Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 39
Og svo er þaö jólaplatan Jólaplata okkar i ár er með hinni vinsælu söngkonu Svanhildi og telpnakór. Jólalög og jólasálmar. En allar okkar jólaplötur standa fyrir sinu jól eftir jól. Má þar minnast á flytjendur eins og Ómar (Gáttaþef) Ragnarsson, Eddukórinn, Þrjú á palli, Elly og Vilhjálm og hin fallega jólaplata, Jólin hennar ömmu. Og svona i ’leiðinni má minna á hið vandaða úrval af barnaplötum frá SG—hljómplötum, þar sem hver einasta hljómplata er ekki aðeins sett saman með það eitt i huga að skemmta börnumun heldur og til að þroska þau i hugsun og leik. SG—hljómplötur. þurfum við að láta niður i töskur i dag. Við förum til London og verðum þar i hálfan mánuð, siðan förum við til Paris og þaðan til Sviss, og þar verðum við i tvo mánuði. — Það var gott að þú minntist á það i tæka tið. Ég á við, ef ég skyldi nú alls ekki kæra mig um að fara með þér. Hún virti hann fyrir sér. — Hefir einhver annar boðið þér starf? Hann svaraði ekki. — Jæja þá. Þú kemur þá með fnér til Sviss. Þaö verður þroskandi fyrir þig, þú getur altént lært aö jóðla. — Hvað ætlar þú að gera i Sviss i tvo mánuði? — Ganga undir aðgerð. Vertu nú góður drengur og sæktu þannan drykk fyrir mig. — Heyrðu kisulúra, þú ættir nú i alvöru að minnka svolitið við þig drykkjuskapinn. — Ein Blóðmaria er ekkert til að tal’a um. Það er bara vitamin- skammtur fyrir mig. Hættu þessu þrasi og farðu. Hann benti ógnandi á hana og gekk inn. Martin Hirsch gat alls ekki skilið hvað faöir hans vildi honum. Hann hafði komið heim kvöldið áður, eftir að hafa lokið öðru skólaárinu við Williams háskólann. Hann hafði andstyggð á þessu hræðilega ósmekklega húsi, sem faðir hans hafði byggt árið 1932, meðan flestir landsmenn voru á heljarþröm. Hann hataði reyndar föður sinn og fór æ sjaldnar að heimsækja hann. Astæðan til að hann var á leiö til hans nú, var sú aö hann var staurblankur. Og nú hafði faðir hans hringt upp á herbergið hans og beðið hann að koma til viðtals i vinnu- herbergi sinu. Martin svaraði játandi, drap i hasspipunni, sem reyndar var sú siðasta sem hann átti þessa stundina, skolaði munninn i baðherberginu greiddi ljóst hárið, sem var nokkuð sitt, fór i jakka og flýtti sér eftir ganginum. Hann hljóp niður stigann og yfir gólfið á stóra for- salnum og barði að dyrum hjá föður sinum. — Kom inn. Þetta geysistóra herbergi var mjög táknrænnn rammi um Arnold Hirsch, einn auðugasta banka-jöfurinn i Wall Street. Arnold Hirsch var næstum jafnhár i lofti og sonur hans ogþeir voru mjög likir, ef maður tók aldursmuninn með i reikninginn, en það voru liklega um fimmtiu ár. Arnold Hirsch var ennþá myndarlegur maður, þrátt fyrir skallann og nokkuð áberandi istru. En það sem athyglisverðast var við hann, var myndugleiki og ró, sem alltaf hafði farið i taugarnar á Martin. Það og skær, grá augun. Þegar faðirinn horfði á hann, hafði Martin það á tilfinningunni að hann sæi i gegnum hann. Hann horfði á hann nú. — Fáðu þér sæti, Martin. Martin settist, þrjózkulegur á svip. — Hvað hefir þú hugsað þér að gera i sumar? — Ég hafði hugsað mér að fara til Kanada með Dick Grayson, en hann hefur nú fengið gulu, svo ég veit ekki hvað úr þvi. En ég skal ekki verða hér lengi, ef það er það, sem þú hefur áhyggjur af. — Ég vil gjarnan að þú sért heima, Martin. — Jæja. (Þú þolir varla af mér sjónina, hræsnari). — Þú hefur vist fengið þá hugmynd að ég kenni þér um slysið og að ég sé reiður þér þess vegna. Ég kenni þer að visu um þetta, en ég er ekki reiður. Reykir þú ennþá hass? — Nei. (Skyldi hann trúa mér? Ef dæma skal eftir augnaráðinu, gerir hann það ekki.) — Það gleður mig að þú ert hættur þeirri vitleysu. Hvernig standa peningamálin? — Illa.( Ef hann ætlar að ganga hreint til verks, þá geri ég þaðlika.) Hversvegna get ég ekki fengið móðurarf minn greiddan nú? Það eru þó alltaf minir peningar. — Þú færð ekki að snerta höfuðstólinn, fyrr en þú verður tuttugu og eins árs. — En ég þarf á þessum peningum að halda nú. Ég verð tuttugu og eins næsta ár og þangað til verð ég að betla af þér. Ég þarf ekki mikið, rétt svo það nægi fyrir . . . .Hann var næstum búinn að segja hass, en greip sig i þvi. — Ég á við að mig vanti aðeins vasapeninga. Arnold virti hann fyrir sér. — Hvað segir þú um þrjú þúsund dollara? Martin leit með tortryggni á föður sinn. — Þrjú þúsund? Þú fyrirgefur að ég er tortrygginn, pabbi, en það hlýtur eitthvað að búa undir þessu. Arnold hló. — í næstú viku fer ég á hressingarhæli i Sviss og verö þar i tvo mánuði, til að ganga undir yngingaraðgerö. Mig langar til að þú komir með mér. En þar sem mér er ljóst að það veröur ekki beinlinis skemmtiferð i þinum augum, þá býð ég þér þessa peninga. Þú getur kallað það mútur, ef þú vilt. En þar sem ég sé um öll útgjöld, þá ætti þetta að vera nokkuð gott tilboð. En hversvegna viltu aö ég komi með þér? — Ef ég segði þér að mig langaði til að vera samvistum við 51. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.