Vikan - 28.09.1972, Síða 11
Jókoj bjó sér til matarílát 09 suðuáhöld úr matarkössum frá hernum. Til hægri á borðinu eru kókostref jar,
sem hann ætlaði að flétta reipi úr.
við kvíðann, sen> hrjáði móður
hans. Hann hafði unnið í stór-
borginni, séð marga æsku-
menn senda í stríðið og fannst
ekkert eðlilegra.
— Ég kem aftur, sagði hann.
— Við sigrum óvinina. Keisar-
inn, afkomandi sólgoðsins, get-
ur ekki beðið ósigur . . .
' Aðeins nokkrum vikum áður
hafði móðir hans valið honum
brúði. Það var falleg og dug-
I leg stúlka frá einu grannþorp-
inu. Hann hafði séð hana bæði
á mynd og ljóslifandi, en í sið-
ara tilfellinu aðeins álengdar.
Þau höfðu aldrei talað saman,
en ættingar hans höfðu orðið
sammála um að hún væri kven-
kostur góður. Jókoj roðnaði af
feimni þegar hann hugsaði um
hana. Slæmt að þurfa að fara
burt einmitt núna . . .
Tveimur vikum síðar gekk
Sjóitsji Jókoj um borð í her-
flutningaskip í höfn Nagoja
ásamt fjórtán hundruð nýlið-
um öðrum. Mikill mannfjöldi
kvaddi þá með fagnaðarlátum
og herhljómsveit lék á hafnar-
bakkanum. Svo lá leiðin til
Múkden í Mansjúríu.
Ekki hvarflaði þá að neinum
að þrjátíu og eitt ár ætti að
líða unz Jókoj ætti afturkvæmt.
Stríðið var það sjálfsagðasta af
öllu sjálfsögðu fyrir Japani
þeirrar kynslóðar. Kórea, Kína,
Sovét — það var talið eins kon-
ar náttúrulögmál að stríð væri
hafið tíunda hvert ár. Hernað-
arandinn hafði alla á valdi
sínu, unga sem gamla. Raunar
kölluðu Japanir það þjóðernis-
hyggju.
Enginn, og Jókoj klæðskeri
auðvitað ekki fremur en aðrir,
hugleiddi ástæðurnar til allra
þessara styrjalda. Og enginn
efaðist um rétt keisarans til að
ráðast með báli og brandi inn
í annarra manna lönd.
Allir voru reiðubúnir að
ganga í dauðann fyrir keisara
'sinn. Það var skylda og heið-
ur . . .
Ungir menn gáfu sig í tug-
þúsundatali fram í sjálfsmorðs-
sveitir. Margir fórnuðu sér sem
sjálfsmorðsflugmenn til að
tryggja að sprengiefnið, sem
þeir flugu með, hitti í mark.
Þegar skraddarinn Sjóitsji
Jókoj fór út að stríða hafði
Japan þegar lagt undir sig
stórar spildur af Asíu. En sam-
búðin við Bandaríkin varð æ
erfiðari, og stríðið í Kína gekk
ekki nógu vel. Leiðtogarnir i
Tókíó voru örvæntingarfujlir,
vissu naumast sitt rjúkandi
ráð. Baráttuþrek hersins virt-
ist rokið veg allrar veraldar,
og gagnrýnar raddir heyrðust.
Hreinsanir og herdómstólar
dugðu ekki til að bægja frá
hættunni.
Það var þá sem hermálaráð-
herrann alræmdi, Hídeki Tod-
sjó (sem bandamenn tóku af
sem stríðsglæpamann 1947).
kom fram með svonefnda „laga-
grein um heiður og samvizku",
ætlaða hermönnum í þjónustu:
„Þeir sem kunna að blygðast
sín eru sterkir. Hugsaðu alltaf
um að vera föðurlandinu, ná-
grönnum þínum og fjölskyldu
til sóma. Hertu upp hugann og
láttu engan verða fyrir von-
brigðum með þig. Láttu aldrei
taka þig til fanga, sættu þig
aldrei við auðmýkingu. Dey
með sóma.“
Jókoj var settur í herflokk,
sem sá um birgðaþjónustu að
baki víglínanna í Kína. Veturn-
ir í því landi norðanverðu eru
harðir og birgðaflutningarnir
frá Japan voru stopulir, svo að
hermennirnir voru oft illa
haldnir af kulda og sulti. En
Jókoj þoldi harðréttið vel —
hafði raunar aldrei vanizt sæl-
lífi. Sennilega hefur hann tek-
ið þátt í ránsferðum japanska
hersins um kínversku sveitirn-
ar, en þeir leiðangrar urðu í
framkvæmd slík fjöldamorð, að
fá hafa orðið meiri í sögunni.
Nitjánda febrúar 1944 var
Sjóitsji Jókoj, þá orðinn lið-
þjálfi, sendur af stað til Gúam,
og þangað kom hann tveimur
vikum síðar með tuttugasta og
níunda herfylki keisaralega
hersins.
Suðurhafseyjan Gúam, sem
kölluð hefur verið „lykillinn að
Kyrrahafi", hafði fengið að
kenna á stríðinu tíunda desem-
ber 1941, aðeins tveimur dög-
um eftir árásina á Pearl Har-
bor. Á báðum stöðum kom árás
Japana jafnmikið á óvart. Sex
hundruð manna lið bandarískt
var fyrir á eynni, en það hafði
ekkert ráðrúm til að skipu-
leggja vörnina. Um það bil
fjögur hundruð Bandaríkja-
menn, þeirra á meðal land-
stjóri eyjarinnar, voru teknir
Framhald á bls. 43.
39. TBL. VIKAN 11