Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 41

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 41
býður yður heimanám í eftir- töldum 40 námsgreinum: Afengismál Algebra Almenn búðarstörf Auglýsingateikning Bókfærsla I. og II. Bókhald verkalýðsfélaga Búvélar Islenzk bragfræði Betri verzlunarstjórn I. og II. Danska I. Danska II. Danska III. Eðlisfræði Enska I. og II. Ensk verzlunarbréf Esperanto Franska Fundarstjórn og fundarreglur Gítarskólinn Hagræðing og vinnurannsóknir Kjörbúðin Lærið á réttan hátt íslenzk málfræði Mótorfræði I. og II. Reikningur íslenzk réttritun Saga samvinnuhreyfingarinnar Sálar- og uppeldisfræði Siglingafræði Skák I. og II. Skipulag og starfshættir sam- vinnufélaga Spænska Staða kvenna ( heimili og þjóð- félagi Starfsfræðsla Þýzka Skólinn starfar allt árið. Komið, skrifið eSa hringið í síma 38900. BRÉFASKÓLISÍS&A8Í allt fyrir 71 Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruðum viðskiptavinum okkar full- komna varahluta- og viðgerðaþjónustu. Verzlunin Garðastræti 11 sími 20080 ull, virtist fyrst vandræðalega feiminn, en vaknaði síðan, þeg- ar kvöldverður var snæddur, allt í einu til lífsins og fór að tala um allt ranglætið í sam- bandi við rómverska hernámið og undirgefni Gyðinga fyrir hernámsveldinu, sem að hans dómi var enn svívirðilegri. Þegar hann loksins hafði rof- ið þögnina, streymdu orðin úr munni hans í stríðum straum- um. Natan hlustaði heldur vand- ræðalegur, en þegar Isak loks- ins þagnaði til að ná andanum, greip Jasódad tækifærið til að gripa fram í: — Ekki tala um stjórnmál meðan þú ert að borða, fsak, það spillir matarlystinni. Þá hafði ísak litið á Jasódad með fyrirlitningu og ekki sagt fleira. Þegar þeir feðgar gengu við féð daginn eftir, hafði Jasódad sagt: — Vinur þinn fsak er of- stækismaður. — Það er hann án efa. Hann vildi helzt vera kominn upp í fjöll, en faðir hans er að missa sjónina, svo að hann verður að vera heima. — Ég vona bara að hann segi fekki svona nokkuð hvar sem er, það gæti orðið honum hættulegt. — Það getur verið. En hann sagði ekki annað en sannleik- ann, og honum ætti. ekki að leyna. — Það efa ég, sagði Jasódád vægilega. — Allt svona skvald- ur hefur aldrei leitt til annars en vandræða. Kindurnar voru á beit allt í kringum þá, rólegustu skepn- ur á jörð. Jasódad benti á þær með stafnum. — Drengurinn rhinn, ef Guði sýndist svo, gæti hann á svip- stundu breytt þessari hjörð í vígbúinn her. Það gætti virðingar, en einn- ig tortryggni og jafnvel nokk- urrar fyrirlitningar í rödd Nat- ans er hann spurði: — Trúirðu því í raun og veru? — Annars lét ég það ósagt. Síðar átti Jasódad margsinn- is eftir að ámæla sjálfum sér fyrir að hafa verið of viss í sinni sök, of auðtrúa, blindur. Þegar hann leit um öxl, minnt- ist hann þess að hitt og 'þetta hafði skeð þegar Natan var fjarverandi. En honum hafði aldrei dóttið í hug að setja Nat- an í samband við þá atburði. Það sem að lokum hafði kom- ið fyrir, var árangur útspekú- leraðrar áætlunar, gildru sem lögð hafði verið af mikilli fyr- irhyggju. Gröf Rakelar var fyrir norð- vestan Betlehem. Rétttrúaðir Gyðingar litu ekki beinlínis á haná sem heilagan stað, en litu þó til staðarins með virðingu — hann hafði þýðingu í sögu þeirra. Þar hafði eftirlætiskona Jakobs ættarhöfðingja dáið þegar hún fæddi Benjamín, eftirlætisson hans, og hann hafði reist minnisvarða á gröf hénnar. Smáhópur rómverskra her- manna frá herbúðunum utan við. Betlehem hafði verið á eftirlitsferð og slegið upp tjöld- um við gröf Rakelar, af þvi að það var vatn og eldsneyti til staðar. Þeir höfðu stillt her- merki sínu upp við minnisvarð- ann, sem var mjög farinn að láta á sjá fyrir tímans tönn, og tveir þeirra höfðu rist nöfn sín í varðann. Rabbíninn í næsta þorpi hafði ásamt þremur öldungum komið til þeirra og beðið þá kurteislega að flytja hermerk- ið og skemma ekki varðann. Flestir hermannanna höfðu ekkert botnað í hvað þeir voru að segja en einn skildi þó og svaraði: — Farið heim og rakið ykkur, karlskrattar. Natan, ísak og sá þriðji með 51. TBL. VIKAN 41'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.