Vikan

Issue

Vikan - 18.01.1973, Page 10

Vikan - 18.01.1973, Page 10
Á fyrsta stefnumótinu gengu þau tímunum saman og töluðu um alla heima og geima. í fyrstunni reyndu þau bæði að gefa í skyn, að þau væru alltaf að fara á stefnumót með hinum og þessum. En brátt fundu þau bæði, að svona látalæti væru hlægileg ... j Harry Kladis hitti Alex- öndru þegar hann var hálf- fimmtugur en hún fertug. í tólf ár hafði hann unnið með föður sínum í sælgætisbúðinni. Hún var bókavörður í útibú- inu þarna í hverfinu. Hann játaði það nú með sjálfum sér, að ekki væri hún falleg og nokkuð eldri en æskilegast hefði verið, en það sem aðal- lega dró hana að honum var svarta hárið, sem náði niður á axlir, og svo feimnissvipurinn, sem hann taldi dylja sama ein- manaleikann og hann sjálfur þjáðist af. Eitt kvöldið, þegar hún var búin að koma í búðina í næst- um þrjá mánuði, herti hann upp hugann og bauð henni út. Þegar hún þá boðið, varð hann svo glaður, að hann tróð upp á hana að gjöf þremur pundum af uppáhalds súkkulaðitöflun- um hennar. A fyrsta stefnumótinu gengu þau tímunum saman og töluðu um alla heima og geima. í fyrst- unni reyndu þau bæði að gefa í skyn að þau væru alltaf að fara á stefnumót með hinum og þessum. En brátt fundu þau bæði, að svona látalæti væru hlægileg. Þá sagði hann henni af stúlku, fríðri og svarthærðri, sem hann hefði orðið að sjá á bak til annars framgjarnari manns, fyrir mörgum árum, og hún sagði honum frá sölu- manni, hávöxnum og með að- laðandi augu, sem henni hefði litizt á, allt þar til hann var fluttur yfir á annað svæði og hætti þá að svara bréfunum hennar. Þessar sorgarsögur drógu þau hvort að öðru. Það gladdi þau líka að komast að því, að bæði voru mikið fyrir hljómleika og grænmetiskássu, með sterku te og rnöndlukexi. Eftir að hafa hitzt nokkur kvöld vikulega í nokkra mán- uði, fundu þau, sér til mikillar gleði að þau voru ástfangin. Tveimur dögum fyrir brúð- kaupsdaginn, sem ákveðinn hafði verið, dó faðir Harrys. Þegar Harry kom af einu stefnumótinu við Alexöndru, fann hann gamla manninn í herberginu bak við búðina, þar sem hann hafði fengið slag, meðan hann var að sjóða nýja hitu af súkkulaði. Þeim kom saman um, að það hefði verið óviðeigandi að fara að gifta sig svoiia fljótt eftir andlát hans, og frestuðu því brúðkaupinu í nokkra mánuði. Harry vildi selja búðina undir eins og hann gæti. Hann hafði lært endurskoðun nokkrum ár- um áður, og taldi sig geta feng- ið full réttindi með nokkru framhaldsnámi. En móðir hans taldi, að búðin væri öruggari atvinna, enda var hún það eina, sem maðurinn hennar hefði eftirlátið henni til að lifa af í ellinni. Og sorg hennar virtist stöðugt færast í aukana, fyrstu vikurnar eftir jarðarförina. — Við pabbi vórum þeir einu, sem henni þótti vænt um, sagði Harry við Alexöndru. — Nú er hann farinn og hún hef- ur áhyggjur af, hvað um mig verði, ef ég sel búðina og geng- ur svo ekki vel í endurskoðun- inni. — Þú verður ágætur endur- skoðari, sagði Alexandra. — Og svo hef ég atvinnuna mína. Og þá verður hún mamma þín bet- ur sett, þegar til lengdar lætur. — Eg hefði átt að afráða það fyrir löngu, sagði Harry, og skammaðist sín. — Eg kærði mig aldrei um búðina og nú hef ég látið árin líða frá mér. Hann sneri sér undan til þess að leyna eymdarsvipnum. — Við verðum að bíða svolítið enn. Ég vil ekki ganga hart að henni mömmu í sorg hennar. Bara bíða ofurlítið enn. En hann bjó ekki til eins gott súkkulaði og faðir hans hafði gert, og verzluninni hrakaði. Og um leið lækkaði verðið, sem hann gat fengið fyrir búðina. Hann hafði miklar áhyggjur og vann æ lengur frameftir. Þeg- ar sex mánuðir voru liðnir frá andláti föður hans, frestuðu þau brúðkaupinu einu sinni enn. Þessi stöðuga örvænting móð- ur hans ruglaði hann og olli honum vanlíðunar. Þau reyndu að gera gömlu konuna að þátt- takanda í athöfnum sínum, en hún kærði sig ekkert um tón- list og þoldi ekki einu sinni lyktina af grænmetiskássu. Loks gripu þau til þess úrræð- is að vera flest kvöld heima hjá henni, til þess að hugga hana. Hún talaði í sífellu um fortíðina og að sameinast mann- inum sínum í dauðanum og losa þannig Harry við þá byrði, sem hún væri honum. Hann gerði ekki annað en fullvissa hana um ást sína og hollustu. Einu stundirnar, sem hann gat verið einn með Alexöndru, voru þær skammvinnu stundir þeg- ar hann fylgdi henni heim. Og þá var hann orðinn svo ringl- aður ^af þessum sífelldu kvein- stöfum móður sinnar, að hann gat ekkert sagt. Hann heimtaði, að Alexandra færi ein á hljómleikana, en sjálfur var hann kyrr heima og hlustaði á harmtölur gömlu konunnar, þangað til hún loks komst í rúmið. — Þú situr hérna hjá mér í staðinn fyrir að fara út með henni, sagði móðir hans og svo kom löng stuna. — Henni hlýt- ur að vera illa við mig og kenna mér um allt saman. —• Hún kennir þér ekki um neitt, mamma, sagði Harry. — Hún hefur aldrei lagt öfugt orð til þín! — Sg vil að þið giftist, sagði móðir hans. — Ég vil að þið séuð hamingjusöm. Hún leit á soninn með eymdarsvip. — Þú varst eina barnið okkar. Nú ert þú líf mitt. Ég mundi deyja í nótt ef þér dytti í hug, að mér væri ekki umhugað um ham- ingjuna þína. — Hættu þessu tali, sagði Harry. — Þegar við Alexandra erum gift, verður þú hjá okkur og við skulum sjá um þig. Gamla konan hristi höfuðið með mæðusvip. — Þú varst tveggja ára þegar hún Sófúla, systir hans pabba þíns, dó. Síð- ustu árin sín var hún hjá okk- ur. Ég baðaði hana, gaf henni 10 VIKAN 3.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.