Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 5
Bara ballett! Kæri Póstur! Ég vil byria á því að þakka þér alla þá skemmtun, sem þú hef- ur veitt mér. Ég er 12 ára og verð 13 ára í desember. Ég á heima á Akureyri. Ég var í ball- ett í tvo vetur og var orðin a11- liðug. Var talin bezt í eldri flokknum. Nú er þessi ballett- skóli hættur. En ég hef svo voða- lega mikinn áhuga á ballett. — Hvað á ég að gera, Póstur minn? Ég valdi þig til að svara mér, því ég veit þú gefur svo góð ráð. Ég veit, að mamma og pabbi eru farin að hafa áhyggj- ur af því, að ég tala ekki um annað en ballett. A ég að hætta í skólanum í öðrum bekk gagn- fræðaskóla, flytja suður og læra þar? Ég er ekki alltof spennt fyrir því. Þakka fyrir- fram birtinguna. Ballerína. P.S. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni. Vona, að þetta bréf fari á réttan stað. Bíddu a. m. k. þangað til þú hefur lokið skyldunáminu, og hafðu fullt samráð við foreldra þína um, hvernig þú getur bezt samræmt nauðsynlegt skólanám og þetta áhugamál þitt. Kann- ski rætist úr með ballettskóla á Akureyri. Er enginn þar, sem getur hjálpað þér til að halda kunnáttu þinni við? Gerðu þér fulla grein fyrir því, að ef þú ætlar að ná góðum árangri og frama í þessari listgrein, kostar það þig mikinn tíma, langt nám og margvíslegar fórnir, sem þér kann að reynast erfitt að færa. Auðvitað er okkur vandi á höndum að ráða þér heilt, en ef þú ert ekki því meiri hæfi- leikum búin á þessu sviði og áhuginn því stórkostlegri, telj- um við þér fyrir beztu að hafa þetta áfram sem áhugamál, sem þú getur stundað þér til ánægju jafnframt nauðsynlegum undir- búningi undir lífið. En ráð- færðu þig fyrst og fremst við foreldra þina. Skriftin er falleg og ber vott um gætni, hjarta- gæzku og einlægni. Langar í lítinn apa Kæri Póstur! Um leið og ég þakka fyrir gott lestrarefni í Vikunni, langar mig til að biðja þig að svara nokkrum spurningum fyrir mig. Ég er búin að spyrja marga, en enginn veit neitt, en ég er viss um, að hjá þér fæ ég góð svör. Spurningarnar eru þessar: 1. Hvert á ég að snúa mér til að geta fengið keyptan lítinn apa? I mörg ár hefur mig lang- að til að eignast apa, en ekki vitað, hvert ég átti að snúa mér. 2. Hvað skyldi hann kosta? 3. A hvaða fæðu lifa svona ap- ar? 4. Fæst hún (fæðan) hér á landi? 5. Þurfa apar ekki að ganga undir vissa skoðun, áður en maður kaupir þá? Nú vonast ég eftir svari sem fyrst. Vertu blessaður, Póstur minn, og fyrirfram þakklæti. Ein að vestan. Í-------------^ Dýr fást ekki innflutt nema með sérstöku leyfi heilbrigðisyfir- valda. Páll A. Pálsson/ yfirdýra- læknir, sagði okkur, að yfirleitt fengist ekki innflutningsleyfi fyrir gæludýrum, nema eigend- ur væru að flytjast til landsins eftir langdvalir erlendis og hefðu átt dýrin lengi og þá með ströngum skilyrðum varðandi bólusetningu og eftirlit. Apar eru illa séðir, þeir eru hálfgerð pestadýr og geta verið viðsjáls- gripir. Beindu því áhuga þínum að einhverri annarri dýrateg- und. Þú hlýtur að geta fengið hvolp eða kettling þarna i kauo- túninu þínu, en svo mun vera hægt að kaupa t. d. hamstra, marsvín, fugla o. fl. gæludýr í Reykjavík. Svar til Eddu Sigrúnar Þú spyrð um nám í tízkuteikn- un. Tízkuteiknarar eru örfáir hér á landi og sannast sagna lítið nýttir, eftir því sem við kom- umst næst. Tízkuteiknun er að'- eins hægt að læra erlendis, og einhverjir Islendingar munu hafa numið hana á Norðurlönd- unum, en frekari upplýsingar höfum við nú ekki á reiðum höndum. HRÓP HJARTANS er eftir BODIL FORSBERG, höfund bókarinnar ÁST OG ÓTTI, sem út kom á s.l. ári. Hrífandi og spennandi saga um ástir og örlagabaráttu ungrar stúlku. KAFBÁTASTÖÐIN er saga úr síðustu heims- styrjöld, um óbilandi kjark og frelsisþrá norskra föðurlandsvina í stríði við Gestapo. HÖRPUÚTGÁFAN 51. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.