Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 17

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 17
dur litirnir virðast t | ||i'5 í'' i f | Í1ÍF> Jjtk) | r* 11; mik' | m Wk; m Skirn Jesú. fjölda vina, vann sér frama og bjó við góð efni. Hann var beðinn um að mála myndir i Perugia, Rimini, Ferrara, i Rómaborg, i sölum Vatikansins á dögum Nikulásar V. páfa, Urbino, þar sem hertoginn gerðist verndari hans, og siðast en ekki sizt i Arrezzo. Nú á dögum koma þangað pilagrimar hvaðanæva úr heiminum til þess að horfa á hin stórkostlegu veggmálverk hans, sem bera nafnið „Saga krossins”. Þvi meira sem Piero ferðaðist um, þvi hændari varð hann að fæðingarþorpi sinu. Hann fór þangað hvenær sem honum gafst syngja" Kristur ris upp frá dauðum. tækifæri til, og málaði fjöldann allan af myndum fyrir kirkjur staðarins, þótt annars staðar hefði hann getað unnið sér inn vænar fjárfúlgur. Hann var kosinn i bæjarráð og settist loks alveg að i þorpinu sinu, San Sepolcro og dvaldist þar siðustu 14 ár ævi sinnar, „hraustur bæði á sál og likama” eins og hann skrifaði sjálfur á áttræðisaldri. Það var þarna, sem honum datt i hug að mála nokkrar svipmyndir úr Lúkasar- guðspjalli og mála mynd af fæðingu Krists ásamt englum, syngjandi fagnaðarboðskapinn. Eftir dauða Pieros fór illa fyrir mörgum meistaraverkum hans. Veggmálverk hans i Ferrara voru ' eyðilögð, þegar byggingar vour endurnýjaðar eða rifnar niður vegna nýbyggingaihinni vaxandiborg. Myndir hans i Vatikaninu týndust, þegar Július II. páfi bað annan frægan listamann, Raphael, að mála nýjar myndir yfir þær gömlu. önnur málverk hurfu, þegar kirkjur voru hvit- kalkaðar eða endurbættar. Næstu kynslóðir gleymdu Arrezzo, vegna þess að Framhald á bls. 38.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.