Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 38

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 38
hei&skiru lofti: þetta var eigin- lega smábær, þegar ég fór i burtu, en i dag er þetta orðin stór- borg með Uthverfum. I gamla daga var rúnturinn hérna i öllu sinu veldi, þá gekk prúðbúið fólk hér um með börnin sin á kvöldin, kynlegir kvistir, virtir listamenn og allskonar fólk. Þarna mæltu piltar og stúlkur sér mót, sem sagt, miðbærinn var þá miöstöð, einskonar hjartastaður Reykjavikur. En nú, þegar ég áttaði mig á að rúnturinn var ekki lengur, þá hugsaði ég nú, þetta er orðið eins og stóru borgirnar i Mið-Evrópu, þar sem allt er komið i úthverfin, eiginlega inn á heimilin, farið að dreifast frá þvi sem einu sinni var miðpunktur. Þessi einkenni smábæjarins, sem Reykjavík hafði enn þegar ég fór, voru mörg ákaflega hrifandi, en nú eru þau horfin og sjálfsagt komin önnur gæði i staðinn. — Kom þér þessi breyting á óvart? — Hún er sjálfsagt eðlileg, i samræmi við þá heildar- breytingu, sem hefur verið að verða á þessu þjóðfélagi, frá fiskimanna- og bændaþjóðfélagi inn i marga aðra þætti, eins og iðnað og stóraukna verzlun. — En hvernig var að byrja aftur á þvi að leika á móður- málinu? — Það var stórkostleg upplifun. Og að mega tjá sig á þvi yfirleitt. Það var feykilega erfitt fyrstu dagana, ég var þá stöðugt að þýða af þýzku yfir á islenzku. En eftir aö þessir fyrstu erfiðleikar voru yfirunnir, var það eitt að tala málið mikil hátið fyrir mig. Og það var mjög ánægjulegt hvernig tekið var við mér, bæði félagar minir og fólkið yfirleitt, áhorf- endurnir. Það hafði mikil áhrif á mig að fá slíkar móttökur og verða aðnjótandi slikrar hlýju, fá viðurkenningu fyrir það sem ég gerði og verða var eftirvæntingar vegna þess, sem til stóð hjá mér. Og einu verð ég að bæta við: það var alveg stórkostleg uppgötvun að átta sig á að Islendingar eru liklega áhugamesta leikhúsþjóð, sem til er. Ég býst ekki við að það þekkist neinsstaðar annarsstaðar i heiminum, að tvö hundruð þúsund manns fari i leikhús á ári. Að hugsa sér ef til dæmis færu sextfu milljónir manna i leikhús i Vestur-Þýzkalandi árlega, þá væri nú sætanýtingin einhver önnur en hún er þar i landi. Ég held að þetta komi dálitið til af þvi, að þessi mikli áhugi okkar tslendinga fyrir bókmenntum, hann viröist tengjast leikhúsinu. — Þú hugsar þér að vera til frambúðar i Zurich? — Já, ég hef þaö i huga. Ég kann vel við mig þar, og vil ekki sieppa sambandinu við þann stað, fremur en ísland. Annars hefur það alltaf verið þannig með mig, að ég hef átt heima þar sem ég hef veriö að vinna. Ég hef gaman af aö vinna, og það hefur gert að verkum að heimþrá hefur aldrei hrjáð mig að ráði, hvar sem ég hef verið. Eins og vikið er að I viðtalinu, eru þeir félagar að þýða Dómínó á þýzku með sýningar i sjónvarpi og leikhúsum fyrir augum. Þá er Jón að mestu búinn að snúa Dúfnaveislu Laxness á þýzku. Þeir félagar vinna saman að þýðingunum þannig, að Jón „hráþýðir”, eins og hann orðar þáð sjálfur, en siðan fara þeir báðir yfir verkin og lagfa ra mál og stil. Þess má að endinju geta, að