Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 48

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 48
VÍSNAÞÁTTUR VIKUNNAR RAULA ÉG FYRIR RAUÐAN HUND Níðvísan hefur löngum verið íslendingúm tiltæk og að sjálf- sögðu verður hún því fleygari því meinlegri sem hún er. Jakob Jóhannesson í Ólafsvík orti þessa vísu um smáskammta- lækni, sem var oft að heiman: Fer um landið eins og örn aðstyðjandi tjóni, síljúgandi Sigurbjörn, siðspillandi dóni. Ekki þótti höfundi fýsilegt, að vísan yrði fleyg svona, gerði því bragarbót og breytti henni þannig: Fer um land og færir vörn fyrir grandi og tjóni, sílæknandi Sigurbjörn, siðelskandi á Fróni. Fjárhagur almennings er jafnan bágborin fyrir jólin, ekki sízt í ár, og kannski á skatturinn drjúga sök á því. Margur hefur bundið fjárhagsáhyggjur sínar og skuldabasl í stuðla og rím til hugarléttis og stundarfróunar. Hér er ein slík vísa eftir Guðmund Guðmundsson í Berufirði: Stormasamt við skuldasker, skammt á milli brota. Lygina fyrir lífakker læra menn þar að nota. Snemma á nítjándu öld bjó á Kolgrímastöðum í Eyjafirði maður, er Páll hét. Hann var góður hagyrðingur, en sárfá- tækur alla tíð. Jörðin var léleg og börnin mörg. Hann tók skuldabaslið mjög nærri sér, og þegar einn sona hans, Ágúst að nafni, dó ungur, kvað Páll: Þótt við mér stuggi veröldin, vil ég þakka glaður. Aldrei verður Ágúst minn aumur þurfamaður. Einhverju sinni var það á mannfundi í Saurbæ, að fátækur þurfamaður varð að leita á náðir sveitarinnar um hjálp. Dig- urbarkalegir ráðamennirnir veittust að lítilmagnanum og sök- uðu hann um ræfildóm og aumingjahátt. Maðurinn stóð þarna frammi fyrir þeim þögull og sneyptur. Þá kvað Páll þessa vísu: Feitra hunda hóp að sjá hugarró má skakka. Skörpum tönnum skella á skinhoraðan rakka. Við fengum snemma að kenna á vetrarríkinu í ár, fann- fergi mikið og vegir tepptir fyrir norðan og austan, þegar þetta er ritað. Sjómennirnir eiga kannski manna mest gæfu sína undir veðrinu, og þótt veturinn hafi eilítið liðsinnt okkur í landhelgisstríðinu, megum við ekki gleyma eigin sjómönn- um', þegar vindur gnauðar á glugga í þægilegri stássstofu. Jó- hann Garðar Jóhannsson frá Öxney vakti eitt sinn skipshöfn sína með þessari vísu á Skagagrunni: Veðri lýsa vondar spár, vonadísum fækkar. Lokar ís í áttir þrjár, aldan rís og hækkar. Hér kemur vel gerð vísa eftir Sveinbjörn Beinteinsson frá Draghálsi: Okkur bæði ljóðið leiddi, lokkuðu fræðin dul og há. Rokkið næði nóttin breiddi nokkrar kvæðastundir á. Og önnur eftir Sveinbjörn: Dagsins völd og vilja blekkti vélráð öld í morgundyn. Nóttin köld og þögul þekkti það sem kvöldið gaf í skyn. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Steinn Steinarr varð fyrir sárum vonbrigðum, er hann hélt til Rússlands árið 1956 og hugðist líta með eigin augum dýrðina, sem hann hafði gert sér í hugarlund. Hann orti mergjuð kvæði óbundin af þessu tilefni, en hér eru tvær vísur, sem hann orti í ferðinni sjálfri: Ráfa ég um og rolast hjá rauðum erkifjanda. Hvenær muntu sál mín sjá sóldýrð Vesturlanda? Ömurleg er gerskra grund, gjálpar skólp í mýri. Raula ég fyrir rauðan hund rímur úr ævintýri. Vinnukona á bæ einum átti dag nokkurn von á unnusta sínum í heimsókn. Það dróst eitthvað að hann kæmi og varð hún þá döpur mjög og guggin. Loksins kom hann þó, og tók stúlkan þá óðara gleði sína aftur. Um þetta var kveðið: Vel hún eirði öðrum fjarri angurs hrærð af þrauta sting. Eyrað heyrði, hann var nærri, hjartað bærði tilfinning. Við tilfærðum áðan Rússlandsvísur Steins Steinarrs. Og fyrst hjartansmálin eru komin á dagskrá, dettur okkur i hug þessi vísa eftir Stein — auðvitað með hans kaldhæðnislega lagi: Einni kvon að unna még ekki er von ég kunni. Mörg er konan liggileg lífs á skonnortunni. Og ekki má gleyma treganum eilífa. Við ljúkum þættin- um með þessari vísu eftir Jónas Tryggvason frá Finnstung- um: Þig hef ég alla ævi þráð ást minna fyrstu vona. Þig hef ég alla ævi smáð, örlögin hegna svona.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.