Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 32
lítið, sem lengi hefur verið að brjótast i mér. Flýttu þér og komdu.” Hver getur barist gegn storminum? Fimm minútum siðar sat Spentrup með Lotten á hnjánum i stóra, þægilega bilnum, sem Marianne stýrði gegnum borgina og út á þjóðveginn, meðan rökkrið færðist óðum yfir. Spentrup spurði einskis, hann hafði gefið sig örlögunum á vald og sat nú með þessa litlu hlýju manneskju i keltunni og var ekkert niðurdreginn yfir þvi að skipta á 6inum venjulegu einmanalegu jólum og þvi, sem nú átti að gerast, hvað svo sem það var. Þegar þau höfðu ekið drjúga stund, beygði Marianne skarpt og stöðvaði bilinn. ,,Hér förum við út.” sagði hún. „Erum við strax komin?” sagði Spentrup og setti Lotten varlega út úr bilnum. Svo klöngraðist hann sjálfur út. ,,Já.” sagði Marianne,”nú erum við hingað komin.” Spentrup leit i kringum sig. Þau voru stödd i skógi. Vegurinn sveigði inn á milli trjánna og skipti sér i litla stiginn meðfram bakkanum og breiða ökuveginn á milli hæðanna framhjá malar- gryfjunni, þár sem móbarðið slútti yfir göngin. Stóru beykis- stofnarnir stóðu dreifðir 'um hið næsta, og lengra i burtu grillti i lágvaxið kjarrið i húminu. „Korndu nú, við verðum að flýta okkur,” sagði Marianne, ,,við verðum að finna okkur jólatré og fara með það heim. Vonandi er ekki orðið of dimmt”. Spentrup hafði tekið ofan hattinn, og hann hitaði i kringum augun. Þetta var skógurinn hans, nákvæmlega eins og hann hafði verið fyrir mörgum árum, þegar hann var drengur. Uppi á bakkanum til vinstri greindi hann jafnvel rótarhnyðjuna af stóra beykitrénu, sem rifnaði upp i vetrarstorminum fyrir . . .ja, fyrir næstum fimmtiu árum. þarna lá það ennþá og haf&i aldrei verið rutt i burtu. Honum hefði ekki brugðið hið minnsta, þótt Laes skógarvörður hefði á þessu andartaki sagt með sinni djúpu, hæglætislegu rödd . . . „Taktu nú öxina,” en það var björt og ákveðin rödd Mariönnu sem mælti þessi orð. Spentrup tók öxina, sem hún rétti honum, og þau gengu af stað jramhjá malar- gryfjunni. „Heyrðu”, hélt Marianne ótrauð áfram, „manstu þegar við vorum litil og héldum einu sinni jólin hérna, og Hans og Morten og ég fórum með þér og sóttum sjálf litið jólatré hingað inn i skóginn. Eg minnist þess á hverjum jólum, og ég var fyrir löngu ákveðin i þvi, að Lotten skyldi fá að njóta þessarar sömu reynslu, þegar hún væri orðin nógu stór. Og auðvitað áttir þú að koma með, pabbi, þvi að þetta ér skógurinn þinn, og hingað urðum við að fara. Bara við finnum nú hæfilegt tré. Hvert finnst þér við ættum að fara?” '„Ja”, sagði Spentrup, „liklega er bezt . . . .það mátti oft finna falleg, litil grenitré i kjarrinu þarna lengra uppi i hæðinni.” Vindurinn blés af vestri, og það var sama gnauðið og hafði svæft Spentrup þúsund sinnum, þegar hann var lítill drengur. Hann mundi þetta hljóð jafnvel og rödd sins eigin föður, og honum fannst vindurinn alltaf gnauða ofurlitið öðruvisi i öllum öðrum trjám. Fyrir vitin lagði súra lykt af rotnandi laufi, alveg eins og áður fyrr. Frá járnbrautinni inni i skóginum hljómuðu merkin, sem þýddu, að lestin væri á leiðinni og járnbrautarvörðurinn yrði að loka fyrir bilaumferðinni. Spentrup þekkti þetta allt saman aftur, hvert smáatriði var óbreytt. „Hérna” sagði hann, „hér er skurðurinn lægstur, hér skulum við stökki^a yfir. Gætið ykkar á rótarhnyðjunni hérna. Haltu á frakkanum minum, meðan ég felli þetta tré. Þetta er tréð, ég er búinn að hafa auga með þvf i allt haust.” Þegar þau komu aftur að bilnum — og meðan Marianne kom litla vota, stinna grenitrénu fyrir i framsætinu, og meðan Lotten brölti inn i aftursætið, upp- tendruð og fagnandi, sneri Spentrup sér viö eitt andartak og horfði inn i skóginn. Arin voru liðin, en höfðu nú komið til hans aftur á undarlegan hátt. Og það var eins og vindurinn, sem gnauðaði i trjákrónunum i myrkrinu, vildi segja honum, að hann hefði alltaf verið hamingju- samur maður. KONUNGLEG HNEYKSLI Framhald af bls. 11. — Vegna þess að þú verður að giftast konungi Danmerkur, til að tryggja yfirráð föðurlands þihs á höfunum. Svona, svona Carolina, sagði hann svo og röddin var eilitið mildari. — Stúlkur af konungakyni geti hvorki valið eiginmann né heimili að eigin geðþótta. Ég man að við systkinin lékum einu sinni leikrit og Agústa systir okkar átti að segja fram Ijóð. Ég man nú ékki allt ljóðið, en það endaði einhvernveginn svona: . . .enhvertsem leið min liggur, lit ég alltaf heim tilEnglands . . . Georg strauk bliðlega titrandi axlir systur sinnar. — Agústa gerði skyldu sina, Caroline. — Já, sagði Caroline biturlega, — og líttu