Vikan - 28.09.1972, Side 22
<C
en gat ekki merkt á svip hans.
Hann var aðeins likur öðrum
drengjum, sem ekki gátu látið
vera að rifa ofan af sárum. .
— Ég held ég reyni að losa mig
við hana lika, hélt hann svo áfram
og hjarta mitt sló hraðar af
skelfingu. — En afi myndi nú ekki
verða ánægður með það, bætti
hann hugsandi við. — Hann les
henni fyrir minningar sínar og
hann þarf, að sjálfsögðu á henni
að halda. Klemens frændi líka.
Hann yrði nú alveg fjúkandi
vondur ef ég geri henni eitthvaö.
— Þaö vona ég sannarlega!
Hann er aö gorta, hugsaði ég.
Krakkar segja svo margt, án þess
aö meina nokkuö með því. Það
var ástæöulaust að hafa áhyggjur
af þessu. En ég vildi samt fá hann
I burtu frá húsinu, meöan
lögreglan var þarna.
— Eigum viö ekki að skreppa út
að ganga? sagði ég.
— Mig langar til aö hitta
lögregluþjónana.
— Þeir eru hérria til aö athuga
slysið I nótt, þeir vilja aðeins tala
viö sjónarvotta. Þú sást þetta
ekki, eða var það?
— Nei. Það var ekki nokkur
svipbreyting bak viö stóru
gleraugun.
Við röltum um blómagaröinn, i
hæfilegri fjarlægö frá blóma-
beöunum, svo viltumst við, þaö er
aö segja égþartil Claes sá aumur
á mér og vísaði mér leiðina. Svo
gengum við niöur I stóra garöinn.
Mér datt I hug hve þetta svæði
væri hentugt til útreiöa, en það
þýddi ekki að hugsa um það, þar
sem Claes var meö ofnæmi fyrir
hestum.
— Ég hringi heim til min og bið
um að senda mér reiðhjólið mitt,
þá getum við hjólað saman.
— En ég á ekki reiðhjól.
— Hvað, áttu ekki reiöhjól?. Ég
starði undrandi á hann.
— Égkann heldur ekki aö hjóla.
— Það er auövelt aö kenna þér
það.
Hvernig fólk var þetta
eiginlega, aö hafa ekki gefið
drengnum reiöhjól? hugsaöi ég
reiðilega. Þaö var fátæklegt llf
fyrir barn, að enginn skyldi
raunverulega kæra sig um það,
innan um alla þessa ofgnótt. Aö
minnsta kosti ekki nóg til að bera
umhyggju fyrir honum, á þann
hátt sem ég kallaði umhyggju.
Heima gátum við ekki stært
okkur af munaði og við vorum
alltaf i peningahraki, en ástrlki
og umhyggju hvort fyrir öðru,
skorti okkur aldrei.
— Ertu sniðug að hjóla? Hann
skoöaði hrúður á hné sér með
sllkum ákafa, að mér var ljóst að
hann ætlaði að fara að kroppa i
það, svo ég flýtti mér af stað með
hann.
— Já, þaðheld ég. Ég skal biðja
afa þinn að kaupa reiðhjól.
Hugsaöu þér hve margar spenn-
andi skrámur þú getur orðiö þér
úti um, sagði ég hlæjandi og fékk
glettnislegt bros i staöinn.
Lögreglumennirnir voru á leið
út, þegar við komum inn. Ég hélt
að þeir heföu ætlað aö tala við
mig, en þeir heilsuðu lauslega og
stigu upp I bilinn. Claes stóð kyrr
og horföi á eftir þeim.
— Þeir eru ekki einu sinni
vopnaðir, sagði hann vonsvikinn.
— Þeir hafa ekki búizt við aö
þurfa að skjóta neinn. Hvað
segiröu um að synda svolltiö fyrir
hádegisverðinn?
Ég fór i sundbol og baðkápu og
barði svo að dyrum hjá Claes.
Hann var aumkunarlega
magur I sundskýlunni sinni, en
þótt einkennilegt megi viröast, þá
létti mér töluvert, þvi að það var
mjög ósennilegt að þessi vesæla
mannvera gæti gert fullorðnum
manni mein.
Sundlaugin var lögö bláum
fltsum og lá'rétt viö vatnsborðið.
Þaö voru engin blómstrandi tré,
aðeins vel slegin grasflöt, sem
þakti brattann niður að vatninu.
Gabrielle íá I sólbaði viö sund-
laugarbarminn. Hún settist upp
og lyfti brosandi hendinni, þegar
við komum. — Ég var einmitt aö
vona eftir að einhver kæmi til að
stytta mér stundir. Viö skulum
rabba saman, systir, eða ætlið
þér strax I laugina?
— Nei, ég vil gjarnan sóla mig
svolltið fyrst. Ég fleygði frá mér
baðkápunni og gekk til hennar.
Mér fannst Gabrielle dálitiö
forvitnileg, langaði til aö sjá
hvort hún væri jafn glæsileg I
dagsbirtunni.
Þaö var hún. Að vlsu voru
nokkrar hrukkurIaugnkrókunum
og hakan oröin nokkuö slök, en
llkami hennar var mjúkur og
ávalur og fótleggirnir ótrúlega
fagurlagaöir. Mér fannst hún
ennþá gæti sem bezt tekiö þátt I
feguröarkeppni.
— Eru lögreglumennirnir
farnir?
— Já, fyrir korteri.
