Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 22

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 22
þeirra. Michael var framkvæmdastjóri i Branywine Drugs, sem var eitt af stærstu lyf jafyrirtækjum i heimi og hann átti sjálfur meira en helming af hlutabréfunum. — Skál og til hamingju með brúðkaupsdaginn okkar, sagði hann, tuttugu minútum siðar og lyfti kampavinsglasinu. — Skál og til hamingju, ástin min, þetta hefir verið dásamlegt ár. Meðan þau biðu eftir for- réttinum sagði Michael: — Ég þarf að segja þér óvænt tiðindi. Hún þóttist verða undrandi. — Biddu, lofaðu mér að gizka. Þú ætlar þó ekki að gefa mér úlfahund. — Hvað ættir þú svo sem að gera með úlfahund. Nei, ég ætlaði að koma þér á óvart og segja þér að við förum til Sviss i næsta mánuði. Hún reyndi að sýnast glöð á svipinn. — 1 júni? — Ég hefi ekki hugsað mér að fara á skiði. Hefurþú heyrt talað um doktor Herbert Mentius? Hún hristi höfuðið. — Hann er mjög frægur, upprunalega ættaður frá Brooklyn. Hann fékk mentun sina við Harvard og læknadeildina við Columbia- háskólann. Það var almennt álitið að hann yrði heimsfrægur heilaskurðlæknir eða lifefna- fræðingur, hann er með doktors- gráðu i báðum greinum, en svo gerðist sérfræðingur i elli og hrörnunarsjúkdómum og er orðinn heimsfrægur i þeirri grein. Ann leit á eiginmann sinn. Hann var að visu sextiu og þriggja ára, en leit ekki út fyrir að vera nema i mesta lagi fimmtugur. Hann var glæsilegur meður, stæltur og hraustur, en Ann vissi að þessi aldursmunur þeirra var mjög viðkvæmt mál fyrir hann. — Svo þessi doktor Mentius er þá einhver ellilæknir: — Frekar mætti kalla hann yngingalæknir. Eftir mikið streð er ég búinn að fá i.ann til að taka mig i tveggja mánaða dvöl á hressingarheimili hans. Það er að visu alveg fokdýrt, en þessi Alpakúr hans er vist það bezta, sem völ er á á þessu sviði. Hressingarheimilið er reyndar i glæsilegri höll og það er allur viðurgerningur sá bezti, sem á verður kosið. Og eftir tvo mánuði verður maðurinn þinn miklu unglegri og ég vona yngri i reynd lika. — Michael, hann er þó ekki einn af þessum kirtlafúskurum, sem kvikmyndastjörnurnar fara til i tima og ótima? — Nei, hann er hámenntaður læknir. Ég hefi haft spurnir af honum og fengið mjög haldgóðar upplýsingar. Ég held að þetta verði vel sinna tuttugu og fimm þúsund dollara virði. — Tuttugu . . . .Michael, ég held þú sért að gera að gamni þinu. — Hann er heiðarlegur, þú getur treyst þvi. Viltu koma með mér? Hún tók hönd hans. — Að sjálfsögðu, ef þú vilt hafa mig með. Tveim timum seinna kom þau heim til sin, i glæsilegu ibúðina við Fimmtu breiðgötu. Ann var yfir sig hrifinn af ibúðinni, hún var yfirleitt hrifin af öllu, sem hjónabandið hafði fært henni. Einkaritaranum, sem giftist forstjóranum. Michael Brandywine hafði gengið eftir henni i þrjár vikur og siðan kvænzt henni. Það var nú reyndar ekki alveg svo einfalt. Fjölskylda hennar 1 hafði þekkt Michael i áraraðir. Faðir hennar var heimilislæknir ■ fjölskyldunnar, þangað til gamli Brandywine dó, en þá hafði Michael flutt höfuðstöðvar fyrir- t tækisins til New York. Foreldrar Ann höfðu látizt af slysförum fyrir átján mánuðum og faðir hennar hafði ekki látið neitt eftir sig handa Ann og Bob bróður hennar. Ann flutti til New York og hún skrifaði Michael, til að biðja hann að útvega sér starf, sem hann lét henni strax I té. Þegar hann kom til að heilsa henni, bauð hann henni strax út að borða. Hún elskaði hann. en hún vissi reyndar ekki mikið um lif hans. Hann vár þögull að eðlisfari og talaði litið um hugsanir sinar. Burtséð frá þvi, var ástarlif þeirra eins gott og frekast var á kosið. Bara hann væri ekki svona innilokaður. Þetta með ferðina til Sviss, var táknrænt dæmi, að anda ekki út úr sér neinu um þetta, fyrr en hann var búinn að ákveða það, hugsaði hún, meðan hún var að hátta. Hún stóð andartak við spegilinn og virti fyrir sér nakin likama sinn. Hún var i magrasta lagi, en vel vaxin að öðru leyti. — Ert þú að leika Narkissus? v spurði Michael, sem hafði komið aftan að henni, án þess að hún yrði hans vör. Hann kyssti hana i á hálsinn. — Reyndu það, sagði hún brosandi. > — Ég er hér með svolitið handa þér. Fáðu þér sæti. Þetta voru eyrnalokkar, settir túrkisum og demöntum. Framhald á hls. 38. 22 VIKAN 51. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.