Vikan


Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 4
f Hvað er verið ^ 1 að skamma mann? íru þetta ekki Sommer-leppin, vfrá Lilaveri sem þola alltóif'S Teppin sem endastendast og endast á stigahús og stóra gólffleti Sommer teppjn eru úr naelon. Það er sterkasta teppaefnið og tírindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, sfslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er beimsþekkt. Sommer teppln hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Evrópu. Við önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum góða greíðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og Sommer gæði. LITAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SÍMAR: 30280 - 32262 PÓSTURINN Er Pósturinn á réttri braut? Vinir, rómantíkussar, samlandar! Ástæðan til skrifa minna er ekki sú, að ég sé ófrísk og/eða Z hafi yfirgefið mig. Ekki heldur sú, að ég ætli að rægja þá, sem vita ekki, hvert þeir eiga að snúa sér eftir ástarófarir sínar, heldur til að spyrja ykkur, hvort ykkur finnist ekki, að Pósturinn sé í núverandi mynd hættur að þjóna nokkrum tilgangi. Hins vegar er vel hugsanlegt, að fólk það, sem leitar ráða hjá ykkur, bíði hnekki við það að fara að ráðum ykkar. Svo segir mér hugur, að „svaramaðurinn" sé ekki sérfræðingur á sviði sál- fræði, félagsfræði eða skyldra fræða. Eru engin lög um, hverj- um leyfist að gefa svona ráð? Er, og hver þá, grundvöllur fyrir því, að slík mál séu höfð til lestrar fyrir almenning? Er til- gangurinn e. t. v. sá að halda íslendingum í þjálfun við sína gamalkunnu iðju: sköpun „þjóð- sagna" eða að sanna ennþá bet- ur hina auknu þörf fyrir fræðslu og útbreiðslu félagslegrar og sálfræðilegrar hjálpar, t. d. í gegnum skóla? Nei, Pósthornið væri betur nýtt í þágu almennari mála eða a. m. k. mála á breiðari grundvelli. Með það í huga óska ég ykkur farsællar endurnýjunar. Auk þess legg ég til, að áróður til að opna augu almennings fyrir hættum mengunar haldi áfram og verði aukinn. Bésgé. i.--------^______ ^ C—^ Bréfin, sem viS birtum hér í Póstinum, eru aðeins lítið brot af öllum þeim bréfum, sem yfir okkur hellast, og flest fjalla þau um þessi sömu vandamál, sam- skipti kynjanna á unga aldri. Þar er þá væntanlega kominn grund- völlurinn, sem þú spyrð um og um leið greinileg vísbending um hina auknu þörf fyrir fræðslu og útbreiðslu félagslegrar og sál- fræðilegrar hjálpar, svo við not- um þín eigin orð. Vonandi ferðu ekki að lögsækja okkur! Lestu heldur næsta bréf. Hún man þá tíð! Kæra Vika! Ég vil byrja á því aÖ þakka þér fyrir allt gott efni, sem í þér er og þá sérstaklega „Mig dreymdi", sem mér og fleirum, sem trúa á drauma, þykir gott efni. Eg hef einu sinni skrifað þér áð- ur og þá í þáttinn „Mig dreymdi", en ég fékk ekkert svar. Hvort það hefur verið út af því, hvað draumarnir virtusf ómerkilegir eða einhverju öðru, skiptir ekki máli, því þeir eru ráðnir. En þá er bezt að reyna að koma sér að efninu. Ástæðan til þess að ég skrifa ykkur í annað sinn, er að þessu sinni vil ég þakka ykkur fyrir hönd hinna „ást- föngnu", hvað þið eruð almenni- legir og skilningsgóðir að svara öllum þessum bréfum frá þeim ástföngnu. Ég hef sjálf verið 12 —13 ára og man vel, hvernig líðan það er að ,vera hrifin og vita varla í þennan heim eða annan. Ég vona, að þið skiljið mig, en haldið mig ekki orðna gamaldags eða eitthvað annað. Þessar kaldhjörtuðu manneskjur, sem skrifa þér og tala ekki um annað en pólitík og lokunartíma verzlana og annað í sama dúr, ættu að skammast sín og reyna að hugsa svolítið aftur í tímann. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. H.S.J.O. P.S. (Það sama og allir). Hvað heldurðu að ég sé gömul, og hvað lestu út úr skriftinni? Við þökkum bréfið, og draum- arnir þínir hafa áreiðanlega ekki verið ómerkilegir, við höfum einfaldlega ekki tök á að birta allt, sem okkur berst. Við gizk- um á, að þú sért rúmlega tví- tug, og út úr skriftinni má lesa jákvæða skapgerð, en getur ver- ið, að þú sért svolítið þráablóð? Til hamingju! Elsku Póstur! Okkur langar til að kvabba svo- lítið á þér. Við erum ungt par, nýlega trúlofuð. Okkur langar til að vita, hvernig Fiskarnir og Bogmaðurinn fara saman og leitum þess vegna til ykkar. Við þökkum um leið hið dásamlega blað Vikuna. — Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. Hvað lestu úr skriftinni? Tvö dauðástfangin. 4 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.