Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 43

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 43
hafa ekki get það líka, skildi það á þann hátt að hann gagn- rýndi hana. Það var rangt hjá heniii, hann var feginn að sjá að hún var ánægð, en hann gat ekki fengið af sér að segja henni það. Börnin voru kannski hrædd við sorg hans, andlit hans, sem nú var markað djúpum rúnum sorgarinnar og öllum heilabrot- unum henni samfara. Kannski hafði móðir þeirra gefið þeim fyrirmæli, því að framkoma þeirra var alltaf óaðfinnanleg meðan hann var heima. En þau umgengust hann eins og ókunn- an mann; hann var þeim fað- irinn sem kom og fór. Hann kom án þess að sýna nokkur fagnaðarmerki, og fór án þess að ásaka neinn. Og enginn saknaði hans. Natan var enn nálægur í litla, snyrtilega húsinu, þótt hann sæist ekki. Á dyrastafn- um sáus tenn merkin, sem Jasó- dad hafði gert þar með hníf sínum er hann hafði mælt þar vaxandi hæð Natans í æsku hans. Á krók á veggnum hafði flauta Natans alltaf hangið — allt til þessa dags. Hverju sinni er hann kom heim, hafði hann litið á skorurnar í dyra- stafnum og síðan á flautuna. Það hafði hann alltaf hugsað sér að gera. En einn dag hékk flautan ekki lengur á króknum. Hann heilsaði konu sinni og leztu dóttur, sem hét eftir móð- ur sinni. Svo spurði hann: — Hvar er flautan hans Natans? — Æ, flautan, Lasarus er með hana. María fór með hon- um til Ebenesers. Hann ætlar að kenna honum á hana. —• Kenna honum? sagði Jasó- dad. — Natan kenndi sér það nú siálfur. Og hann bjó meira að segja til flautuna sjálfur. Vilii Lasarus eignast flautu, er hann ekki ofgóður til að smíða hana sjálfur! Svo sagði hann allt í einu, þótt hann vissi að ekki hefðist upp úr því annað en ósætti, en hann réði ekki við það — þetta var andlegt sár, sem hrjáði hann og hann neyddist til að rífa upp: — Og María varð auðvitað að gæta drengs, sem er orðinn siö ára? Fylgja honum tvö hundruð metra götuspotta? Hvað hélt hann að kæmi og æti hann upp? Úlíar? Marta eldri sagði við þá yngri: — Farðu og athugaðu hvort brúna hænan er búin að verpa. Við eigum ekki von á öðru í dag, og ef hún er ekki búin og lögzt í hreiðrið, setztu þá hjá henni. Þegar stúlkan var farin, hvessti hún sig og leit á Jasó- dad. — Þú ert að vísu maðurinn minn, en nú er ég búin að fá nóg. — Nóg? Og af hverju þá? — Af mörgu, svaraði hún. Til dæmis þessu stöðuga nöldri þínu út í Lasarus. Hann er nú sjö ára, og við vitum öll að þegar Natan var á hans aldri, þá var hann farinn að ganga við fé, og hann var ekki hrædd- ur við neitt. Eg veit þetta, en ég er orðin leið á að heyra tal- að um það. Það er ekki hægt að búast við nema einu slíku undrabarni í einni fjölskyldu. Við áttum eitt slíkt undrabarn og misstum það — og þar var um að kenna hans eigin heimsku. Nú eigum við ósköp venjulegan lítinn dreng, sem er ekkert kjarkaður. Mundu að á leiðinni til Ebenesers verður hann að fara framhjá kránni, og Efórus er alltaf fullur. Nat- an fannst gaman að honum, en Lasarus er hræddur við hann, og ég sé ekkert athugavert við það. Og ég sé ekki heldur neitt athugavert við það að hann skyldi taka flautuna. Natan smíðaði hana, en fyrst hún á annað borð var til, var þá nokk- ur ástæða fyrir Lasarus að smíða aðra og skera sig kann- ski í fingurna við það? Get- urðu sagt eitthvað við því? Áður en Jasódad gæti ein- hverju svarað — ef hann hafði þá einhverju að svara, hélt hún áfram hvassmæltari: — Sg vil að hann lifi áfram, og að hann viti hvað er hættu- legt, svo að hann gæti varúð- ar. Svo bætti hún við: — Þú ólst Natan upp! Marta litla kom aftur með egg í hendinni, og rétt á eftir komu Lasarus og María. Jasó- dad tók sig á til að sýnast eðli- legur. — Jæja, sagði hann. — Hvernig gekk tíminn? Geturðu leikið á flautu nú, Lasarus? — Nei, Ebeneser var vondur við mig. — Hann sagði að ég hefði ekkert tóneyra. Konan hans skammtaði dýr- legan rétt á diskana þeirra, lambakjöt, lauk og baunir. Með disk í annarri hendi og skeið í hinni leit hún til dyranna. Nokkrum sekúndum síðar kom inn bróðir hennar Lasarus, sem drengurinn hafði verið heitinn eftir. Hann var myndarlegur og góðlegur maður, sem þangað til fyrir fjórum árum hafði unnið