á hana nú. Gift þessum hryllilega Georg af Brunswick og þarf að þola allar hans ástkonur. Lif hennar er ömurlegt og það er mitt lif lika. Georg andvarpaði. — En þú átt að giftast ungum manni, Kristján, konungur Dana er frændi þinn. Hann er lika ungur. Ég held lika að hann sé mjög glaðvær. Já, mjög glaðvær. Caroline Matilda hélt áfram aö gráta. Og hvenær sem Sir Joshua Reynolds kom til að mála hana, átti hann erfitt með að halda henni rólegri. Og þegar hún hafði kvatt alla og gekk að vagninum, sem átti að flytja hana til Harwich, var társtokkið andlit hennar svo aumkunarlegt að allur skarinn, sem ætlaði að kveðja hana með gleðihrópum, þagnaði. Einn viðstaddur skrifaði vini sinum: „Vesalings litla Dana- drottningin gekk ein út i heiminn . . .það hlýtur að vera verra en dauðinn . . .Megi góður guð varðveita hana, leiðbeina henni og hugga, vesalings barnið, þvi hún er aðeins barn”. Þegar Caroline sá hinn verðandi eiginmann sinn, varð hún samt glöð, en sú gleði stóð ekki lengi. Hann var lágvaxinn, samanborið við hana, smábeina Og grannur, með fingerðar hendur og fætur. Þegar hann brosti komu I ljós skjannahvitar og sterklegar te. nur. En það var ekki fyrr en hún kom nær að hún sá grimmdina f þessu brosi og bjánalegan tómleika i augunum. Þetta var eins og aö sjá álfasvein breytast i grimmdarlegan dverg. Eftir hið hefðbundna faðmlag og kveðjur, virti Kristján brúði sina fyrir sér, eins og hann væri að skoða nautgrip á markaðs- torgi. Svo sneri hann sér að einum hirðmannanna, sem stóðu i kringum hann og sagði upphátt: — Hún er of ljós yfirlitum. Þvi i dauðanum gátu þeir ekki sent mér eina dökkhærða? Frá þessari stundu breyttist hinn dapurlegi draumur i hreina martröð. Kristján sýndi það með ruddalegri framkomu og óhefluðu oröbragði að hann fyrirleit hana. Hann reyndi ekki heldur að dylja það. Það var lika margt annað, sem þessi fimmtán ára stúlka varð að berjast gegn með sinni skóla- frönsku, sem hún skildi ekki allt of vel. Sumir voru að reyna að gera henní skiljanlegt að eigin- maður hennar hefði mikið dálæti á þvi að láta þjónustusvein sinn berja sig. Þetta var glaðlegur ungur sveinn, Holck að nafni. Henni var lika sagt að Holck væri meira virði fyrir Kristján konung, en nokkur kona gæti orðið. En samt sá hún einu sinni, á grimuballi, að eigin- maður hennar laumaði sér inn i hliðarherbergi, með laglegri dökkhærðri stúlku. Það leið heill klukkutimi, þangað til þau létu sjá sig aftur meðal gestanna. Hver var eiginlega sann- leikurinn um hegðun og liferni- konungsins? En smám saman, eins og stykki I raðþraut, féllu staðreyndirnar saman og sýndu henni rétta mynd að þeim manni, sem hún var bundin hj,úskaparböndum: — hann var sadisti og lika kynviltur, lingeröur og meira en litið bilaður af geðsmunum. Stundum horfði hann á hana, eins og hún væri bláókunnug og kom með alls- konar umvandanir við hana á almannafæri, rétt eins og hann væri að tala við sjálfan sig, eða hugsa upphátt. Hirðfólkið tók allt eftir konunginum og eggjaði hann. Það var augljóst að hann fyrirleit konu sina og hið sama mátti segja um hiröina, sem samanstóð að verulegu leyti af drembilegum hefðarfrúm og siðspilltum aðalsmönnum. Þetta varð til að hún missti allt sjálfstraust, fannst hún sjálf vera heimsk og óupplýst og hún skammaðist sin fyrir sjálfa sig. Hún þráði innilega sitt gamla um- hverfi, unaðslegu garðana 1 Kew Garðana sem faðir hennar hefði látið gera, faðir hennar, sem lézt áður en hún fæddist, prinsinn af Wales, sem náði þvi aldrei að verða konungur. Myndi hún bera beinin hér i þessu hræðilega landi? Stundum óskaði hún þess heitast að mega deyja. Og þegar hún þroskaðist og fór að skilja aðstöðu sina, komst hún að þvl að hún átti valdamikinn óvin við hirðina, óvin sem stóð að baki hins veiklynda konungs og það var ekkjudrottningin stjúpmóðir hans. Faðir Kristjáns var tvikvæntur: seinni kona hans var miklu yngri og lifði hann. Og nú beið hún, Juliana Maria, ekkju- drottning Danmerkur, eftir þvi að fá aftur töglin og hagldirnar, þegar Kristján konungur væri úr vegi. Hún átti einn son, Friðrik, hálfbróður Kristjáns og það var hennar heitasta ósk að sjá hann i hásætinu. Horfurnar voru llka nokkuð góðar, þvi að heilsa Kristjáns var ekki sem bezt. Hún hafði heldur ekki miklar áhyggjur af þvi að Caroline, þessi kjánalega brezka stelpa, yrði nokkur þröskuldur i vegi fyrir syni hennar. Þegar þær hittust, kom hún þannig fram við eiginkonu stjúpsonar sins, eins og hún, sem var þó hin raunverulega drottning, væri auðvirðileg þjónustustúlka. 32 VIKAN 51. T8L.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.