Vikan - 28.09.1972, Side 9
„Mamma" með börnin sín fyrir utan húsið, þar
sem þau iifa eðliiegu fjölskyldulifi. Engin hús-
anna í bænum eru eins, til þess að allt liti út eins
og í venjulegum bæ.
Ofan t. v.: Karla Pansi, uppalin í Hinterbruhl,
starfar nú við leikskólann þar.
Neðan t. v.: Martin Kreil hefði ekki haft neina
menntunarmöguleika, hefði hann ekki orðið
„SOS-barn".
T. v.: Fritz Haider, einn af brautryðjendum SOS-
hreyfingarinnar, ásamt Herbert Stranner, sem
starfar á fullorðinsaldri í gamla „barnabænum"
sínum.
ára afmælisdaginn sinn. Hon-
um var vísað í lítið notalegt
hús, þar sem hann hitti nýju
„mömmuna" sína og sjö ný
„systkini".
— Ég fann undireins, að þetta
var annað og betra en venju-
legt barnaheimili, segir Mart-
in Kreil. — Mér leið vel frá
fyrstu stundu. „Mamma“ skýrði
fyrir mér hugmyndina að baki
þessa, og mér geðjaðist vel að
henni. Nú hafði ég líka eign-
azt mömmu aftur, næstum því
eigin mömmu, ekki bara
fóstru, sem ég yrði að deila
með 40—50 öðrum börnum.
— Auðvitað saknaði ég míns
' rétta föður. Því hafði ég að
vísu þegar vanizt. En mér
leiddist dálítið að hafa ekki
einu sinni heimilisfang hans,
svo að ég gæti skrifað honum.
Hann skrifaði mér ekki heldur
og heimsótti mig aldrei. Nokkr-
um árum síðar frétti ég af hon-
um, og það voru ekki beint
skemmtilegar fréttir. Næst
þegar ég frétti af honum, var
það lögreglan, sem færði mér
þessi boð: faðir minn hafði lát-
izt í slysi. Fréttin barst mér
viku of seint til að ég gæti
verið viðstaddur útför hans.
Martin Kreil segir frá rólega
og án alls biturleika.
Martin var 3% ár í Imst, en
þá fluttist hann á skólaheim-
ili í Innsbruck. Átta árum síð-
ar tók hann þar stúdentspróf,
og nú er hann í þann veginn
að ljúka námi frá tækniháskóla
í Vín. Hann er bæði stoltur og
glaður yfir því að vera „SOS-
barn“.
— Ég hefði ekki haft neina
menntunarmöguleika, hefði ég
ekki komizt til Imst, segir hann.
— Og ég hefði áreiðanlega ekki
orðið hamingjusamur og nýtur
maður.
Hann segir einnig, að margt
fólk hafi ranga afstöðu gagn-
vart börnum í þessum barna-
bæjum. Það láti í ljós vorkunn
með þeim, en það sé bara tals-
máti, það meini lítið með því.
Martin finnst óþarfi að vor-
kenna börnunum í barnabæj-
linum, það séu foreldralausu
börnin eða þau, sem eigi slæma
foreldra, sem eigi bágt, —- ef
þau komast ekki í barnabæ!
Þeir níu barnabæir, sem eru
í Austurríki, telja u. þ. b. 140
fjölskyldur. í hverri fjölskyldu
er ein mammá —- en enginn
pabbi! Er það ekki svolítið
rangsnúið?
— Svo gæti virzt, segir Fritz
Haider, „bæjarstjóri“ í Hinter-
bruhl. — Auðvitað væri æski-
legra, að hvert heimili hefði
bæði pabba og mömmu. En það
er óhugsandi í framkvæmd. Við
erum ekki í vandræðum með
að finna barnlausar konur, sem
vilja helga sig óskiptar
„mömmu“-hlutverkinu. En það
er útilokað að finna 140 barn-
laus hjón, sem gætu hugsað sér
að helga sig þessum störfum
eingöngu.
Þess vegna er það, að bæjar-
stjórinn og karlkyns aðstoðar-
menn hans verða oft að gegna
föðurhlutverki gagnvart börn-
unum.
— Við leituðum alltaf fyrst
og fremst til mömmu, segir
Martin Kreil. En bæjarstjórinn
var eins konar faðir okkar
allra, og til hans leituðum við,
ef mamma gat ekki leyst vand-
ann.
Martin heldur stöðugt sam-
bandi við „systkini" sín frá
Imst. Á hverju ári koma þau
öll, ef þau mögulega geta, til
Imst um jólin. Þau skrifast á,
heimsækja hvert annað og eru
viðstödd brúðkaup og skírnir
hjá hvert öðru.
Framhald á bls. 43.
39. TBL. VIKAN 9