þeim Hadrich og félögum hans frá . Þýzkalandi hefur komið til hugar að festa kaup á húsi hér- lendis, til að eiga hér athvarf og geta haft hentisemi sina með sem minnstum fyrirvara þegar að þvi kemur að leið þeirra liggur hingað aftur, sem full ástæða er til að ætla að verði. dþ. „EKKI AÐEINS ENGLARNIR .. “ Framhald af bls. 17. borgin var ofurlitið afskekkt, og meistaraverk hans, „Saga krossins”, féll i gleymsku. Það var ekki fyrr en i byrjun þessarar aldar, að menn uppgötvuðu á ný snilldarverk hans. Gagnrýnendur nú á dögum telja Piero della Francesca oft nýtizkulegastan gömlu meistaranna og fyrir- rennara Cézanne og Picassos. En Piero sýndi meiri trúarhita en nútimamálarar og einlægara hjartalag. Manngæzka hans kemur berlega i ljós i „Fæðingu Krists”. Yfir myndinni hvilir þægilegur og heimilislegur blær, þar sem heilög guðsmóðir sker sig úr hinni hversdagslegu heildarmynd., Jesúbarnið, sem liggur i einu horninu á skikkju heilagrar guðs- móður, þarfnast móður sinnar, eins og venjulegt barn þarfnast móður, og teygir sig eftir henni. Englakórinn gæti átt fyrirmyndir sinar meðal barnanna. Asninn rymur, uxinn starir sljóum augum á Jesúbarnið: óheflaðir fjárhirðar fá ekki augun af þessari ójarðnesku sýn: og Jósep, sem gengið hefur hina erfiðu leið frá Nazaret til Betlehem, hallar sér lúinn upp að söðlinum á baki asnans. Sérhvert smáatriði samsvarar sér snilldarlega vel. Hrörlegir veggir og þak gripahússins sýna á meistaralegan hátt afar sann- færandi fjarvidd. í bak- grunninum til hægri má sjá turna og spirur i Arrezzo. Það hlykkjast dalur með ökrum, skógum. og kalksteinshúsum eins og Piero þekkti svo vel i þorpi sinu, San Sepolcro. Allt er þetta undir heið- skirum himni, sólargeislarnir brotna I bláleitri móðu, og virðist myndin forboði fyrstu upp- götvana impressionista i málaralist. „Ekki aðeins englarnir, heldur litirnir virðast syngja,” segir hinn frægi sérfræðingur i lista- sögu, Sir Kenneth Clark, sem kunnur er orðinn hér á landi fyrir sjónvarpsþætti sina um sögu sið- menningarinnar. Litir Pieros og litabeiting hans frá dökkum litum til ljósra til að ná nákvæmari fjarvidd, varð til þess að lita- meðferð á Italiu tók miklum framförum. 1 „Fæðingu Krists” má greinilega sjá þessa snilldar- legu litameðferð, þótt myndin sé nú nokkuð farin að fölna. Það mætti kalla myndina „sinfóniu i bláu” — allt frá sterkbláum lit skikkju Mariu meyjar og blá- gráum klæðum englanna og myrkbláum skuggunum i gripa- húsinu til hinna veikfjólubláu lita i landslaginu og hinum sól- bakaða, veikbláa himni. öll þessi litabeiting var þaulhugsuð hjá Piero. Hann trúði þvi, að alheimur gúðs væri byggður upp á strang stærðfræðilegan hátt. En þegar við stöndum frammi fyrir þessari mynd af fæöingu Krists, gleymum við, að Piero della Francesca var „bezti' rúmfræðingur sinnar tiðar”. Okkur hættir jafnvel til að gleyma þvi, aö við erum að horfa á málverk. Við bókstaflega skynjum móðurástina. Eins og móðirin, erum við full undrunar og aödáunar. Við heyrum næstum trúarhitann i söng englanna: „Dýrð sé guði i upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum sem hann hefur velþóknun á.” EILÍF ÆSKA Framhald af bls. 22. — ó, Michael . . . . Og meðan hún var að festa á sig eyrna- lokkana, sá hún i speglinum að hann opnaði flauelsöskju og tók upp hálsfesti, sem var i stil við lokkana. Hann festi hana um háis hennar. — En Michael, hvislaði hún og starði á þessa stórkostlegu skartgripi. — Þetta hlýtur að hafa kostað ofsalegar fúlgur. Er þetta hægt . . . .