Vikan


Vikan - 28.09.1972, Page 38

Vikan - 28.09.1972, Page 38
móts við staðinn, þar sem Priestley hafði stungið stafnum sinum. — Það er lftil von um aö finna fleiri spor hér, sagði prófessorinn. — Jörðin er grjót- hörð. Hvar væri nú liklegastur felustaöur hér i kring? Liklega lengra inni i runnunum. Harold leit spyrjandi á húsbónda sinn. Hann var rétt aö þvi kominn að spyrja, aö hverju hann væri aö leita, en svipurinn á húsbóndanum var þannig, að hann stillti sig um allar spur- ningar. Hann elti hann þvi skref fyrir skref og gáði vandlega allt kring um sig. Þannig gengu þeir i áttina til trjánna, sem lengst voru I burtu. Eftir að þeir komu inn milli trjánna, varð vegurinn greiðari. Jörðin var þakin fjínu laufi, sem var svo mjúkt undir fót og þykkt, að spor þeirra hurfu jafnharðan. Þessi laufbreiða virtist allsstaðar eins, nema á litlum bletti, rétt við jaðarinn á runnunum — þar var hún greinilega dekkri. Dr. Priestley rak upp ánægjuóp þegar hann sá þennan blett. — 'Mér er næst að halda, að þetta sé staöurinn, Harold, sagði hann. — Ef mér ekki skjátlast, hefur laufið hérna nýlega verið hreyft. Rótið þér þvi til og sjáið, hvort þér finnið nokkuð undir þvi. Harold lagðist á hné og tók að róta laufinu burt. Hann var ekki kominn nema fáa þumlinga niöur, þegar hann rakst á ein- hvern óhreinan, hvitan böggul. — Hér er einhver pappir, sagði hann. Priestley brosti. — Þá hef ég ályktaö rétt, sagði hann. — Mér þætti gaman að sjá þennan pappir. En rifiö hann ekki meira en þér þurfið. Harold hélt áfram að róta. — Þarna virðist vera mikið af pappir, falið undir laufinu. Hann náði honum, smátt og smátt og loks reis hann á fætur. Ég er hræddur um að þarna sé ekki meira sagöi hann og kenndi vonbrigða i rómnum. — Ekki annaö en gömul dagblöð og segl- garnspotti. — Já, er það kannski ekki nóg? Hvað ætluðust þér til að finna annað? 14. kafli. Dr. Priestley tók nú rök og óhrein blöðin af Harold, leit á þau og stakk þeim undir handlegginn. — Okkur er vist bezt að fara inn aftur, sagði hann. — Þeir eru' sjálfsagt farnir að verða lang- eygðir eftir okkur. Þeir komu inn i eldhúsið um það leyti sem hinir voru að gefa upp leitina. Hanslet leit upp og sagði: —Jæja, prófessor, ég skal játa, að ég hef ekki fundið neitt merkilegt hér. Ég vona, að þér hafið einhverja bendingu að gefa okkur. — Já,«ef til vill eina. Ekki þó neina, sem bendi til þess, hver morðinginn sé, en hún gæti bent á tilganginn með morðinu. Með aðstoð Harolds, er ég búinn að finna þetta, og ég verð að segja, að ég fann það hér um bil þar sem ég bjóst við. Hann sýndi þeim blaða- böggulinn. Hanslet og Everley litu hvor á annan. Hanslet fór að hlæja. — Þetta var merkilegur fundur, sagöi hann. — Það er ekki annaö en böggull af frönsk- um blööum. En nú vill svo til að ég hef frétt af honum áður. Sagði ég yður ekki frá þvi, aö þessi Hewlett, sem ég talaði við, hefði sagt mér af þeim? Þau lágu hérna við grasvöllinn, þegar hann var að skoða húsið. — Jú, þér sögðum mér það, svaraði Priestley. — Og lika hitt, aö þau heföu verið horfin daginn eftir. Og þaö var smáatriði, sem fékk mig til að koma með yður hingað. Ég fékk þá hugmynd, aö þessi blöð gætu gefið merkilegar bendingar, ef þau fyndust. Everley leit forvitinn á Hanslet. — Þetta er I fyrsta sinn sém ég heyri þessi blöð nefnd, sagði hann. — Já, mér fannst þau ekki vera merkilegri en það, að ég sagði þér ekki af þeim, sagði Hanslet. En ef prófessorinn leggur eitthvað mikið upp