Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 44

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 44
til jarðar, og svif þeirra var svo létt að það var næstum eins og þær bærust frekar upp á við. Arad og íbri höfðu safnað saman miklu af brenni og kveikt eld, sem logaði glatt. Hann heyrði þá hlæja og tala saman glaðlega þegar hann nálgaðist þá, en þegar hann kom til þeirra þögnuðu þeir og settu upp dapurlegan svip, rétt eins og nærvera hans hefði verið áminning til þeirra fyrir að hafa leyft sér glaðværð. Jasódad fann til samvizku- bits. Ég hef öfundað þá af því að lifa, af því að Natan er dá- inn. Og hann hugsaði til þeirr- ar undarlegu ánægju, sem hann hafði fundið til þegar hann heyrði að Lasarus gæti ekki leikið á flautuna. Hann hugs- aði um sár. Sum sár greru án þess að nokkur merki sæust eftir þau eða þá í hæsta iagi ör, sem ekki voru til neinna lýta, svo heitið gæti. Önnur sár hleyptu drepi í allan líkamann. Þannig hafði sorgin leikið hug hans, allt hans eðli, hún hafði eitrað hann allan. Nú var hann engum til gleði, jafnvel ekki sjálfum sér. Þá skildi hann allt í einu hvað hann ætti að gera. Sú hugsun, að hann gæti alveg eins verið dauður, hafði verið fræ sem fallið hafði í frjóan jarðveg. Já, hugsaði hann, það væri skömminni til skárra að ég væri dauður. Og nú var hann orðinn ákveðinn í að leita dauðans, ljúka þessu öllu, hafa það allt að baki. Þarna sat hann, sveipaður í þykku, brúnu skikkjuna sína, og hugsaði þetta mál frá öllum hliðum. Fyrst var það fjölskyld- an. Hann var sannfærður um að þau myndu einskis missa við dauða hans, nema síður væri. Mágur hans var góður maður, og hann hafði náð mörgum samböndum gegnum viðskipti sín. Menn myndu sjá dætur hans, dáðst að þeim, mæla með þeim, og drengurinn myndi vinna í víngarði móðurbróður síns, þar sem ekkert yrði til að hræða hann. Marta yrði ánægð. Síðan hugsaði hann um Guð, sem hann gat ekki alveg vikið frá sér, þótt hann hefði svikið hann. Boðorðin bönnuðu mönn- um ekki að svipta sjálfa sig lífi. Hann hafði þau upp fyrir sér, en fann ekkert í þeim sem bannaði sjálfsmorð. Síðan rifiaði hann upp sög- ur, sem höfðu skeð, sem hann hafði heyrt talað um og mundi. Eftir ósigurinn á Gilbóa-fjalli hafði Sál látið fallast á sverð sitt, og spámaðurinn Elía hafði farið út í óbyggðir, sezt þar niður og beðið: Ó Guð, taktu nú líf mitt. Það hafði Guð að vísu ekki gert, en hann hafði ekki heldur ámælt Elía fyrir þessi tilmæli. Hann hugsaði um allt þetta í ró og næði og komst að þeirri niðurstöðu að svo fremi Natan væri nú hjá Guði, þá kæmi sjálfsmorð hans varla í veg fyrir að þeir hittust aftur hin- um megin grafar. Hann bað kvöldbænina sína: Blessaður sért þú, ó, herra vor Guð, drottnari geimsins, sem framkallar rökkrið með orði þínu . . . Og við þetta bætti hann annarri bæn persónu- legri: að hann mætti deyja í svefni. Það var vani fjárhirða að þeir vörpuðu hlutkesti um í hvaða röð þeir skyldu vaka yf- ir fénu um nóttina; en þeir þrír, hann og Arad og fbri, höfðu fyrir löngu lagt þann sið niður. Jasódad svaf alltaf fyrsta hluta nætur, ef hann sofnaði eitthvað á annað borð, hrökk síðan upp og vakti það sem eft- ir var nætur, meðan félagar hans sváfu. f nótt þurftu þeir ekki að óttast neina hættu; þeir voru alltof nærri Betlehem til þess að úlfar færu að angra þá, og sauðaþjófar legðu ekki út í þetta veður . . . Það kæmi því ekki að sök að hann dæi í svefni þótt Arad og fbri svæfu áfram. Hann leit upp á klettinn, sem þeir höfðu búizt um undir. Eld- urinn logaði enn og ungu mennirnir léku enn spil sitt, en áhugi þeirra var dvínandi og þeir famir að geispa. Hann lagðist fyrir og sofn- aði næstum samstundis. Hann hugsaði aðeins um eitt á með- an hann var að festa blund- inn: Guð heyrði bæn mína. Nú mun ég deyja . . . Hann vaknaði eins og venju- lega, gagntekinn tilfinningu um söknuð og ófarir. Hann var eneu síður lifandi en áður. Það var hætt að snjóa, him- inninn heiðskír og stjömurnar tindrandi. Eldurinn var brunn- inn út, svo að aðeins vottaði fvrir glóð í öskunni. Arad og íbri steinsváfu báðir. Hann stóð unp. f stjörnuskininu litu sofandi kindurnar út eins og steinar í burrum fliótsfarvegi. Þær voru þar'1 allar með tölu. Svo hugsaði hann: Guð hef- ur