Vikan


Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 40

Vikan - 21.12.1972, Blaðsíða 40
pig, til að kynnast þér betur, þá myndi þú lfklega ekki trúa mér, svo ég skal vera hreinskilinn. Siðastliðið sumar varst þú þess valdandi að móðir þin lézt, vegna þess að þú okst bil undir áhrifun marijuana. Ég hefi ástæður til að halda að þú hafir þá hætt við marijuana og farið að nota hass og eitthvað ennþá verra. Ég vil að þú komir með mér, til að reyna að halda þér frá þessum eiturlyfjum i tvo mánuði. Ef það er hægt, þá er lika von til þess að þú hættir að nota þessi hættulegu fiknilyf. Ég skal ekki einu sinni taka af þér loforð um að hætta þessu, meðan við erum i Sviss, vegna þess að mér er ljóst að þú myndir brjóta það loforð, ef i það færi. Von min er að svo fari ekki. En hvað sem þvi liður vil ég hætta á það. Hefirðu áhuga á þessu? Martin ók sér i stólnum. Tveir mánuðir innan um gamalmenni og með honum. En á hinn bóginn var það freistandi að fá þessa þrjú þúsund dollara. Það hlaut lika að vera hægt að komast yfir einhverja ögn i Sviss...... — Jæja, hverju svarar þú? sagði Arnold rólega. — A ég að skrifa ávisun? Martin kinkaði kolli. Faðir hans brosti, þessu gamla frosna brosi og tók fram ávisanaheftið. Þegar Ann og Michael Brandywine og hinn ungi aðstoðamaður Michaels, Bill Brandshaw, stigu út úr flugvélinni i Genf, var bilstjóri heilsuhælisins þar i stórriDaimler bifreið tók á móti þeim og eftir klukkutima akstur Komu þau að' Windischgratz, litlum bæ, sem lá við vatnið, sem bar sama nafn. Þau óku gegnum bæinn, kringum vatnið, gegnum' hlið úr smiða- járni og komu þá inn i stóran garð. — Chateau Mirabelle, sagði bflstjórinn og hægði á ferðinni, þegar þau komu út úr garðinum. Og þar hinum megin við stóra grasflöt, stóð marmarahöllin. — Það var fræg frönsk gleðikona, sem byggði þessa höll fyrir hundrað árum, hélt hann árfam. — Doktor Mentius og kona hans keyptu hana fyrir átta árum og 'gerðu á henni .ýmsar breytingar. Það er nýja rannsóknarstofuálman, sem liggut1 þarna til vinstri og álman hinum megin er eldhús og starfs- mannafbúðir. — Bill, þú færð herbergi i þeirri álmu, sagði Michael. — Ég gat ekki fengið neitt betra handa þér, gestaálman er lokuð núna. Ég vona að þér mislíki það ekki. Ann varð svolitiö undrandi. Bill var hagfræðingur frá Harvard. Henni fannst það svolitið leiðiii- legt að láta hann búa i ibúð þjónustufólksins. Bill hafði verið hjá Michael i fimm ár og Michael ætlaði honum mikið starf. Stunduip ihugaði hún hversvegna Bill léti bjóða sér slikt þrælahald. Bifreiðin var svo stöðvuð við þrep, sem lágu upp að skrautlegu fordyri, þar sem þakinu var haldið uppi af steinstyttum, sem voru i lfki sterklegra karlmanna, liklega smekkur gleðikonunnar frönsku. Tveir þjónar i einkennis- búningum komu til að bera inn farangurinn. Hinn geysistóri kringlótti forsalur var lika úr marmara, tvær hæðir, en sitt hvorum megin voru skrautlegir borgstigar upp á aðrahæð. Handriðið, loft og dyra- skreytingar voru gylltar. Það var auðséð að það voru ekki aðeins peninj*ar, sem höfðu gert þetta svona fagurlega i stand, heldur var lika smekkur og alúð i verkið. SKUGGAGIL Framhald af bls. 19. Ég var lika steinhissa, þvi að svipur okkar beggja var svo likur, að furðu sætti. Hún var kringluleit og enn ungleg, augun dökkbrún og hárið, sem enn var ljóst var með ofurlitlum silfur- hærum viö gagnaugun. Þetta var alveg furðulegt. Eini munurinn á okkur var á hæðinni, þvl að hún var talsvert hærri vexti en ég. En svo áttaði hún sig og hljóp niður það, sem eftir var af stiganum, og hljóptil min. skjálf- andi af silki og ilmandi af ilmefnum. Hún tók lika i axlirnar á mér og sneri mér, svo að ljósið skein framan i mig. Svo kyssti hún mig og faömaði og gaf frá sér einhver sönglandi hljóð, rétt eins og hún væri að gæla viö krakka. Faðir minn leiddi okkur báðar aftur inn I vinnustofuna sina. Frú Voorn, sem hafði komið niöur stigann á eftir móður minni og séö allt, sem fram fór, sneri sér hægt við og gekk aftur upp stigann. Mamma leiddi mig að legubekk og við settumst báðar niöur. Hvaðan úr veröldinni kemurðu, barn? spurði móðir min og snerti á sér augnlokin með kniplingabryddum vasaklút. Hann stoðaði nú lltið, en móðir min var svo forvitin að fræðast eitthvað um mig, að hún sleppti. sér ekki. - Frá New York, sagði ég. ( - En . . .hvenær . . .hver fann þig og hvernig fannstu okkur og . . . .móðir min virtist alveg frá sér af forvitni. - Það getur nú beðiðs greip faöir minn fram I. - Jane kom með böggul með sér, sem á að geta sannað, hver