úr þeim, segir hann okkur vafalaust, hvað það er. — Þaö var llka ætlun min, ef þið heföuð tima til að hlusta á mig, sagði Priestley beizkjulega. — Þá getiö þiö sjálfir séð staðinn þar sem blööin fundust. Þeir gengu nú allir út og prófessorinn á undan. Þegar þeir komu úr á miðjan völlinn, sagöi hann við Hanslet: —Kannski þér vilduð endurtaka það, sem þessi Hewlett sagöi um þessi blöð, svo að Everley fulltrúi geti fylgzt með. Hanslet sagði söguna með sömu orðum og prófessornum áður. Þegar hann hafði lokið máli sinu, kinkaði prófessorinn kolli, alvarlegur. — Þegar ég heyröi þetta fyrst, sagði hann, — fannst mér það að ýmsu leyti eftir- tektarvert. Fyrst og fremst það, að blöðunum hafði verið hnoðað saman og bundin með seglgarni. 1 öðru lagi, að þau voru frönsk, og I þriðja og siðasta lagi, að þau voru hérna þann 3. en horfin þann 4. — Eftir þvi, sem ég hafði heyrt um gerðir ungfrú Bartlett, var ég ekki i vafa um, að blöðin stæðu I einhverju sambandi við hana. En þetta varð að prófa nánar. Hewlett talaði um einhver fót- spor, sem hann fann þarna þann 4., en voru ekki þann 3. Kenning hans um það, að einhver krakki hefði hnoðað saman blöðunum og skilið þau svo eftir, var vitanlega hugsanleg, en þó mælti sitthvað gegn henni. Hvernig átti krakki, sem átti heima i Little Moreby að ná i frönsk dagblöð? Og hvernig átti einhver og einhver, sem sá blaðaböggulinn þarna, að fara að kæra sig um að ná i hann? Eins og þér munið, talaði Hewlett um þaö, hve mörg sporin hefðu veriö þarna i kring. — Og það var þetta siðasta, sem mér fannst eftirtektarverðast. Sporin bentu til þess, að einhver hefði beinlinist verið að leita þarna. Og þar sem blaða- böggullinn var horfinn, lá beint við að halda, að hann hefði verið það, sem leitað var að. Svo að lengra sé farið, bendir þetta á það, að einhver hafi vitað, að böggullinn átti að vera i garöinum þann 3., og að sá sami hafi tekið hann burt eftir að Hewlett kom þar þann dag, en áöur en hann kom, næsta dag. — En til hvers að vera að leita að dagblaðaböggli? Sennilega ekki vegna þess, sem stóð i blöðunum, þvi að þá hefðu þau varla veriö hnoðuö svona saman. Miklu sennilegra er hitt, að þau hafi verið notuð fyrir umbúðir um eitthvaö dýrmætara. Og ef svo hefði verið, hvað hefði þá finn- andinn gert við blöðin? Mér þótti liggja beinast við, að hann heföi tekið þau utan af inni- haldinu og svo falið þau á fyrsta hentugum stað. Ég fann staðinn, eftir nokkra umhugsun, og blöðin lika, en ekki hnoðuð I kúlu, heldur samanbortin lauslega. Og með þeim er, eins og þið sjáið, seglgarnsspottinn, sem þau voru bundin saman meö. Hanslet, sem hafði hlustað á prófessorinn, brosandi, greip nú fram i, óþolinmóður? — Þetta Htur náttúrlega ósköp vel út, i fljótu bragði en ég fæ bara ekki séð, að það standi i neinu sam- bandi viö erindi okkar hingaö. Athugið þér nafn og dagset- ningu á þessum blöðum, svaraði dr. Priestley, rólega. Hanslet lagði blööin á grasið og sléttaöi þau vandlega út. — Jú, það er rétt, að þau eru á frönsku, sagði hann. — Og þau virðast vera gefin út i Bruxelles og dag- setningin er 2. júli. — Nú, það er einmitt daginn, sem Vilmaes flaug hingað frá Bruxelles, sagði Everley. — Einmitt, svaraði dr. Priestley, — og þá sjáið þér kannski, að þau geti haft ein- hverja þýðingu. Ég gat strax upp á þessu með sjálfum mér, þegar ég heyrði, að blöðin hefðu verið á frönsku, og þegar ég leit á landa- 38 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.