Vikan


Vikan - 28.09.1972, Page 19

Vikan - 28.09.1972, Page 19
er frá stríðsárunum og keyptur á flóamarkaði, eins og flest fötin sem leikararnir i Ashton- fjölskyldunni nota. Hann gæti alveg eins verið úr minum eigin klæðaskáp, segir hún, vegna þess að fatnaður frá þessu timabili, er mjög i tizku i London núna. Coral Atkiná býr i brúðaribúðinni á Hótel Saga, i þessari stuttu heimsókn sinni til Noregs. Coral vill alls ekki segja til um aldur sinn, en hún er samt nógu gömul til að muna striðsárin. Hún var send út i sveit, alveg eins og börn Sheilu og hún var ekki samvistum við foreldra sina i nokkur ár. Hún bjó i norðurhluta London og það heyrist á mæli hennar, það er ekki beint Oxfordenska, sem hún talar. En hún talar ekki heldur Liverpoolmállýzkuna, sem hún talar i myndinni. Hún hefir verið gift tvisvar og á einn son. — Fyrri maðurinn minn var frá Liverpool, svo það var ekkert erfitt fyrir mig að tala og haga mér eins og Liverpoolbúi, segir hún. — Liklega eru það áhrif frá striðinu, aö mér finnst æskuár min hafi verið nokkuð ömurleg. Meöan ég var i barnabúðum i Wiltshire, var mér sagt að foreldrar mlnir hefðu farizt i loftárás. Það reyndist ekki rétt, en það hafði haft sin áhrif á mig á frétta það. Faðir minn var list- málari, svokallaöur land- lagsmálari. Hann var meðlimur I AAR, en það er félag listamanna, sem standa undir konunglegri vernd og það er mikill heiður að heyra til þeim félagsskap. Hann vildi að ég færi lika út á þá braut og ég var I listaskóla I tvö ár. En svo strauk ég aö heimanþegarég var sautján ára og komst I ferðaleikflokk. Þá varð ég ástfangin af einum leikaranum og við giftum okkur. Nú er ég fráskilin I annað sinn, en mér kemur vel saman við báöa Framhald á bls. 29. Coral og Harry sonur hennar fyrir framan húsið, þar sem hún bfður barnanna tiu, sem koma til hennar siðast I september. - Til að skilja sjálfa mig betur, fór ég að lesa sálfræði f frtstundum, segir Coral Atkins, sem hefir farið úr kjólnum hennar Sheilu og farið f nýja buxnadragt. 39. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.