— Agætt. Það hljómar líklega
frekar illa, en það eru töluverö
hlunnindi að bera nafnið Ren-
feldt, sagði hún brosandi. —
Yfirvöldin koma öðru visi fram
viö okkur en aðra. Að vlsu er ég
raunverulega ekki I beinni llnu,
en samt . . . Þetta með vesalings
Hansson, hefði getað orðið
óþægilegt.
Claes hoppaði upp og niður á
stökkbrettinu. — Horfið á mig!
Horfiöámig! hrópaöi hann og viö
horföum báðar á, þegar hann
stakk sér.
— Agætt! kallaði ég. —
Stórkostlegt! Hann syndir líka
vel, sagöi ég. Þá var það aö
minnsta kosti ein iþróttagrein,
sem hann getur státað af og það
gladdi mig mikið.
— Það er reglulega gaman að
sjá hann haga sér eins og önnur
börn á hans aldri, sagði ég. —
Stundum finnst mér hann ekki
vita hvernig það er aö vera barn.
Gabrielle andvarpaði. — Hann
hefir fariö á mis við margt og það
er leitt. Faöir hans andaðist
þegar hann var sjö ára. Carl-Jan
var mjög greindur maður og
góður sagnfræöingur. Þér þekkið
kannske bækur hans. Það er
sorglegt að honum skildi ekki
auðnast lengra llf — við söknum
hans mikiö. Sérstaklega
Klemens. Þeir voru ákaflega
nákomnir. Carl-Jan tilbað Claes
og sýndi honum mikla umhyggju.
— En móðir hans?
— Yvonne dó ári slðar. Að ööru
leyti var æska hans ósköp ven-
juleg, eins venjuleg og hægt er á
stað eins og þessum. Hún hló svo
þaö skein I hvitar tennurnar. Við
erum öll alin upp hérna, Axel og
Carl-Jan, Klemens og ég og við
áttum dásamlega æsku.
— Já, en Claes er einmana.
Hann þyrfti að eignast leikfélaga.
Hún leit undan og ég haföi á til-
finningunni að hún vildi ekki ræða
þetta frekar.
— Claes hefir aldrei kært sig
um önnur börn. Svona Claes,
vertu ekki að skvetta á okkur!
Drengurinn hoppaði upp og
niöur, blés út úr sér vatni, sneri
svo við til aö synda aftur yfir
laugina. Það var greinilega
meira úthald i þessum granna
llkama, en maður gæti trúaö.
Sundláugin var stór, ábyggilega
yfir fimmtlu metrar á lengd og
hann var alls ekki þreyttur.
— Já, ég hefi heyrt að honum
hafi ekki samiö við
skólafélagana, en hann hefir ekki
farið þangað fyrr en foreldrar
hans voru látnir?
— Nei, honum var kennt hér
heima. Hann kunni aldrei við sig i
skólanum og það er skritið, þvl að
hann er mjög greindur. Hann var
búinn að lesa allar bækur hér I
bókasafninu, þegar hann var tlu
ára. Já, Claes, við erum að horfa
á þig!
Við biðum meðan hann fór
heljarstökk af pallinum og
klöppuðum fyrir honum.
— Yvonne vildi ekki eignast
börn, hélt hún áfram. — Hún var
mjög fögur og henni var ákaflega
annt um vöxtinn. Þér hugsið
Hklega um steina og glerhús,
þegar þér heyrið mig segja þetta,
þvl aö ég hugsa mikið um hita-
einingarnar. Ég var neydd til
þess hérna áður og nú er þaö
oröinn vani. Mig hefði samt
langað til aö eignast barn, ef
hjónaband mitt hefði verið far-
sælt, en við Arvid Sterner áttum
ekki vel saman.
Arvid Sterner var næstum eins
frægur nú og Jussi Björling haföi
veriö. Þar aö auki var hann mjög
glæsilegur maður.
— Það var leiðinlegt, tautaöi
ég. — Þið hljótið aö hafa verið
glæsilegt par á leiksviðinu!
Hún brosti. — Já, við áttum vel
saman á sviöinu, en i einkalifinu
kom okkur ekki saman. Astar-
ævintýri sjötta áratugsins, var
þaö kallað I blöðunum, þegar við
giftum okkur. En það stóð ekki
nema I tvö ár og hefði brostiö
miklu fyrr, ef viö hefðu ekki veriö
mikið fjarvistum á söngferöa-
lögum, sitt I hvoru lagi.
— Og þér hafið ekki fundið
neinn annan?
— Nei. Hún hristi höfuöið og það
lýsti af gullnu hárinu undir sól-
hattinum. — En Arvid hefir nú
búið I hamingjusömu hjónabandi
I fjórtán ár. Við hittumst oft og
erum nú miklu betri vinir, en
þegar við vorum gift hvort öðru.
Hann á dóttur á aldur við Claes.
— En elzti bróöir yöar, er hann
ekki kvæntur?
— Nei, Axel hefir alltaf verið of
önnum kafinn til að hugsa um
sllkt. Það held ég að minnsta
kosti.
Og Klemens, var komið fram á
varirnar á mér, en ég fann
hvernig blóðiö þau upp I kin-
narnar á mér og ég var sjálfri
mér reið fyrir bjánaskapinn og
hætti við að spyrja um hann.
Gabrielle geröi heldur ekkert til
að upplýsa mig frekar um
fjölskylduna. Ég stóð upp, rétti
Claes höndina og dró hann upp úr
lauginni. Hann var lafmóöur og
skellti sér niöur viö fætur okkar.
Framhald. á bls. 29.
22 VIKAM 39. TBL.