svikið mig aftur. Það lá ljóst fyrir. Guð hafði alltaf svikið hann. Hann hafði gert skyldu sína, beðið bænir sínar, borgað það sem honum bar, heimsótt musterið, fórnað þar og allt sitt líf hafði hann al- drei beðið neins fyrir sjálfan sig, fyrr en í kvöld. Hann hafði beðið Natans vegna — að hann yrði sýknaður, að hann fengi skjótan dauðdaga — en hvor- ugt hafði orðið. Og í nótt hafði honum verið neitað um að deyja. Og hann hugsaði: Ef maður, sem væri vinur þinn, svaraði ekki þótt þú berðir að dyrum hjá honum, og þú berðir í ann- að sinn og þriðja án þess að komið væri til dyra, þá mynd- irðu líta svo á að annaðhvort væri húsráðandi ekki lengur vinur þinn eða ekki heima. Vindurinn var kaldur, og jafnt himinn og jörð voru gagntekin tómleika. Einmana- kenndin olli honum nístandi sársauka. En ég skal ljúka þessu, hugs- aði hann. Hann vissi ráð til þess. Hnífurinn hans var beitt- ur; djúpur skurður yfir vinstri úlnlið myndi duga. Hann læddist yfir klettinn eins hljóðlega og honum var unnt. Svo myndi hann ganga eitthvað hundrað skref yfir óslétta jörðina, finna sér djúpa holu og leggjast þar fyrir . . . Nóttin var ákaflega björt og óteljandi stjörnur tindruðu. Það boðaði frost. Ein stjarnan var geysistór, eins og úr gulli og virtist miklu nær jörðu en hinar. Fyrrmeir hafði hann hugsað um sól og tungl og stjörnur sem hluta af undrum sköpunarinnar, sem árangur af boði Guðs: Verði ljós! En í kvöld voru forgarðar himinsins í augum hans tómir og hástóll himinsins sömuleið- is. Hann valdi sér leið af var- úð og gætti þess vel hvar hann fór, og hann varð mjög undr- andi er hann allt í einu sá eirf- in skugga — mjög svartan og skýran — teygja úr sér á jörð- inni fyrir framan hann. Óhugs- andi var að birta frá stiörnum gæti kastað þvílíkum skugea! Hann sneri sér við og sá að himinninn að baki honum var upplýstur, fylltur birtu sem ekki kom frá mána eða sól eða stjörnum: það var birta sem engan uppruna virtist eiga. Honum fannst sem himnarnir hefðu oonazt. Hann varð grip- inn skelfingu og stóð sem steini lostinn. Hann gat ekki dregið andann, titraði ekki einu sinni og starði á skinið, sem varð æ sterkara og breyttist og tók á sig form. Og þarna, bjartari en birtan sjálf, fegurri en nokkuð, sem hann hafði getað gert sér í hug- arlund, kom í ljós engill, sem laut fram í geislana og talaði til hans. Engillinn sagði: Vertu óhræddur, því sjá, ég boða þér mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yð- ur er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafðu þetta til marks: Þú munt finna ung- barn reifað og liggjandi í jötu. I næstum fimm ár hafði hann haldið að eymd hans væri al- ger, að ekkert gæti aukið hana eða dregið úr henni. En hann hafði haft á röngu að standa; þetta hlaut að bætast við. Hann sagði: Þetta er of seint. Of seint fyrir Natan, sem dó ung- ur; of seint fyrir mig, sem hef afneitað Guði mínum. Þá sá hann að engillinn mikli var ekki einn. Þeir voru marg- ir, heill skari, og andlit þeirra öll björt og fögur. En í þeim fjölda tók Jasódad aðeins eftir einum, og hann heyrði aðeins eina rödd, af öllum þeim mörgu sem sungu. Það var rödd sem hann þekkti og elskaði. Rödd, sem tók undir lofsöng hinna: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönn- um, sem hann hefur velþókn- un á. Svo hurfu englarnir. Hann stóð þarna andartak, ruglaður, fagnandi og iðrandi. Að hugsa sér: öll þessi ár í harmi og bit- urð og örvæntingu, og allan þann tíma hafði Natan, ungur og fagur og hreinn, verið ör- uggur í skjóli Guðs. Svo hraðaði hann sér tilbaka yfir klettinn án þess að hirða um að fara hljóðlega. Arad svaf ennþá eins og vænta mátti af áhyggjulausum piparsveini, en íbri var vaknaður — var nývaknaður og lá enn sveipað- ur ábreiðu sinni. — Ég sá Ijós, sagði hann. — É'g heyrði raddir. Hann talaði eins og þetta hefði borið fyrir hann í draumi. — Komdu, sagði Jasódad. ■— Við skulum fara til Betlehem íbri tók því vel, en þeir urðu að beita fortölum til að fá Ar- ad með sér. Hann hafði lenei haft grun um að Jasódad væri ekki með öllum mjalla, og þar sem vitað er að geggjun er smitandi, var ekkert trúlegra en að fbri væri farinn að rugl- ast eitthvað líka. 44 VIKAN 51.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.