Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 8
FJAR-
HIRÐIRINN
Jólasaga efftir Norah Loðts
Hann hafði fjarlægzt konu sína og börn.
Nærvera hans rifjaði upp fyrir þeim
sárar minningar. En þessa nótt breyttist
afstaða hans til hins liðna ...
Þetta var fimmta veturinn
sem hann gætti sauða annarra
manna — hann hafði ekki van-
izt því ennþá og það yrði al-
drei. Þetta var fimmti vetur-
inn frá missinum mikla .— og
hann hafði ekki ennþá jafnað
sig eftir þann missi og myndi
aldrei bíða hans bætur.
Góðviljað fólk hafði sagt: Þú
mátt vera ánægður, þú átt
mörg börn og meira að segja
son. En hafi maður einu sinni
gefið hjarta sitt, þá tekur mað-
ur það ekki aftur og gefur það
einhverjum öðrum. Hinir og
þessir höfðu sagt: Hann dó
hetjudauða. En með sjálfum
sér hafði honum alltaf fundizt
að það hefði verið nauðsynja-
laus og heimskulegur dauði.
Hann hafði ekki þurft að auð-
mýkja sig og betla vinnu. Hann
hafði kindahjörðina sína hjá
góðum manni að nafni Esra,
og Esra hafði spurt:
— Jasódad, hvað hugsarðu
þér að gera nú?
— Ég verð að fara til Jerú-
salem og setja allt í gang til að
bjarga drengnum, lengra hugsa
ég ekki.
Esra hafði fyrstur manna
minnt hann á að hann ætti
fjölskyldu. Og Jasódad hafði
svarað, þungur í skapi:
— Ég veit það.
Honum þótti vænt um þau
öll — tvær litlar stúlkur og
tveggja ára dreng. En kærleik-
ur hans til þeirra yrði aldrei
jafn einlægur og sá, sem hann
fann til gagnvart frumburði
sínum, Natan.
Hann hafði lengi verið eina
barn hans, og þeir höfðu unn-
ið saman og hjálpazt að við
eina fimm sauðburði að minnsta
kosti. Natan hafði líkzt honum
að vissu marki en þó verið
honum ólíkur, glaðlyndur, tón-
gefinn og félagslyndur.
Stúlkurnar og litli drengur-
inn voru börn hans — Natan
var sonur hans.
— Þau verða að hafa eitt-
hvað að borða, sagði Esra var-
lega.
— Ég skil móður þeirra eft-
ir nógu mikið til að sjá fyrir
þeim, sagði Jasódad.
— Viljirðu vinna framvegis
við gæzlu fjárins, þá ertu vel-
kominn.
— Ég veit ekki hvenær ég
kem aftur.
— Ég gæti beðið, sagði Esra,
sem vissi að það drægist aldrei
mjög lengi, —■ bara að ég hafi
loforð þitt fyrir því.
— Þú hefur það. sagði Jasó-
dad.
Og hann kom aftur um svip-
að leyti og Esra hafði átt von
á. Pyngja hans var tóm, hjart-
að sömuleiðis, og hann hafði
tafarlaust byrjað að gæta fjár
Esra.
Hann gerði sér Ijóst næstum
samstundis að þetta var ekki
rétta starfið fyrir hann. f tólf
ár höfðu þeir Natan unnið
saman, en nú vann hann með
tveimur ungum mönnum, Arad
og fbri hétu þeir, vinnumenn
sem aldrei höfðu verið neit*
annað, gagnstætt því sem var
með Jasódad.
Þeir voru úr sveitinni,
þekktu sögu hans og vissu hvað
hafði komið fyrir Natan. Það
vissu allir í nágrenni Betlehem.
Natan hafði verið krossfest-
ur.
Þegar Jasódad kom heim,
hafði hann að vandlega athug-
uðu máli logið í Mörtu: — Því
var lokið á klukkustund. En
það hafði tekið sextíu stundir,
og allan þann tíma hafði Jasó-
dad staðið neðan við illa til-
höggvinn krossinn og beðið
sömu bænina án afláts: Mis-
kunnsami Guð, lofaðu honum
að deyja! Meðan hann stóð
þarna sveif stöðugt fyrir hug-
skotssjónir honum allt, er hann
hafði gert til þess að drengur-
inn yrði vel á sig kominn lík-
amlega, til þess að hann yrði
sterkur, bein hans styrk og
vöðvar stinnir.
Oftar en einu sinni hafði
hann sagt, þegar Natan var bú-
inn að sleikja hverja örðu af
disknum sínum: „Borðaðu þetta
hérna, þú ert ennþá að vaxa.“
Og ofíar en einu sinni hafði
hann sagt að sumarlagi: „Farðu
nú í bað, ég ræð við þetta sjálf-
ur.“ A veturna hafði hann gætt
þess vandlega að Natan kæli
ekki á fingrunum, eins og
margsinnis hafði komið fyrir
hann sjálfan. Og árangur alls
þessa uppeldis, allrar sjálfs-
fórnarinnar sonarins vegna,
hafði orðið sterkur líkami, sem
dó hægt en óhjákvæmilega.
Þessar minningar létu hann
ekki í friði langa daga og næt-
ur, sem voru enn lengri. Hann
hrökk upp úr svefni, eins og
eitthvað hefði hreyft við hon-
um, lyfti höfði og hlustaði. Ar-
ad og íbri sváfu sem áður
Jasódad reis upp, leit yfir
sofandi sauðahjörðina, bleika,
samanhnipraða skugga, vissi að
allt var í lagi og að ekkert
hafði vakið hann utan hans
eigin hugsanir. Þá vissi hann
að þjáningartíð hans var haf-
in, og hann varð að standa
frammi fyrir minningum sín-
um og Guði sínum.
Hann hafði verið vaxandi
maður í sínu staifi og ham-
ingjusamur allt til páskanna
árið sem Natan varð seytján
ára. Þá hafði það æxlazt þann-
ig að Natan skyldi halda upp
á hátíðina í Jerúsalem, og það
hafði orðið til þess að hátíðin
hafði orðið Jasódad til minni
gleði en ella hefði orðið.
Natan hafði verið á einhvern
hátt breyttur, þegar hann kom
heim frá hátíðahöldunum. Hann
var glaðlyndur og kátur sem
fyrr, en átti það nú til að
sökkva í hugsanir. Hann hafði
elzt í framkomu, sem gat að
vísu verið eðlilegt þar eð hann
var að verða fullorðinn, og
kannski, hugsaði faðir hans,
hafði musterið haft áhrif á
hann. Móðir hans útskýrði
þetta auðvitað að kvenna hætti:
Drengurinn hefði kynnzt
stúlku.
En ekki var Jasódad nú al-
veg á því. Natan hefði sagt
honum allt af létta, ef svo hefði
verið.
En Natan hafði talað heil-
mikið um ungan mann að
nafni ísak, sem hann hafði hitt
í Jerúsalem og var raunar frá
nágrannaþorpi, Tekóa. fsak lék
á flautu, bjó til söngva og var
á margan hátt nauðalíkur Nat-
an. Faðir hans var skósmiður,
og þá iðn hafði fsak líka lært.
Jafnskjótt og Natan gafst
frjáls stund um sumarið, hafði
hann skroppið í heimsókn til
ísaks. Marta sagði:
— Þú verður að bjóða hon-
um hingað einhvern tíma.
Framhald á hls. 36.
Hann stóð sem steini
lostinn, starSi upp í
birtuna og sá hana um-
myndast, verða aS skara
af englum . . .
8 VIKAN 51.TBL.