hún er. - Ég þarf engar sannanir, sagði móöir min. - Ég þarf ekki annað en lita á hana til þess að sjá, að hún er dóttir okkar. - Sama segi ég. En það getur nú samt verið gaman að sjá þessar sannanir. - Vist svo, samþykkti móðir min. Faðir minn tók utan af bögglinum á borðinu og opnaði öskjuna. Enn voru umbúðir um innihaldið. Þær voru lokaðar með lakki, sem molnaði þegar snert var á þvi. Þegar hann tók papp- Irinn utan af þessu, sáum við bláa flauelsöskju, sem lá ofan á einhverri hvitri flik. Hann lagði öskjuna til hliðar og tók upp hvitan telpukjól, fallega út- saumaðan og skreyttan breiðu Ijósrauðu belti. Svo var perlu- prjóni stungið I kjólinn, sem var rifinn á tveimur stöðum. Kjóllinn hafði verið þveginn og ef nánar var aðgætt, mátti sjá, að hann var ofurlitið gulnaður af elli, en móðir min þurfti ekki annað en lita á hann til þess að þekkja hann. Hún kinkaöi kolli þegjandi og þrýsti honum að brjósti sér. - Þetta er kjóllinn þinn, elskan, sagði hún við mig. - Sa sem þú- varst i þegar þú hvarfst. Geturðu nokkuð munað eftir okkur eða nokkru i húsinu þar sem þú áttir heima? - Nei, frú, ég man ekki eftir að hafa nokkurntima átt hér heima. - Æ, elskan min, vertu ekki að kalla mig frú. Þú ert dóttir okkar Ég er hún mamma þin. Þú kallaðir mig einusinni mömmu og það vona ég, að þú gerir fram- vegis - Auðvitað vil ég það sagði ég og var gripin innilegri þakklætis- kennd til þessara hjóna, sem höfðu viðurkennt mig, ekki aöeins fúslega heldur innilega. - Sjáðu þetta, sagði faðir minn. Hann hélt kapseli á gullkeðju. Það hafði verið I flauelsöskjunni. Hann opnaði það og inni I þvi var örlitið málverk af móður minni þegar hún var miklu yngri. -Nora . . . .finnstþérnú nokkur vafi geta á þessu leikið? Jane var með þetta þegar hún hvarf. Og nú litur hún út eins og þú gerðir þá. Þið eruð merkilega llkar. Faðir minn settist á borðrönd- ina og ljómaði af gleði. - Hvar varstu öll þessi ár? spurði hann. Ég dró snöggt að mér andann. Þetta var stundin, sem ég hafði alltaf kviðið fyrir, en nú var ekkert undanfæri. . - Ég veit ekki almennilega, hvernig þetta gekk til, sagöi ég lágt. Ég veit ekki annaö en það, sem Ellen Randell sagði mér. - Hver er hún? spurði móðir min. - Konan, sem . . . .rændi mér. Ég varð að segja það, þvl að það var ekki nema satt. - Og hún ól þig upp sem dóttur slna? spurði móðir min. - Já, mamma. Enjnin ól mig upp I ást og umhyggju. - Ellen Randell. Móðir mln endurtók nafnið dræmt, eins og hún hefði ekki heyrt til min. Svo greip hún andann á lofti. - Ellen Randell! Já, en hún átti heima .... - . . .1 húsi með útsýni yfir Skuggagil, sagði ég - það sagði hún mér. Hún sagðist hafa verið aö því komin að giftast, en þá hafi unnustinn hennar fallið I ein- hverri fyrstu orrustunni I striðinu. Hún var einmana. Hún tók mig svo . . .en ég man ekkert eftir þvi. Við áttum heima I New York. - Hversvegna beið hún með að segja frá þessu þangað til I dag? spurði faðir minn. -Hún er I sjúkrahúsi. A morgun á hún að ganga undir uppskurð. Og hún vildi ekki hafa þetta lengur á samvizkunni. Það var eins og móðir min væri að horfa eitthvað langt i burtu. - Ég vona, að hún deyi. Ég vona, að hún deyi. - Æ, segðu þetta ekki, sagði ég. Þú þekkir hana ekki. Hún er dásamleg og góð og ég elska hana . . . - Ellen Randell. Faðir minn skrifaði nafnið niður. - Ég skal sjá um þetta og það strax. Ég sagði: - Æ, pabbi og mamma, það var Ellen Randell, sem sendi mig hingað til ykkar. Hún hefði aldrei þurft aö segja mér, hver ég væri. En það gerði hún samt og þið verðið aö sýna henni vægt. - Góða barn, hugsaðu um, hvað við höfum orðiö að llða öll þessi ár, sagði móðir min og röddin hækkaði af geðshræringu. - Ég er einmitt að hugsa um það. Ég veit, að þiö hafið'Teriö afskaplega mikið særð, en ég varð ekki fyrir neinu misjöfnu. Ég elska Ellen Randell og ég vil ekki, aö‘ hún verði fyrir neinu misjöfnu. Frh í nœsta blaði. FJARHIRÐIRINN Framhald af bls. 9. Natan svaraði: — Það skal ég gera, en hann gerði það aldrei. Þá .fór hún að ragast í hon- um: — Hvers vegna þarftu allt- af að vera að fara til hans? Þykir honum ekki svo mikið til þín koma að honum finnist ástæða til að heimsækja þig hingað? Skammastu þín fyrir heimili þitt? Bý ég kannski ekki til jafngóðan mat og móð- ir hans? Þá hafði Natan boðið ísak heim, og þótt Jasódad og Marta höfðu ekki alveg vitað hverju þau ættu að búast við, þá urðu þau fyrir vonbrigðum með nýja vininn hans Natans. Hann var luralegur, klaufalegur og þög- 40 VIKAN 51.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.