Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 34

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 34
fræ&ingur. Hann lét til sin heyra i þinginu. Aður en árið var liðið, lét Caroline útnefna hann forsætis- ráðherra. Hjúskaparlögin voru endurbætt, blöðin fengu meira ritfrelsi og skólalöggjöfin var endurskoðuð og skólar settir á stofn. Aðalsmenn og fyrirfólk varð nú að hlýta sömu lögum og almenningur, og nú var ekki lengur hægt að hengja fátæklinga fyrir að stela brauðhleif. Framkvæmd nýju laganna var hraðað, nýji sópurinn sópaði vel, en í augum þeirra, sem áður höfðu ráðið lögum og lofum, var þetta eins hneykslanlegt og hið augljósa samband læknisins við drottninguna. Juliana var i fyrstu uggandi, en hún sá fljótlega að þetta ástand gæti verið hagkvæmt fyrir hana sjálfa. Þegar Caroline eignaðist dóttur, sem hlaut nafnið Louise Augusta og gat að sjálfsögðu alls ekki verið dóttir konungsins, kunni Juliana sér ekki læti. Þegar hún sá að hinn vesæli stjúpsonur hennar var fluttur til hallarinnar, til að hnekkja nrðrómnum um að hann hefði verið myrtur, eygði hún lausn mála sinna. Caroline elskaði litlu dóttur sina, sem var lifandi eftirmynd Struensees, af öllu hjarta, jafnvel meira en soninn. Hún naut lfka lifsins og ástarinnar: fórá veiðar, dansaði og skemmti sér fram undir morgun. A yfirborðinu var látið lita þannig út að drottningin og læknirinn borðuðu aðeins morgunverð saman, en Juliana vissi betur. Hún átti aðeins eftir að koma fram með sannanir. Og hún tók til óspilltra málanna. Fyrsta skref ekkju- drottningarinnar var að reyna komast inn i vistarverur konungsins og það var ákaflega auðvelt. Hann hopaði reyndar undan, þegar hún kom askvaðandi inn til hans. Það var auðvelt fyrir hana að koma penna á milli fingra hans og stýra skjálfandi hönd hans til undir- skriftar, til að skrifa undir hand- tökuskipun á Struensee og Caro’.ine drottningu. Sigri hrósandi þerraði Juliana blekiö og virti fyrir sér vitskertan stjúpson sinn með arnaraugum. — Þú segir þetta engum. Heyrirðu það? Þú segir ekkert. Hann kinkaði bjánalega kolli og rétti fram hönd sina, eins og til að biðja um vinarhót, en hún lézt ekki sjá það og strunsaði út. Svo lét hún kalla fyrir sig yfirmann lifvarðarins. Þetta sama kvöld var grlmudansleikur i höllinni. Þaö snjóaði mikið, en inni i danssalnum glitruðu ljósin og dansinn dunaði. Caroline dansaði, alsæl, við elskhuga sinn, Hún var sannarlega drottningarleg þetta kvöld. Demantarnir blikuðu á örmum hennar og barmi. Hún horfði ástaraugum á elskhuga sinn, sem svaraði brosandi. Hljómlistin þagnaði og dansfólkið yfirgaf salinn. t svefn- herbergi Caroline lágu ást- vinirnir i faðmlögum. Eldurinn logaði glatt i arninum og Caroline hafði vafið bjarnarskinnskápu Struensees um sig. Klukkan tvö reis hún upp. — Nú verður þú að fara, ástin min. — Já. Eftir innilegt faðmlag smeygði hann sér út um leynidyrnar, sem lágu að stiganum, sem tengdi svefnherbergi þeirra. Caroline settist við spegilinn og fór að bursta hár sitt. Skyndilega var þögnin rofin. Dyrunum var hrundið upp. Hermenn, vopnaðir sverðum og pistólum umkringdu hana. Foringi las eitthvað upp af blaði og hún skildi danska orðið „arrest”. Hún rak upp ofboðslegt óp og þegar hún hrópaði i annað sinn, kom Struensee til hennar, hann hafði heyrt óttann i rödd hennar. Hann sá straj^ að þau voru komin i gildru. Hann þrýsti henni fast að brjósti sér, meðan hand- tökuskipunin var lesin til enda. Svo gripu hermennirnir þau og það varö ekki timi til frekari kveðjuorða. Hún sá ekki hvert þeir fóru meö hann. Hún var hálfklædd, en vafði um sig kápu og hermennirnir leiddu hana burt. Þegar þeir fóru meö hana um ganginn, sem lá að vistarverum Kristjáns konungs, sleit hún sig lausa. Hann hafði skrifað undir handtökuskipunina, hann gat ógilt hana, ef hún aðeins gæti komizt til hans. En hermennirnir drógu hana með sér út að vagninum, sem beið við dyrnar og hún var færð til Kronborgar- kastala, þar sem hún var lokuð inni. Fangavistin varö Struensee ströng. Hann var settur I klefa, sem var svo þröngur að hann gat hvorki setiö né staöið og var hlekkjaður við vegginn. Hann var sveltur og pyndaður og i þrjá mánuði mátti hann þola þessar pfnslir, áður en hann var leiddur til aftöku i aprilmánuði. 