Vikan - 28.09.1972, Side 6
r
r
JESUS CHRIST
SUPERSTAR
Rokkóperan fræga með því nafni á
nú að fara á svið í Lundúnum, og í
hlutverk súperstjörnunnar sjálfrar hef-
ur verið valinn Paul nokkur Nicholas.
Er og talið trúlegt að hann verði í
sama hlutverki þegar verkið verður
kvikmyndað, en það skal byrjað í
ísrael seint í haust.
höfðu verið saman svo árum skipti og
stóð til að þau gengju í hjónaband inn-
an skamms. En í vor fórst Indovina í
flugslysi við Palermo. Soraja býr nú
hjá móður sinni í Múnchen. Hún fer
ekki út, og eini gesturinn sem hún vill
taka á móti er vinkona hennar Mon-
ica Vitti. Myndin sýnir þau Soröju og
Indovina saman í fríi í Grikklandi.
AUGNAKEPPNI
Ein fegurðarsamkeppnin í viðbót var
nýlega haldin í Lundúnum, og kepptu
þá sextíu kvenmenn um það hver
þeirra hefði fegurst augu. — „Miss
Beautiful Eyes“ var kjörin Teresa
Flanagan, sem sést hér á myndinni.
Tilgangurinn með keppninni var þó
enginn hégómi, að sögn. Teresa á að
heimsækja verksmiðjur um gervallt
Stóra-Bretland sem aðalpersóna í bar-
áttu fyrir aðgæzlu við starfið, sérstak-
lega þó hvað augunum viðkemur. —
Plaköt með mynd af augum hennar
eiga líka að hanga alls staðar uppi.
VERÐANDI
BRETADROTTNING?
Karl krónprins af Bretlandi hinu
mikla hefur átt sér vinkonur fyrr, en
Georgiana Russel virðist vera annað
og meira en ein ný í þeirra röð. Hún
er sú fyrsta af vinkonum prinsins, sem
hefur fengið að sýna sig opinberlega
með sjálfri konungsfjölskyldunni. Þeg-
AUMINGJA SORAJA
Um Soröju fyrrverandi keisaradrottn-
ingu af íran má með sanni segja, að
ekki sé ein báran stök. Persakeisari
lét hana sem kunnugt er frá sér fara
sökum þess að hún reyndist óbyrja, og
síðan varð henni lengi fátt við hendur
fast. Hún var orðuð við ýmsa menn,
reyndi jafnvel fyrir sér í kvikmynda-
bransanum, en allt gekk það frekar
báglega. Eftir langa mæðu var þó svo
að heyra að henni hefði tekizt að finna
að nýju mann, sem hún gæti elskað til
frambúðar. Sá var Franco Indovina,
ítalskur kvikmyndaleikstjóri. Þau
SIÐAN SIÐAST
ar öll sú fjölskylda, þar á meðal Anna
prinsessa, smáprinsarnir og meira að
segja Margrét og Tony og þeirra börn,
voru viðstödd hestaveðhlaupin í Bad-
minton, var Georgiana í hópnum. Það
segja Englendingar öruggt merki þess.
að trúlofun sé á næsta leiti. Karl prins
er nú tuttugu og þriggja ára, Georgi-
ana tuttugu og fjögurra. Hún mun ívið
lífsreyndari en hann; þannig sleit hún
fyrir þremur mánuðum trúlofun sinni
og bankamanns nokkurs er heitir Ric-
hard Campton-Miller. Faðir Georgi-
önu er af aðalsættum og um þessar
mundir brezkur ambassador á Spáni.
Móðir hennar er grísk og hefur verið
fegurðardrottning. Georgiana er sögð
tala sjö tungumál. Sem stendur vinnur
hún á ritstjórn tízkublaðsins Vogue og
býr í glæsilegu húsi, er faðir hennar á
í Belgravia í Lundúnum.