, sem hann hafði heyrt. Fljótt á litið, var engin ástæða til að halda annað. Og að minnsta kosti var álit Everleys hans einkamál, hvort sem það var rétt eða rangt, og óviðkomandi Scotland Yard og embættismönnunum þar. Þannig hugsaði Hanslet, en einhvernveginn gat hann ekki varizt þvi að þessi saga Everleys vekti hjá honum einhvern sér- stakan áhuga. Þó ekki neinn spæjaraáhuga, þar sem enginn grunur lá á, að um morð væri að ræða. Ahuginn var miklu fremur á sálarlifi þessarar óþekktu konu. Hann játaði hiklaust fyrir sjálfum sér, að hann langaði að fræöast betur um þetta. Hann greip minnisbókina sina á borðinu og fletti henni hægt og gætilega. Hann átti ekkert ógert, sem væri sérlega áriðandi. Ekki annað en venjulega vinnu, sem þyldi vel að biða i nokkrar kíukkustundir. Hann gat veriö laus það sem eftir var dagsins. Þá var bezt að nota þessar tóm- stundir til þess að gera Everley, kunningja sinum, greiða .. en auövitað ekki á embættis vegum. Hanslet lagði meö sjálfum sér sérstaka áherzlu á síðasta atriöiö. Hann tók aftur simann og náði sambandi við þann, sem fyrst hafði tekið við boðunum frá Everley. — Hafið þér nokkuð átt við þetta, sem lögreglan i Waldhurst var aö biðja fyrir? spurði hann. — Já, var svarað. — Heimilisfangið, sem við fengum, var Belmont Street, Battsesea, svo að við höfum falið B-deildinni að ná sambandi við vandamenn stúlkunnar. — Alveg rétt. En meðal ann- arra orða: Hvað var númerið á húsinu? — Fjórtán. A ég að biðja B- deild um frekari upplýsingar? — Nei, þakka yöur fyrir, þess er ekki þörf. Hanslet lagði simann og skrifaði heimilisfangið á blað hjá sér. Siðan gekk hann út og steig upp i strætisvagn, sem gekk áleiðis til staöarins, þar sem Hewlett átti heima, — nr. 201. Hann fann húsið þegar i stað, en i stað þess að berja að dyrum, gekk hann framhjá þvi. Þetta var vani hans — að skapa sér einhverja heildarhugmynd um húsin, áður en hann talaöi við fólkið. Hanslett þóttist vita, að sá, sem þarna byggi, gæti ekki verið blásnauður. Húsið var, auk alls annars, smekklegt útlits. Hann gekk dálitinn spöl enn, slöan rakleitt að húsinu og hringdi dyrabjöllunni. Snoturleg en drembileg stúlka opnaði dyrnar og hleypti honum inn, er hún hafði séð nafnspjald hans. Hann var ekki fyrr kominn inn i forsalinn en hann heyröi mikinn hávaða og skvaldur úr stofunum til beggja handa. Þar virtist vera fullt af fólki, og að þvi er honum heyrðist, töluðu þarna allir i einu. Hann komst i hálfgerð vandræði og langaði einna mest til að fela sig bak við þykku dyratjöldin. En biðin varð ekki löng. Dyr opnuðust, og þá ætlaði hávaðinn alveg að æra hann. Hávaxinn, velbúinn maður, sem Hanslet áætlaði, að gæti varla verið yfir þritugt, kom fram með nafn- spjald hans i hendinni. Hann leit snöggt á komumann. — Nafn mitt er Hewlett, sagði hann. — Mér skilst yður langa til að tala við mig. Gerið svo vel að koma hérna inn, þar getum við verið I næöi. Hann opnaði dyr inn i skrautlega, litla stofu. — Gerið svo vel að fá yður sæti, fulltrúi, sagði hann og hlammaði sér þreytulega niður á annan stól. Mér þykir ekkert að þvi, að þér skylduö koma og gefa mér stundar-afsökun frá mann- skapnum þarna inni. Konan min hefur þar stærðar kerlinga- samkvæmi. Það er mesta furða, hvað konur hafa margt að'segja hver annarri. Fáið yður sigarettu og segið mér, með hverju ég get verið yður til greiða. — Ég verð að biðja yður aö fyrirgefa þetta ónæði, svaraði Hanslet kurteislega. — Það var bara smáatriði, sem ég get verið fljótur meö. Mér skilst, að þér hafið, hinn 3. þessa mánaðar, skoðað hús, sem kallaö er Wargrave House, rétt hjá Waldhurst. Er það rétt hermt? Hewlett kinkaði kolli. — Stendur heima. Við erum einmitt að leita okkur að sumarbústað og höfum litið á marga en ekki fundið neitt, sem okkur likar, enn. Og sannleikurinn er sá, að i nokkra daga vorum við i alvöru að hugsa um að leigja Wargrave House, og eyddum i það tals- veröum tima. Hanslet athugaði manninn og gat með engu móti séð, að honum yrði neitt óþægilega við þó að húsið væri nefnt. En til þess að fá vissu sína, fann hann upp á bragði. — Það er leiðinlegur atburöur, sem gerðist i þessu húsi. Stúlka, sem hét ungfrú Bartlett hefur fundizt þar dauð. Hafi Hanslet búizt við, að hinum yrði bilt við, varð hann fyrir vonbrigðum. — Það er leiðinlegt að heyra, svaraði hann rólega. — Ég er feginn, aö við fórum ekki að leigja húsiö. En ég skil bara ekki, hvað þetta stendur i sambandi við mig. Égvona,að minnsta kosti, að þér hafið mig ekki grunaðan um að hafa myrt stúlkuna. Hanslet brosti óviljandi. — Nei, varla, svaraði hann. — Enþaðer dálitið atriði, sem mér ber skylda að komast fyrir. Það leikur dá- Htill vafi á þvi, hvernig stúlkan hafi komizt inn i húsið. Nú heyri ég, að þér hafið fengið lykilinn að þvi að láni, þegar þér skoðuðuð það, og hafið ekki skilað honum aftur. Framhald í nœsta blaði. SHANGHAI__________________ Framhald af bls. 25. hafa ýmist tvö eða þijú mjög há segl, og er það eftirtektar- vert, hvað þeir geta ferðaxt á þessum fleytum, jafnvel á móti hörðum straumi, þótt aðeins um óverulegan andvaia sé að ræða. Þetta eru segl strengd á bambusrár og svo sem eitt og hálft til tvö fet á milli ráa. Ég hef einhvern tíma heyrt, að Englendingc’r hafi á sínum tíma einu sinni ætfað að út- vega kínverskum fiskimönnum almennileg segl og flutt þangað að heiman nokkur stykki. Það fylgir ekki sögunni, hvernig for með sjóferð þá, en citt er vísl, að enn þann dag í dag nota Kinverjar sín eigin bamb- ussegl. Mér finnst sagan aðeins sýna, hve þjóðir misskilja o.ft staðhætti og viðhorf hvor ann- arrar og hunza reynslu,. sem byggð er á hundruðum ára, í krafti þess eigin misskilnings, að þeir séu hinir einu í veröld- inni, sem hugsi rökrétt. Shanghai og nágrenni er flatneskja. Hvorki sést til fjalla né skógar. Það skal þó tekið fram, að oítast sást ekki langl

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.