Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 16

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 16
„Ekki aðeins englarnir, hel Gagnrýnendur nú á dögum telja Piero della Francesca oft nýtizkulegastan gömlu meistaranna og fyrirrennara Cézanne og Picasso. En hann sýndi meiri trúarhita en nútimamálarar og einlægara hjartalag. Manngæzka hans kemur berlega i ljósi i málverkinu ,,Fæðing Krists”. Þegar hinn mikli italski lista- maður Piero della Francesca ákvað að mála fæðingu Krists, einsetti hann sér að draga upp margar svipmyndir i einni heildarmynd. Að baki gripa- hússins málaði hann fallegt landslag, baðað i geislum nýrrar sólar. Hann málaði einnig fjár- hirðana, sem fyrstir heyrðu fagnaðarboðskapinn, og á miðri myndinni sést Maria krjúpa i lotningu frammi fyrir barni sinu á þeirri stundu, er henni skilst, að barnið er sonur drottins. Piero della Francesca var sjálfur svo ánægður með myndina, að hann hafði hana hjá sér til æviloka. Þegar myndin var seld fyrir um hundrað árum, taldi hinn framsýni forsætis- ráðherra Bretlands,Benjamin Disraeli, stjórn sina á að kaupa hana. Nú hangir hún i listasafni rikisins i Lundúnum og er ein tveggja mynda, sem hvað mesta athygli vekja. Piero var gæddur einstakri stærðfræðigáfu. Þótt hann hefði þegar fimmtán ára gamall afráðið að gerast málari, sagði hann aldrei skilið við stærð- fræðina. Hann skrifaði all- margar ritgerðir um stærðfræði, og ein þeirra — um rúmfræði fjarviddarinnar — var lengi ein- Fæöing Jesú. stök i sinni röð. Þetta áhugamál hans varð til þess, að i myndum hans komu fram réttari hlutföll og betri fjarvidd en i nokkrum myndum fyrirrennara hans. Piero della Francesca fæddist i Borgo San Sepolcro, litlu f jalla- þorpi nálægt Florenz, sem var hin dýrlega listamiðstöð þeirra tima. Liklega hefur það verið árið 1416. Piero var kornungur, Mariumynd þegar hann hélt til borgarinnar. Hann komst að sem lærisveinn hjá einum meistaranna, og það kom brátt i ljós, að þarna var efnilegur nemandi á ferð. Ekki leið á löngu þar til hann var farinn að hjálpa Domenieo Veneziano með veggmálverk i , kirkju einni i Florenz. 1 fyrstu verkum Pieros má merkja áhrif frá eldri meisturum, þótt segja megi, að hann hafi að mestu leyti verið sjálflærður. Hann dró upp óhlut- læga mynd en klæddi hana siðan lifi. Hinn kunni nútima- Sjálfsmynd gagnrýnandi italskra listaverka, Bernard Berenson, sagði: ,,Það er vafasamt hvort nokkur málari hafi nokkurn tima dregið upp mynd af heiminum jafn- fullkomnum og sannfærandi.” Annar gagnrýnandi, Lionelle Venturi, segir, að i myndum Pieros „gangi menn og konur eins og við sjálf i sólskini eilifðarinnar.”. Hin mikla listgáfa Pieros varð til þess, að hann eignaðist brátt I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.