Vikan - 28.09.1972, Page 30
»Nei - heyrðu nú. Notarðu
uppbvottalög
Uppþvottalögurínn frá
Palmolivc mýkir hendumar-
meðan þér standið
við uppþvottinn
Já, hin sérstaka samsetning Palmolive
verndar hendur yðar, meðan þér þvoið upp, og
gerir þær mýkri en nokkru sinni.
Uppþvottalögurinn hreinsar líka mataráhöldin,
svo að þau verða skínandi björt - og
þér þurrkið ekki af þeim.
þar sem Granada hefir kvik-
myndaverin. Það getur ekki
kallazt neitt hjónaband að búa sitt
i hvorri heimsálfu.
Sheila Ashton trúði á ástina, en
það geri ég ekki lengur, segir
('oraj. — Þar greinir mest á milli
min og hennar. Sheila heldur
alltaf að hjónaband hennar eigi
eftir að lagast.
— Er hún alltaf jafn ákveðin i
að taka ekki ástum Colins, sem er
ljómandi geðugur maður og
kemur einstaka sinnum fram á
sjónarsviðið i sjón-
varpsþáttunum?
— Já, hún er það. En það hafa
orðið svo breyttar skoðanir á
lifnaðarháttum fólks, siðan á
striðsárunum, svo ég er ekki
sammála höfundinum á þvi sviði.
Þá var strið og enginn vissi hvort
hann lifði til næsta dags. Og
Sheilu var alltaf ljóst hvernig
David hagaði sér. En hún bjó
alltaf ein og tilvera hennar var
ósköp aum. Mér finnst þetta
ákaflega óeðlilegt og ég hefi átt i
strlði bæði við John Finch,
höfundinn og leikstjórann, til að
reyna að fá þá til að breyta þessu,
en þeir eru á öðru máli.
— Þú ert þá ekki hrifin af
höfundinum?
— Ég er mjög hrifin af John
Finch sem höfundi. Mér finnst
hann sýna mikinn skilning. Það
er aðeins þetta með vináttu Sheilu
og Colins, sem ég get ekki skilið
og finnst i hæsta máta óeðlileg.
Eg hefi reyndar sjálf haft
tröllatrú á ástinni, svo ég á ekki
erfitt með að setja mig i spor
Sheilu. En ástandið á
striðsárunum var svo allt öðru
visi.
— Hefir þá trú þin á ástinni
dofnað?
— Það var reiðarslag fyrir mig,
þegar ég skildi við fyrri manninn.
Eg var i mörg ár að ná mér eftir
það. Nú hefi ég lært meira, eftir
annað hjónabandið. Ég held ég
gifti mig aldrei aftur.
Það þarf mikinn þroska hjá
báðum aðilum til að hjónabandið
verði gott. Ég hélt, eins og margir
aðrir, að maður ætti að hjálpast
að, hjálpa hvort ööru til að vinna
bug á erfiðleikum og sálar-
flækjum, sem ef til vill hafa fylgt
manni lengi.
Það hefir reyndar verið eitt,
sém mér hefir alltaf leiðst i leik
minum i Ashtonfjölskyldunni:
það er þessi stöðugi uppþvottur
og öll tedrykkjan. Ég hefi and-
styggð á heimilisstörfum. t fyrra
hjónabandi minu ætlaði ég að
vera góð eiginkona upp á gamlan
móö og mér fannst ég vera að
elda mat og þrifa allan daginn.
Mér fannst það óþolandi.
Ég hefi nú i fimm ár lagt stund
á sálfræði og mig langar til að
halda áfram á þeirri braut. Það
er i gegnum sálfræðina og vegna
ömurlegrar æsku minnar að ég
30 VIKAN 39. TBL.