Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 31

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 31
PÍLAGRIMSFERÐ Framhald af bls. 13. vikja fyrir hinu daglega lifi og amstri þess. En þegar kvöldið var liðið og hann stóð og bjóst til að hátta, sagði Spentrup við konu sina, þar sem hann horfði á sofandi börnin, sem hvert um sig þrýsti að sér nýfengnu leikfangi: „Gusta” sagði Spentrup, ,,ég veit ekki . . . .mer finnst við aldrei hafa átt eins skemmtilegt jólakvöld og núna. Veiztu, til hvers mig langar? Að við eyðum næstu jólum i heimabyggð minni. Heldurðu ekki, að börnunum þætti gaman að kynnast þvi, hvernig jólin eru haldin úti á landi? Við getum sjálfsagt fengið að búa á kránni. Það ætti heldur ekki að þurfa að vera svo afskaplega dýrt.” Strax að liðnu sumri tók hann að spara til jólanna. Frú Spentrup fylgdist undrandi með þvi, hvernig maður hennar útfærði áætlun þá, sem hann hafði gert á siðustu jólum . .kvöldið, sem hann hafði verið svo óvenjulega glaðvær og ræðinn. Það kvöld haföi samband hans og barnanna á einhvern hátt breytzt. Nú héngu þau eiginlega meira i honum en henni, og vist var það oft léttir, en ekki alltaf óblandinn léttir. Hún undirbjó jólin með tilliti til áætlunar manns sins, og snemma á aöfangadag kom Spentrup- fjölskyldan til litla bæjarins með kránni, þar sem biðu þeirra illa upphituð herbergi með fimm furðulegum rúmstæðum. Húsbændurnir voru þægilegir, konan afskaplega blátt áfram, og lyktin af káli og kleinum var i hjerjum kima. Þegar klukkan nálgaðist fjögur, þrömmuðu þau af stað, Spentrup og börnin, rækilega dúðuð i ullarföt og vopnuð exi, reglulegri þrælbeittri exi. Þau ætluðu sjálf að sækja sér jólatré út i skóginn, að fengnu leyfi nýja skógarvarðarins, sem Spentrup hafði sótt um skriflega áöur. Frú Spentrup varð eftir á kránni og tók upp farangurinn. Hún horfði brosandi á eftir þeim út um gluggann, þegar þau lögðu af stað. Fas Spentrups vitnaði á einhvern hátt bæði um aldur hans og reynslu, en gerði hann einnig svo nálægan og jafnaldra börnum sinum. A leiðinni gegnum bæinn gaf Spentrup gaum að þeim breytingum, sem orðið höfðu siðan hann var þar siðast. Það voru, já það voru vist nákvæmlega tuttugu og fimm ár siðan, þvi aö frá þvi foreldrar hans á sinum tima seldu húsiö, hafði hann ekki viljað koma þangað aftur. Þegar hann öðru hverju hitti gamla félaga og talið barst að litla bænum og hann heyrði um nýjar byggingar og breytingar, varð hann alltaf gripinn óþægindatilfinningu og andúð gegn þvi að snúa aftur og sjá þessi merki um timans tönn. Og nú kom það dálitið óþægilega við hann að sjá, að i staðinn fyrir gamla skiltið með kringlunum fyrir utan brauðgerðina var komin stór kringla, sem hékk fyrir glugganum . . .og þar sem húsið hennar „Rúllumaju” hafði staðið, var nú komin minjagripa- verzlun. Annars var gatgn sjálfri sér lik, nema hann minnti, að hún hefði verið breiðari. Spentrup gerði sér sérstaklega far um að láta ekki bera á forvitni sinni, þegar þau mættu fólki á leiðinni. Skyldu það vera einhverjir, sem hann þekkti i æsku? Litli maðurinn, sem stóð þarna fyrir utan kjötbúðina . . .gat þetta verið Ingemannsen? Nei, það var útilokað, Ingemannsen hlaut að vera löngu dáinn, og hann hafði heldur ekki svona skegg, nei . . .en þar sem Nóra átti heima, þar stóð kona i dyrunum, og það gat ekki verið nein önnur en Nóra, Nóra hin yndislega, sem allir ungu mennirnir kepptu um . . . .Nóra með ljósa hárið og fas sem hefði sómt drottningu. Nú var hún orðin þrifleg kona hátt á fertugsaldri, mikiö ef hún bar sig ekki ennþá eins og drottning. Spentrup hraðaði sér framhjá með börnunum og gaf sig ekki til kynna, en honum hlýnaði um hjartaræturnar að sjá, að Nóra var ennþá við lýði og meira að segja á sama stað og hún hafði búið alla sina ævi. Þau fóru i gegnum bæinn og út úr honum, og svo voru þau komin að skóginum. Hann var horfinn! Ekki svo að skilja, að þarna væri engan skóg að sjá. Gamli vegurinn sveigði sem fyrr inn á milli trjánna og skipti sér i