Vikan


Vikan - 28.09.1972, Page 42

Vikan - 28.09.1972, Page 42
hafa veriö stolinn. Það gæti komið heim við þessar vonir ungfrú Bartlett um væntanlegan fjárgróða. — Stolinn! æpti Hanslet. — Það væri svei mér fjarri sanni! Ég ætla að sfma til belgisku lögreglunnar og spyrja, hvort þar hafi verið framinn nokkur gimsteinasjófnaður nýlegaþ — Mér dettur ltka annað atriði i hug, sagði Priestleu rólega. — Þið munið, að þið sögðuö mér frá samtalinu við ungfrú Carroll. Hún sagði frá þvi, hvernig vinkona hennar veriö eftir að hún kom heim frá Waldhurst, og hvernig hún talaði um gróða- fyrirtæki, sem hún ætlaði sér að veröa rlk á. En fáum dögum siðar sagði hún, aö eitthvert babb hefði komið i bátinn, svo að fyrir- ætlun hennar tefðist eitthvað. Er þetta ekki rétt munað hjá mér? — Alveg rétt. En ungfrú Carroll skildi það þannig, að fyrirætlunin hefði mistekizt fyrir fullt og allt, eins og svo margar þær fyrri. — Já, en við getum hugsaö okkur þann möguleika, að ungfrú Bartlett hefði sagt bókstaflega satt. Og ef svo er, get ég hugsaö mér, hvað þetta hefur verið, sem hefur tafið fyrir henni. Til dæmis þaö, að hún hafi frétt dauða Vilmaes, og þá séð sig neydda til aö breyta eitthvað fyrirætlunum sinum. — Biðið þér andartak, prófessor, við skulum sjá, hvort þetta getur staðizt, sagði Hanslet. — Það kann að vera, að hún hafi ekki getað losað sig við hlutinn, eins og upprunalega var ætlunin, nema með hjálp Vilmaes. Þá hefur hún orðiö að finna út sjálf einhverja aðferð til að hafa upp úr honum. Það getur vel verið, aö hún hafi átt við þetta með orðum sinum við ungfrú Carroll. — Einmitt. Og ef þetta stenzt, má ganga skrefi lengra i tilgátunum. Hún getur hafa - af óvarkárni - sagt einhverjum þriðjd manni frá hlutniim, og eins og ég sagöi áður, getur það hafa veriö bein orsök þess að hún var myrt. — En það gerir okkur nauðsynlegt að rekja spor hennar siðustu vikuna, sem hún lifði. Ég . verð aö leggja mig allan i þaö. fyrst um sinn, sé ég. Og svo er annaö: Hafi hún vitað, að Vilmaes var dáinn, hefur hún ekki fariö til að hitta hann þann 10. Og til hvers fór hún þá til Wargrave Hopse? Og í öðru lagi — og það langar mig enn meir að vita. — Hvernig komst hún þangaö? 1 fyrra skiptið fór hún eins og ekkert væri og tók sér gistingu i „Hafgúunni”, ók siöan til hússins eða fór gangandi. Hversvegna fór hún ekki eins að þann 10. — Maður gæti haldið, að hún hafi haft einhverja ástæðu til að láta alls ekki sjá sig á þessum slóðum, svaraði dr. Priestley. — En hitt er ómögulegt að segja, hvernig hún komst i húsið þennan dag. Ef til vill væri hægt að fá að vita það með þvi að þaulspyrja þá, sem liklegastir eru. Nú, égsé, að við erum rétt komnir til borgarinnar. Um kvöldið og daginn eftir hafði Harold nóg að gera hjá húsbónda sinum. Prófessorinn var ekki vanur að leggja mikið á minnið, og þvi las hann nú fyrir fjöldann allan af atriðum, sem hann þurfti að muna, til dæmis samtölun, serrt hann hafði átt við hina og þessa, eða hafði látið endurtaka fyrir sig. öll þessi minnisblöð, ásamt fjölda af blaöaúrklippum voru