ég á við núna . . . ég meina að þegar þú þarft að borga svo mikið til ferðarinnar, og eftir það sem þú tapaðir á oliunni .... Hann sneri henni við og brosti, vafði hana svo að sér og sagði: — Þegar eiginmaður kaupir ein- hverja vitleysu handa konunni sinni, þá er hyggilegast fyrir hana að þakka honum vel fyrir og hafa engar áhyggjur af reikningnum. Hún kyssti hann. — Þetta er dásamlegt og ég elska þig. — Þú getur skartað með þessu, þegar við komum til Sviss og gengið I augun á lafði de Ross. Hún er rik, gömul nöldurskjóða og hún verður þar um sama leyti og viö. En meðal annarra orða, hvernig ætlarðu að þakka mér rækilega fyrir þetta....... Hún brosti, tók I hönd hans og dró hann með sér að rúminu. Ungi maðurinn var með þykkt, svart hár, sem náði niður á axlir. Hann vó sig upp á laugarbarminn og þaðan glapsaði á sterklegan, sólbrúnan likama hans. Lafði Kitty de Ross leit á hann yfir brúnina á sólgleraugunum. — Farðu og náðu I Blóðmariu handa mér. Hún lá og teygði úr sér i hvilustól við laugina fyrir utan einbýlishúsið i Tangier, húsið, sem hafði kostað hana hundrað og tuttuguþúsund pund fyrir gengis- fellinguna. Hugh Barstow nuddaði siða hárið með baðhandklæði. — Ég hélt þú ætlaðir að biða með það fram yfir hádegi. Hefirðu nokkurn tima prófað að drekka ekki neitt fyrir hádegisverð? Það gæti verið sniðugt, svona til til- breytingar. — Ef það hentar mér aö verða drukkin fyrir morgunverð, hádegisverð eða i skini mánans, þá er það mitt mál en ekki þitt, vinur minn. Laglegur er hann, hugsaði lafði Kitty, en háttvisinni er ekki fyrir aö fara. Reyndar var ekki við öðru að búazt af svona pop- söngvara frá New Jersey, sem hún hafði fundið fyrir hálfum mánuði á Casino d Ariquie. Hún haföi reyndar stundum gaman að ruddaskap hans. A þriöja og fjórða tug aldarinnar hafði lafði Kitty verið einn kunnasti skemmtikraftur I London á álitin ein fegursta kona Evrópu. Nú var hún orðin sextiu og sex ára, hörundiö gróft og ljósa háriö stri- legt af sifelldum litunum. En ennþá var hún vel vaxin. Um 1947 þegar hún giftist hinum vell- auðuga Henry de Ross lávaröi, hafði hún veriö ódrukkin við og við, en eftir aö hann dó, fyrir fimm árum, hirti hún ekki um að draga neitt af sér viö drykkjuna. Hugh fleygöi handklæöinu I stól. — Og hvaö á aö gera I dag?spurði hann. — A að fara eitthvað með hommunum hérna niöurfrá aftur? — Góði Hugh, ég vildi óska að þú hefðir ekki svona ruddalegt orðbragð, þegar þú minnist á Georg og Archibald. Georg er' greindur rithöfundur og ég er alls ekki viss um að Archibald sé kyn- viltur. — Hversvegna notar hann þá varalit? — Ja, hvað sem þvi liður,þá 38 VIKAN 51. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.