Vikan


Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 14

Vikan - 28.09.1972, Blaðsíða 14
MAGGIE BELL (eða bara Magga Bjalla) Hljómsveitin Stone The Crows hefur nokkuB veriö I sviBsljósinu aB undanförnu. 1 maí s.l. varB þaB óhapp, aB gitarleikari hljóm- sveitarinnar, Leslie Harvey, dó á hljómleikum. Var þaB vegna útleiBslu rafmagns I gltar, sem hann hélt á. Var skýrt frá þvihér i Vikunni i ágústmánuBi s.l. Leslie Harvey var höfuBpaur Stone The Crows. Þegar hann féll frá voru margir þeirrar skoBunar, aB hljómsveitin ætti ekki langt eftir. Maggie Bell, söngkona hljóm- sveitarinnar, varö hins vegar til þess aö Stone The Ceows héit velli og hefur aukizt aö mætti siöan. Fyrir tilstilli Maggie Bell, varö til innan hljómsveitarinnar sam- staöa, sem hefur veriB órofin hingaö til. 1 staö Leslie Harvey var ráöinn Jimmy McCulloch og tók hann viö sólogitarnum. Hann hefur s.l. þrjú ár leikiB meö Thunderclap Newman. Aörir meölimir Stone The Crows eru nú: Ronnie Leahy, oígel og piano, Steve Thompson á bassagitar, Colin Allen á trom- mur og svo Maggie Bell, en ég ætla nú aB ræöa litillega um hana og söng hennar. ÞaB er oröinn viss atburöur á öllum hljómleikum, sem Stone The Crows halda, aö eftir nokkra stund upphefjast köll eins og ,,We want Maggie, We want Maggie” eöa viö viljum Maggie. Maggie Bell hefur áunniö sér slikt orö i heimi rokksins og nafn hennar mun seint gleymast. Eftir dauöa Leslie rikti mikil sorg I búBum Stone The Crows og þó sérstak- lega Jijá Maggie. Samband hennar og Leslie haföi veriB náiö. En hún hefur nú snúiö sér aB söngnum af enn meiri krafti en áBur. Þaö er takmark hennar, aB gera Stone The Crows aö þvi, sem Leslie Harvey vildi. Maggie var aBeins sautján ára, þegar hún fyrst hitti Leslie. Þá var hann meö hljómsveit, sem hét Kinning Park Ramblers. Hún varö strax mjög hrifin af hljóm- sveitinni, auk þess aB verBa ástfangin af Leslie. Þaö leiö þvi ekki á löngu, þar til hún hóf aö syngja meö shljómsveitinni af fullum krafti. En þaö var þó ekki I fyrsta skipti sem hún geröi þaB. Hún söng i blóhúsum i Glasgow þegar hún var tólf ára gömul, auk þess aB syngja meB ýmsum dans- hljómsveitum. Á þessum fimm árum, eöa þar til hún byrjaöi aB syngja meö Kinning Park Ramblers, öölaöist hún þekkingu á tónlist og sinni eigin rödd. Sú þekking, auk hinnar frábæru raddar hennar, hefur nú gert hana aö einni af fremstu rokk- söngkonum heims. Eins og flestir listamenn, sem eitthvert orö hafa á sér i rokkinu hefur Maggie I hyggju aö gefa út plötu upp á sitt einsdæmi. Hún hefur lengi veriö tilbúin meB efni á þessa plötu sina, en ekkert oröiö edvard sverrisson 3m músík með meiru af ennþá. Þaö, sem á hefur vantaB, eru réttu hljómlistar- mennirnir, til þess aö leika undir á píötunni. Talaö hefur veriB um, aB Rod Stewart ætti aö vera stjórnandi þeirrar upptöku, en Maggie hefur falliB frá þvl. Eins og er, mun allt I óvissu um hvort þessi frábæra söngkona muni senda frá sér sóloplötu á næstunni. Maggie hefur oft veriö liikt viö Janis Joplin. Um þaö sagöi hún eitt sinn. ,,Ég hef aldrei tekiB nærri mér, þótt mér hafi veriö likt viB.Janis. Ef til vill dálitiö undr- andi fyrst, þvi ég haföi aldrei heyrt um Janis Joplin. Þegar ég svo fór til Ameriku, varB ég mjög hrifin. Janis býr Jimmy McCulloch, hinn nýi gitarleikari Stone The Crowns. persónuhæfileikum, sem erfitt er aB standast. Hún bjó yfir sér- stökum töfrum.” Aö lokum ætla ég aö gefa Maggie Bell oröiö. „Ef ég á aB segja sannleikann þá er ég stundum smeyk um röddina mina. Þó svo, aö ég sé eini kvenmaðurinn I hljómsveitinni, finnst mér mjög gaman. Mig langar ekkert aö setjast i helgan stein og eignast börn.Slikt hef ég séB I Glasgow, ungar feitar stúlkur meB börnin sin, lokuB inni i eigin prisund. Hvaö um þaB, ég er of ung til þess aö fara aö eiga börn. ÞaB eina sem ég hef áhuga á, er aö koma fram meö Stone The Crows. Tónlistin og strákarnir I hljómsveitinni eru allt sem ég á eftir núna.” Maggie Bell er nú talin vera ein fremsta rokk-söngkona I heimi. Myndin er tekin á hljómleikum fyrir skömmu. 14 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.