sett i sér- stakt hylki, þar sem hægt var að gripa til þeirra. Að kvöldi þess 13., eða sólarhring eftir ferðina til Wargrave House kom Hanslet heim til prófessorsins, sem tók honum tveim höndum. — Ég4er feginn; að þér nenntuð að koma til min, fulltrúi, sagði hann. — Ég vona að þér komið i sambandi við ungfrú Bartlett. Ég skal játa, að málið er farið að vekja áhuga hjá mér. Harold, sem var vel geymdur bak' viö hfeljarstórt skrifborð, glotti út undir eyru. Honum fannst viðmótið hjá hús- bóndanum hafa breytzt heldur en ekki, siöan Hanslet kom fyrst til hans. Það var yfirleitt erfitt að vekja áhuga hans, en væri hann einusinni vakinn, unni hann sér ekki neinnar hvildar fyrr en gátan var ráðin. — Já, prófesgor, ég er kominn til aö skýra yöur frá dálitlum árangri sagði Hanslet. — Nát- túrulega er ég ekki langt kominn enn, en ég hef gert nokkrar sjálf- sagðar fyrirspurnir og vildi gjarna láta yður dæma um árangurinn. Ég hef ekkert heyrt frá Everley, svo að viö veröum að ganga út frá þvl, að honum hafi ekkert orðið ágengt sin megin. — Ég hef heldur ekki miklar vonir um árangur hjá honum, ef hann ætlar að binda sig við að spyrja mannskapinn I Quarley Hall. En mér þætti gaman að heyra, hvers þér hafið orðiö vlsari. — Fyrst af öllu fór ég aftur að hitta ungfrú Carroll. Ég fann hana i skrifstofu þessa Vináttu- sambands Kvenna. Ekki veit ég, hvað sá félagsskapur hefur fyrir stafni, og spuröi heldur ekki um það, en vist er um hitt, að ungfrúin hefur nóg aö gera I skrif- stofunni. Samt sem áður skipaöi hún að láta ekki trufla okkur, og ég átti langt samtal við hana. — Fyrst spurði ég hana, hvort hún hefði samið skrána yfir kunningja ungfrú Bartlett. Hún kom strax með vélritaða skrá I tveimur eintökum og sagði, að annað væri handa mér, en hitt handa Everley. Hún kvaðst hafa vandað sig mjög að hafa skrána sem Itarlegasta, og vera nokkurnveginn viss um að hafa ekki gleymt neinum, sem hún annars vissi af. Samt varaði hún mig við þvi; að auövitað kynni ungfrú Bartlett að hafa þekkt einhverja fleiri lltillega, án þess "hún vissi. — Ég þakkaði henni fyrir og stakk skránni I vasann. Siðan sagði ég henni, beinum orðum, að ástæða væri til aö halda, að ungfrú Bartlett hefði náð I ein- hvernverðmætan hlut, meðan hún dvaldi I Waldhurst. Hún játaði, að þetta væri vel hugsanlegt, og bætti þvi við, að vinkona sin hefði oftar en einu sinni náð i ýmsa merkilega muni fyrir lltið verð og selt þá aftur með ágóða. Ég spurði, hverjum hún hefði selt þá og þá gaf hún mér upp nafn nokkurra fornsala, sem hún hefði skipt við. — Hún sagði llka, að það mætti merkilegt vera ef ungfrú Bartlett hefði náö I nokkurn verðmætan grip, án þess að segja sér frá þvi. Venjulega hefði hún verið mjög hreykin af slíkum fundum sínum og haft gaman af að sýna þá sem flestum. Ég spurði, hvar liklegast væri, að ungfrú Bartlett hefði geymt sllka hluti, og hvort nokkur peningaskápur eöa þess- háttar væri I Belmont Street nr. 14. Hún kvað ekki svo vera. Ungfrú Bartlett hafði verið hiröulaus um hluti, sem hún átti og skilið þá eftir hér og þar, og