litla stiginn meðfram bakkanum og breiða ökuveginn á milli hæðanna, en hérna, þar sem fyrr höfðu staðið stór, dreifð tré, var aðeins kjarr, og lengra meðfram stignum, þar sem áður var þéttvaxið kjarr, var nú hins vegar kominn hávaxinn skógur. Allt var öfugt við það, sem verið hafði áður, allt, nema litla malar- gryfjan I hólnum, þar sem Spentrup hafði grafiö sér göng i bernsku og eitt sinn næstum grafizt lifandi, þegar sand- bakkarnir einn góðan veðurdag hrundu saman yfir hann. Hann sleppti höndum barnanna og gekk nokkur skref áfram aleinn. Andúðin reis upp i honum eins og holskefla . . .svo varð honum ljóst, að auðvitað hlaut vaxandi skógur að breytast með árunum, en aöbreytingin yrði svo algjör, svo eyðileggjandi, það voru hrein og bein rangindi. Spentrup var að þvi kominn að snúa við og fara heim, fara heim, til þess að snúa aldrei aftur, aldrei. Snúa aftur i hreiðrið sitt i Kaupmannahöfn og það undireins, hann ætlaði . . . .þá sá hann börnin, sem stóðu og horfðu á hann furðu slegin, Morten með litlu höndina sina kreppta um axarskaptið .... Þá tók Spentrup sig á, og hersingin hélt inn i skóginn, hæfilegt tré var valið og fellt og boriö heim á krána. Faðirinn var þögull alla leiðina, en börnin töluðu hvert i kapp við annað og ræddu fram og aftur hvert smá- atriöi ferðarinnar, hvernig þau höfðu valið rétta tréð, sem ekki mátti vera of stórt og heldur ekki of lítið, hvað það var spennandi og erfitt að fella tréð, hvernig þau urðu að bera tréð, eitt hélt um toppinn, annað um miðjuna, og það þriðja gekk aftast og hélt um neðsta hlutann á þeirra eigin jólatré. Þetta var stór stund, það var svo óvenjulegt og merkilegt fyrir þessi stórborgarbörn að gera eitthvað, sem þau annars þekktu bara af lestri ævintýra- bóka og gamalla sagna. Þau komu upptendruð heim og töluðu hvert upp i annað. Marianne, sú óstýrilárta ungfrú, þóttist m.a.s. hafa séð spor eftir björn einmitt þar sem þau fundu tréð. Frú Spentrup tók vel eftir þvi, hve maöur hennar var hljóður allt kvöldið, og þegar þau ætluðu að fara að hátta, eftir að hafa komið börnunum i ró, kom það loksins: „Já,” sagði hann næstum hljómlaust, „það var léleg hugmynd að koma hingað, og það hefði ég átt að sjá fyrirfram. Þó að maður sé hlynntur eðlilegri þróun i lifinu, þá þolir maður ekki, að það sé hróflað við þeim myndum, sem æsku- minningarnar hafa mótaö. Maður á ekki að fara pilagrimsferð til hins helga lands bernsku sinnar. það á að lifa óbrenglað i endurminningunni. Ég held við ættum að snúa aftur heim strax á morgun.” Arin liða. Arin liðu. Eitt þeirra tók frú Spentrup með sér inn á eilifðar braut. Siðari heims- styrjöldin, sem kostaði svo mörg mannslif, batt enda á lif Mortens. Spentrup varð einn eftir, þegar Hans fluttist til Suöur—Amerlku, og Marianne gifti sig. Marianne, sú óstýriláta ungfrú, giftist tvisvar, og i bæði skiptin hrist Spentrup höfuðiö, en sagði ekkert. Hann lifði reglubundnu lifi, ekki sérlega öfundsverðu, en þetta var það hlutverk, sem hann hafði kosið sér i lifinu, og þvi skyldi hann gegna, svo lengi sem hann dygði. Spentrup gekk til og frá vinnu sinni á skrifstofunni, skrifaði bréf heima á kvöldin, heimsótti Mariönnu á hverju sumri og eyddi hjá henni nokkrum ánægjulitlum dögum, en kvartaði ekki. Svo var það einn aðfangadag — Spentrup stóð einmitt og var að hella úr rauðvinsflöskunni, sem hann gaf sjálfum sér i jólagjöf, yfir i eina af þessum góðu, gömlu karöflum, sem nú var að mestu hætt að nota — að dyrabjöllunni var hringt, og Marianne kom þjótandi inn. Lotten var meö henni, og Lotten var orðinn fimm ára og hafði vaxið mikið frá sumrinu áður. „Pabbi, klæddu þig og komdu undir eins. Ég er með bilinn niðri. Þú neyðist til að vera hjá okkur i kvöld. Ég er alein. Albrecht (það var maðurinn hennar) — Albrecht er ekki heima. Við ætluðum til Jamtlands og fara á skiði, en ég nennti þvi ekki, þegar á átti að herða. Hann fór I gær. Og nú langar mig svo til að gera svo- 51. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.