Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 7

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 7
í FULLRIALVÖRU MIG DREYMDI HEIÐIN JÓL OG KRISTIN Eru. jól haldin í þeim anda, sem kristin kirkja gerði ráð fyrir í upphafi? Eða líkisl jólahald okk- ar eí' til vill fremur uppskeruhátíð liinna heiðnu f'orfeðra okkar? Spurningar af ])essu tagi skjóta upp kollinum ár livert, þegar skammdegið ræður ríkjum og hátíð ljóssins er á næsta leiti. Jólin eiga rætur sínar að rekja langt aftur í forn- eskju. Germanskar þjóðir gerðu sér dagamun um þetta leyti árs. Heiðin jól norræn voru lyrst og fremst uppskeruhátíð. Menn elndu lil fagnaðar eftir góðan afrakstur og neyttu ríkulega af þeirri hjörg, sem þeir höfðu dregið í hú sín. Heiðin jól voru tákn góðs gengis og veraldlegra gæða. Jólin eru yngst af þremur árlegum hátíðum krist- inna manna. í frumkristni voru stórhátíðirnar að- eins tvær: páskar og hvítasunna. Ekki var vilað um fæðingardag frelsarans, þar sem hans er hvergi getið í guðspjöllum heilagrar ritningar. En síðar valdi kirkjan ákveðinn dag til þess að minnast komu Krists í þennan heim. Fyrst varð 6. janúar, þrettándinn, fyrir valinu, en á fjórðu öld er farið að lialda 25. desember hátíðtegan. Kirkjan hreytti þannig jólunum og lielgaði þau Kristi. Þau áttu að verða tákn um nýtt og betra mannlíf, sem frelsarinn boðaði. í augum kristinna manna eiga jólin því að vera ímynd þeirra gæða, sem ekki verða metin til fjár: friðar og ljóss, mildi og mannúðar. Því miður mun naumast ol'mælt, að jól margra komi og fari og skilji lítið sem ekkert eftir. Það er lagt i mikinn kostnað við undirbúning þessarar mestu hátiðar ársins. Híbýli eru skreytt jafnt að utan sem innan. íburðarmikill matur er hafður á boðstólum. Dýrar gjafir eru gefnar hæði börnum og fullorðnum. Þeir sem hetur mega sín herast mik- ið á, og hinir vilja ekki sýnast eftirbátar þeirra. Margir heimilisfeður verða að leggja hart að sér til að geta staðið straum af þeim kostnaði, sem fylgir því að halda jól hátíðleg á þann hátt, sem einn þykir hæfa nú til dags. Það vill gleymast, sem mestu máli skiptir: sjálf- ur boðskapurinn. I von um sigur lians óskum við öllum gleðilegra jóla. G. Gr. HESTAR[A Kæri draumráðandi! Mig dreymdi einkennilegan draum fyrir stuttu. Hann er á þessa leið: Ég var á leið upp grösuga brekku ásamt vinkonu minni. Þarna var ákaflega fallegt landslag. Frekar mjó á rann niður brekkuna. Þegar við vorum komnar upp alla leið, ætluðum við yfir ána fyrir ofan foss, sem í henni var. Við námum staðar í henni miðri á hrauni og vorum að reyna að halda jafnvægi. Vinkona mín hvarf allt í einu, og ég varð ein eftir. Ég var næstum því dottin með aðra löppina út í, en tókst að standa kyrr. Allt í einu var mér litið upp, og sé ég þá tvo hesta standa úti í miðri ánni, svartan og brúnan. Þeir litu illilega til mín, og það var eins og þeir ætluðu að ráðast á mig. En þegar þeir sáu, að ég var með brauð handa þeim, kom þessi svarti til mín. Ég klappaði honum og strauk, og honum líkaði það vel. Við hliðina á ánni var frekar hár múr. Mig langaði að vita, hvað væri á bak við hann og kíkti. Ég sá, að þarna niðri frá var strákur, sem ég var með, og vinur hans. Þeir sátu þar í bíl. Vinkona mín var eitthvað að sniglast þarna í kring. En mér brá, því að hárið á stráknum mínum var orðið slétt og frekar gróft, en háraliturinn var þó jafn ljós og áður. Og lengri varð draumurinn ekki. Vonast eftir birtingu. Með fyrirfram þökk. Tobba. Svarti hesturinn í draumi þínum táknar óánægju eða misklíð milli þín og stráksins þíns. Eitthvað er vinkona þín viðriðin málið, en líklega er það ekki afgerandi. Þú uggir um hag þinn í fyrstu, en þér tekst að halda jafn- væginu og koma í veg fyrir að þú dettir í ána. Og það sem meira er: Þér tekst að blíðka svarta hestinn, svo að málið leysist farsællega. MORÐ I BAÐKERINU Kæri draumráðandi! Viltu gjöra svo vel að ráða þennan draum fyrir mig. Það var þannig, að við sátum öll fjölskyldan inni í eld- húsi og vorum að drekka síðdegiskaffi, nema ein systir mín, sem við skulum nefna E og bróðir minn, sem við skulum nefna P. Þá segir mamma mér að fara upp og ná í P. og ég fer upp og inn í herbergið hans, en hann er ekki þar. Ég heyri þá að það lekur vatn inni í baðherberginu, svo að ég fer þangað. Ég sé, að það er hvítt lak ofan á baðkerinu og vatn undir því. Ég tek lakið frá og sé í hvítt stirðnað andlitið á bróður mínum, þar sem hann liggur í blóði sínu. Hann hafði verið myrtur. Ég æpi upp og kalla á mömmu og bið hana að koma. Hún vildi það ekki, en kom þó. Við héldum að E hefði unnið ódæðið. Þegar við vorum að athuga þetta, þá kom ein vinkona mín. Pabbi minn átti í draumnum blágrænan bíl, sem var með skærgulum framljósum. Við krakkarnir setjumst inn í bílinn og vinkona mín sezt í bílstjórasætið, ekur út á horn og snýr bílnum þar við, svo að hann snýr öfugur á veginum. Síðan koma mamma og pabbi inn í bílinn, og við ökum af stað til lögreglustjórans til að tilkynna morðið. Kæra þökk fyrir birtinguna. Anna Birna. Ðraumar af þessu tagi eru líkastir martröð og engan veginn þægilegir, en eru þó sjaldan jafn illir fyrirboðar og maður hyggur. Morð er yfirleitt fyrir heilsutjóni þess, sem ódæðið fremur. Við ráðum því drauminn þannig, að systir þín verði fyrir einhverjum veikindum, en vonandi verða þau ekki alvarlegs eðlis.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.