a'drei læst neitt niðri. Eftir dauða hennar hefði hún sjálf athugað eftirlátna muni hennar og ekki saknað neins og ekki heldur rekizt á neitt, sem hún kannaðist ekki við áður. Hún sagöist halda, aö ef ungfrú Bartlett hefði haft eitthvað dýrmætt, sem ekki var alltof fyrirferðarmikið I fórum sínum, hefði hún geymt það I hand- töskunni sinni, en hana kvaðst hún einmitt ekki hafa fundið. — Og það er vist litil von um, að hún finnist héðanaf. Sennilega er þegar búið aö koma henni fyrir. Spurðuð þér ungfrú Carroll aö nokkru fleiru? — Ég spurði hana, hvort ungfrú Bartlett hefði átt bil. Hún kvað svo ekki hafa verið, en þær hefðu haft samning við bilastöð, rétt hjá Belmont Street, sem útvegaöi þeim bíl, hvenær sem þær þurftu á aö halda. Ungfrú Carroll kvaðst ekki sjálf kunna á bfl. svo að hún fengi jafnan ökumann með, en vinkona hennar heföi heldur viljað aka sjálf. — Þegar hér var komið, hafði ég fengið að vita þaö, sem hægt var, svo að ég baö ungfrú Carroll að lána mér skó, sem vinkona hennar hefði átt, og sagðist mundu senda eftir þeim heim til hennar. Siðanfórég. Næstfórég I bilastöðina, sem mér hafði verið vlsað á. Þegar maðurinn þar hafði aðgætt bækur sinar, sagði hann mér, að hvorug þeirra ungfrúnna hefði leigt vagn þann 10., og heldur ekki alla vikuna þar á undan. Mér hafði dottið i hug, að hún hefði kannski ekið sjálf, ef ekki til Wargrave House, þá til einhvers staðar þar i nánd. — Ef hún hefur gert það, er ótrúlegt, að hún hafi leigt sér vagn þar sem hún var vel þekkt, sagði Priestley. — Allt bendir til þess, að hún hafi ekki viljað láta rekja slóð sina eða sjá, hvert hún heföi farið. Ég býst ekki við, að þér hafið fundið neinn, sem hún hefur sagt frá þvl. — Ekki enn — en ég hef heldur ekki farið gegn um þessa skrá, sem ungfrú Carroll gaf mér. Ég tók eftir, að nafn málfærslu- manns hennar var á skránni, svo að ég fór og talaði við hann. Það er heldur leiðinlegur kall, og var móðgaður yfir þvl, að hann var ekki strax látinn vita, þegar manneskjan var dauð. Það lltur helzt út fyrir, að ungfrú Carroll hafi ekki sagt honum neitt fyrr en hún kom heim eftir réttarhaldið. Mig langaði mest að segja honum, að fólk, sem hengir sig, hafi ekki alltaf nafn málfærslu- mannsins sins merkt i nærfötin sin, og lögreglan geti heldur ekki fundiö það á sér. — Ég stillti mig nú samt og mér tókst að fá hann góðan, svo að hann fór að segja mér margar sögur um þvermóðsku ungfrú Bartlett, sem vildi aldrei fara að ráðum hans. Hann virðist hafa verið fjárhaldsmaður hennar og hún hafi tekið af honum öll ráð, jafnskjótt sem hún varð myndug. Og það get ég ekki láð henni, þvi að hann er einhver langorðasti kjaftaskúmur, sem ég hef nokkurntima verið svo óheppinn að hitta. Ég var hér um bil klukkutlma að koma honum að efninu, en það var að fá að vita, hvort ungfrú Bartletthefði nýlega gert breytingar á erföaskránni sinni. Að þvl er hann bezt vissi, hefði hún ekki gert það. Ungfrú Carroll erfir allt, sem hún lætur eftir sig. Framhald í nœsta blaði. 42 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.