Vikan


Vikan - 14.09.1972, Side 45

Vikan - 14.09.1972, Side 45
Reynið LIMMITS súkkulaði- og megrunarkexið strax í dag Fæst nú aftur í öllum apótekum Afar bragðgott Heildsölubirgðir: G. OLAFSSON, Aðalstræti 4 þessar fjórtán mílur upp að miðborg Shanghai eru þéttsetn- ir verksmiðjum, vöruskemm- um og skipasmíðastöðvum. Iðni og starfstónar fylla loftið. Ekki er mér kunnugt um, hvað af þessu er þeirra eigið fóstur og hvað arfur frá fyrri húsbænd- um, og má það svosem einu gilda, því að allt virðist svika- laust nýtt. Víða sá þó hilla und- ir byggingar á bökkunum, sem alveg eins hefðu getað staðið í dokkum Grimsby eða Hull. Skipasmíðarnar eru að minnsta kosti þeirra eigin, og virðast þeir leggja mikið kapp á að auka flota sinn og endurnýja. Við lögðum að bakkanum ná- lægt miðborginni um klukkan fjögur síðdegis, og var næstum samstundis hafizt handa að lesta skipið. Þeir unnu allan sólarhringinn á þrískiptum vöktum. Hafnarverkafólkið var af báðum kynjum, sem þykir ekki tiltökumál í sósíalistísku ríki. Fólkið vann vel og var samvinnuþýtt, þótt ofurlítils rembings gætti reyndar hjá sumum þeim, sem höfðu með tölur, útreikninga og verkstjórn að gera. Mannsandinn er sam- ur við sig. Honum breyta eng- in hagkerfi. Ekki hefði þetta fólk getað kallazt vel klætt á vestrænan mælikvarða. Margir voru í vinnufötum með hverja bótina yfir aðra. Var þá ekki endilega verið að velja bætur af svipuðu efni, heldur var hvítu eða köflóttu bætt í grá vinnuföt. É'g er ekki frá því að þetta hafi lífgað upp umhverf- ið. Að sjálfsögðu voru vopnaðir verðir við skipshlið, og allir urðu að sýna skilríki í hvert sinn og þeir fóru frá borði eða um borð. Á tíunda degi var skipshöfn- inni boðið í kynnisför upp í borgina, og þáðu margir boðið. Fararstjórar voru tveir og tal- aði annar ensku, en hinn sænsku. Sá sænskumælandi var að vonum vinsælli, enda var hann bæði lipur ög óspar á bros sín. Sá enskumælandi tók sjálf- krafa að sér það hlutverk að stjaka við eftirlegukindum, — áhafnarmeðlimum, sem ætluðu að gera sig seka um óþarfa hnýsni og aukaforvitni. Það var auðfundið, að það sem átti að sýna, var innan ákveðins, hröngs ramma. Þó fengum við að taka ljósmyndir. Fyrst vorum við leiddir upp á þak á skýjakljúf einum, þar sem gott útsýni var yfir borg- ina. Nú — húsaþökum þarf víst ekki að lýsa. Sá sænskumæl- andi lét móðann mása í stuttu söguágripi, þar sem aðal inni- haldið var auðmýking Kín- verja, á meðan þeir lutu yfir- drottnun annarra þjóða. Hann benti okkur á skrúðgarð ekki lengt frá, þar sem staðið hafði í aldaraðir skilti eitt furðulegt, hvar á var letrað: „Innganga bönnuð fyrir hunda og Kín- verja.,, Bros hans hvarf og augun skutu gneistum. Reiði hans var að vísu skiljanleg, þótt ofurlítil kímni hefði kann- ski ekki sakað hann að svo komnu máli. Ég man svo langt, að ég heyrði einu sinni talað um skipstapa heima og að ellefu menn hefðu farizt — og tveir kyndarar. Það var að vísu í þá daga, þegar fólk trúði statt og stöðugt á helvítiseldana. Og einu sinni sé ég auglýst í glugga verzlunar „skipakjöt“ og getur hver og einn gert sér í hugar- lund, hvaða gæðaflokkur það muni hafa verið. Svona bráð- fyndið snobb finnst mér aðeins hitta þá sjálfa fyrir, sem við- hafa það, enda er allt útlit fyr- ir, að það sé einmitt nú að sannast á Kínverjum. Sá sænskumælandi benti okk- ur á hvítar byggingar, sem mynduðu ferhyrning um þokka- legan blómagarð. Hann sagði, að þetta hefðu áður fyrr verið brezku nýlendustjórnarskrif- stofurnar, en væri nú alþjóð- legur sj ómannaklúbbur. Þang- að myndi okkur boðið að borða í lok kynnisfararinnar. Af þessu má reyndar ráða, að Kín- verjar meta störf sjómanna meira en til dæmis íslenzka sendiráðið í Kaupmannahöfn gerir. Sá sænskumælandi hafði tek- ið gleði sína á nýjan leik. Hann brosti með öllu andlitinu og leiddi hópinn af stað í lyfturn- ar. Sá enskumælandi stjakaði við mér og fleirum og togaði í okkur, er við ætluðum að kíkja inn í einhvern salinn, þar sem héngu málverk af Karli Marx, Lenin og Maó. Stalín fékk sums staðar að fljóta með. I anddyrinu var stórt rautt spjald með kínversku letri. Og viti menn, ég fékk þann ensku- mælandi til að þýða það. Vona ég, að ég móðgi ekki hinn sós- íalistíska heim, þótt ég fari ekki alveg orðrétt með skrif- in, en þar stóð letrað eitthvað á þessa leið: „Samfylking fólksins. — Skipulag Karls Marx. — Fram- kvæmd Lenins. — Hugsun Maós.“ Næsti liður á dagskránni var að heimsækja það, sem túlk- arnir kölluðu Children Palace. Sá sænskumælandi fann ekkert nothæft sænskt orð yfir stað- inn. Og íslenzka orðið tóm- stundahöll nær því reyndar ekki heldur, þar sem hér er um uppeldis- en ekki aðeins af- þreyingarstofnun að ræða. Þetta er ekki beinlínis barna- skóli, heldur nokkurs konar samkomuhöll fyrir börn á barnaskólaaldri, þar sem þeim var kennd hegðun, framkoma og göfug hugsun ásamt listum ýmiss konar og vísindum. Þarna var kennt allt frá kór- söng, leirmótun og leik á kín- versk hljóðfæri upp í að taka á móti hljóðmerkjum (morsi) og leita að jarðsprengjum með þar til gerðum hlustunartækj- um. Hvar sem við fórum um göt- ur og stræti einkenndist borg- arbragurinn af iðni og starfi og mergð af gulu, skáeygðu, lát- laust klæddu fólki, sem sýndi gestum sínum slíkan áhuga og þvílíka forvitni, að manni stóð ekki orðið á sama. Maður fór ósjálfrátt að skima eftir kokk- húslykli eftir endilöngu nef- inu eða einhverju æpandi óeðli- legu aftan á buxnabotninum. En þetta reyndist bara einföld 37. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.