fyrir sér sem vefari. Þegar konan hans, sem ekki hafði fætt honum börn, andað- ist, hafði hann þegar á eftir kvænzt ekkju sem átti víngarð. Þau höfðu eignazt eitt barn, en hún var orðin of gömul til þess, og bæði hún og barnið höfðu dáið fyrir tæpu ári. Síðan þá hafði hann oft í viku borðað hjá systur sinni, og einu sinni hafði hann sagt við Jasó- dad að hann vissi að það væri Guðs vilji að hann yrði áfram barnlaus. Þegar hann benti á systkinabörn sín var hann því vanur að segja: —• Þess vegna lít ég á þau sem mín eigin börn. Jasódad hafði þá andartak fundið til öfundar gagnvart þessum glaðlynda manni, sem tvívegis hafði orðið að þola sorg á stuttum tíma — þrisvar, ef andvana fæddi drengurinn var talinn með. Lasarus var skyn- samur, gekk að hlutunum eins og þeir komu fyrir, rétt eins og systir hans. Þau jöfnuðu sig eftir sorg sína og gengu ekki í kringum opin sár í hjörtum. í fyrsta sinn sá Jasódad nú muninn á móttökunum, sem þeir mágur hans fengu í þessu húsi. Þegar hann — húsfaðir- inn — kom, lagðist skuggi yfir alla. Þegar Lasarus kom, var eins og sólin fengi að skína inn. Öllum líkaði vel við hann. Jasódad borðaði það sem hon- um var skammtað, en hann fann sig sem ókunnan mann á eigin heimili. Það versta var að honum stóð nákvæmlega á sama. Þau voru hamingjusöm. Þau virtust vera ánægð fjöl- skylda, og mágur hans var mið- depill hennar. Hann hugsaði: É'g verð að hypja mig, þau hljóta að verða fegin þegar ég fer. Þeirra vegna gæti hann al- veg eins verið dáinn! Lasarus, sem bæði var góður bróðir og rétttrúaður Gyðing- ur, myndi gera skyldu sína og taka að sér systur sína og börn hennar. Hann myndi útvega stúlkunum gjaforð og láta drengnum eftir víngarðinn. Og ef Lasarus mágur segði ein- hvern tíma, eins og hann efa- laust myndi gera þar eð hann var skynsamur maður: — Það getur tekið á taugarnar að ala upp dreng, þá myndi systir hans hlusta á hann með athygli. Hún gæti aldrei sagt við hann: — Það varst þú sem ólst upp Nat- an. Hann fór sina leið. Úti í kæl- unni var hann ekki fremur ein- mana en hjá fjölskyldu sinni. Þegar hann gekk framhjá síðasta húsinu í götunni datt honum í hug Efórus, sem yfir- leitt var fullur, eins og Marta réttilega sagði. Það var undar- legt og kaldhæðnislegt að þessi letingi og fylliraftur. grískur að ætt og kráarhaldari, var sá eini sem einhverja grein hafði gert sér fyrir örvæntingu Jasódads. Hann hafði hindrað að Jasó- dad yrði fylliraftur einnig. Jasódad hafði nefnilega gerzt nokkuð blautur fyrsta haustið eftir dauða Natans, því að þeg- ar maður hafði drukkið svo að allt snerist fyrir manni, þá gat maður að minnsta kosti fest blund. En þegar maður vaknaði aftur, varð sorgin enn sárari en fyrr, því að þá bland- aðist henni sektarvitund út af að hafa flúið á vit svefns og gleymsku. Og þá var eina lyfið meira vín. En kvöld eitt hafði Efórus sagt: — Gerðu þetta ekki, Jasó- dad. Þú sækir enga hughreyst- ingu í vínglas. Ég veit það bezt, því að ég hef sjálfur reynt það. Og Jasódad, sem nú var að- eins fjárhirðir en þó virtur safnaðarmeðlimur, hafði tekið sig á er fullur grískur kráar- haldari hafði varað hann við á þennan hátt. Síðan hafði hann aldrei kom- ið á krána, en hann hafði upp frá þessu alltaf hugsað til Efór- usar með nokkurri virðingu, sem þess eina manns í Betle- hem sem skildi hvað sorg eig- inlega var, að hún var eins kon- ar limlesting sem breytti manni í örkumla vesaling. Hann samfagnaði Efórusi því þetta kvöld, yfir því að nú var kráin sérstaklega vel sótt. Betlehem var full af fólki, sem var fætt þar og komið þangað til að láta skrá sig vegna nýju skattalaganna. Sjálfur hafði hann þegar gert það um morg- uninn, áður en hann fór heim. Nafn? Jasódad Natansson. Atvinna? Fjárhirðir. Heimili? í Betlehem. Aldur? Fjörutíu og átta ára. Honum létti að vissu marki að hugsa til manntalsins, og í nístandi vindinum hélt hann áfram upp á hólinn, þar sem hann gat séð yfir kindahjörð- ina. Kindurnar höfðu hnappazt saman og hann hugsaði: Þær finna það á sér. Lasarus hafði á réttu að standa; það fer að snjóa fyrir myrkur. Og næst- um á sama andartaki fóru fyrstu snjóflögurnar að svífa 51. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.