1 Bretlandi var mikil ólga. Hvernig var hægt aö bjarga hinni ungu drottningu? Var ekki sjálfsagt að Bretakonungur segði Dönum striö á hendur? Georg III. var að visu meö áhyggjur af systur sinni, en hún var samt ekki þess verð að heyja striö hennar vegna. Hann sendi freigátu til að sækja hana, en það var ekki farið með hana aftur til Englands, heldur til Hannover og þar var henni komið fyrir I Zellekastala. Eftir þetta hneyksli var ekki hægt að láta hana koma til konungs- hallarinnar I Englandi. Hún bjó þar svo i þrjú ár, lokuð úti frá umheiminum með Louise litlu dóttur sina hjá sér. 1 Danmörku rikti nú Júliana i forföllum konungs, en danska þjóðin komst fljótt að þvi að ástandiö hafði verið mun betra i stjórnartiö Struensees. Samtök voru mynduð til að frelsa Caroline frá Zelle, hina réttu drottningu og færa hana aftur til Kaupmannahafnar. Hún frétti þetta og lifnaði við þennan vornarneista. Það var brezkur ferðamaður, sem færði henni þau tiðindi að innan skamms myndi hún veröa flutt aftur til Kaupmannahafnar. Hún yrði drottning á ný. Ferðamaðurinn átti ekki orð til að lýsa glæsileik hennar og hraust- legu útliti. En sjö vikum siðar lézt hún, aðeins tuttugu og þriggja ára gömul og af sjúkdómseinkennum hennar mátti ráða að henni hefði verið byrlað eitur. Vald ekkju- drottningarinnar, Juliönu Maríu, virtist ná langt. 3M - Framhald af bls. 15. góða skapið hefur svo sannarlega haldist siðan. Prógramm hljómsveitarinnar er æði fjölbreytt og má þar sannar- lega finna eitthvað fyrir alla. Ætla mætti, að Haukarnir þyrftu að æfa nokkuð stift, til þess að geta þetta, en staðreyndin er vist sú, að æfingar eru nokkuð sem tekur varla að minnast á. Aðspurðir um æfingar, mundu þeir aðeins eftir einni nýlega og það var i september, þegar nýi trommuleikarinn, Rabbi, var æfður inn. Þá var tekið á leigu húsnæði einn laugardags- eftirmiðdag og svo spilað um kvöldið. Raunverulega er það aðeins litill hluti prógrammsins, sem er æft, hitt verður til á dans- leikjum. Þegar talað er um, að Haukarnir njóti mikilla vinsælda, verður að taka tillit til þess, að þeir sitja ekki jafnt til borðs og aðrar hljómsveitir. Vinsældir Hauka byggjast, eins og áður sagði ekki á gæðum tón- listarinnar eingöngu, heldur á hvern máta þeir flytja sina músik. Lagaval er lika nokkuð i öðrum dúr, heldur en hjá öðrum danshljómsveitum landsins. Prógrammið er, þegar á heildina er litið, mun léttara eða létt- meltara, heldur en fólk hefur almennt vanist frá öðrum hljóm- sveitum. Nú er það æ að koma skýrar og skýrar i ljós, að aðrar hljómsveitir eru mikið farnar að taka upp sama þráð. A þeim tveimur árum rúmum, sem Haukarnir hafa spilað þessa teg- und tónlistar, hafa þeir dregið til sin fjölda manns á dansleiki, jafnvel þótt aðrar topp- hljómsveitir hafi verið i næsta ná- grenni. Það er greinilegt, að fólk sækist ekki alltaf eftir þvi, að heyra það flottasta og bezta i bransanum. Stefnan, sem Haukar mörkuðu, án þess að gera sér beinlinis grein fyrir þvi, er nú rikjandi hjá fjölmörgum hljóm- sveitum öðrum. Það eru aðeins topparnir, sem halda sinni stefnu (næstum þvijóbreyttri. Það er staðreynd, að þegar Haukarnir spila á dansleik, gera þeir það með pomp og prakt. Þeir eru staðráðnir I að skemmta sjálfum sér eins og frekast þeir geta. Þeirra motto er, að ef við skemmtum okkur, þá skemmtir fólkið sér. Ef að hljómsveitin er að spila á sveitaballi einhvers staðar, eins og sagt er, þá koma þeir á staðinn eins og allir aðrir, sem eru að fara á sveitaball. Þeir eru ekki að fara að vinna, heldur til að skemmta sér. Og á meðan þeir gera það, er engin hætta á að vinsældir þeirra minnki, þvi fyrir þetta hugarfar hefur hljómsveitin orðið það sem hún er i dag. BREKKUKOTS- ANNÁLL Framhald af bls. 25. minum augum sem skapaður i aðalhlutverkið. Danskir, norskir og sænskir aðilar eiga hlut að gerð myndarinnar, og er þetta i fyrsta sinn, sem þessar þrjár skandinavisku þjóðir, auk tslendinga og Þjóðverja, taka sig saman um gerð kvikmyndar. Af Þjóðverja hálfu er aðilinn Nordvision, norður-þýzka sjón- varpið. Hvað sem þvi liður er mydnin að þvi leyti rammislenzk, að þeir sem að henni unnu eru allir Islendingar, burtséð frá mér sjálfum og myndatökumanni mlnum, Peter Hassenstein og Inge Bohmann, aðstoðarmanni leikstjóra og fáeinum öðrum. — Nú hafið þér mikla reynslu af þvi að kvikmynda með leikurum, sem þaulvanir eru að leika i kvik- myndum, en það eru islenzkir leikarar ekki i sama mæii. — Það kann að koma ýmsum á óvart, en staðreyndin er sú, að grundvallarregla i sambandi við gerð kvikmynda er að þar gildir ekki rútina. Það er miklu betra að vinna með fólki, sem er framandi gagnvart kvikmyndinni og af þeim sökum opnara fyrir ferskum áhrifum. Sjálfum fannst mér sannkölluð uppörvun og andleg endurnæring að vinna með islenzku leikurunum. Ekki hvað sizt er ég ánægður með árangurinn með barnahlutverkin, en I þau urðum við að velja alveg óvant fólk. En sérstaklega vil ég i þessu sambandi geta eldri leikar- anna sem eru i sannleika stór- 34 VIKAN 51. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.