Vikan - 18.01.1973, Blaðsíða 35
FRAMHALDSSAGA EFTIR
DOROTHY DANIELS
ÁTTUNDI HLUTI
Það hafði sýnilega
borizt út meðal farþeganna,
hverjar við vorum.
Milli stöðvanna fóru þeir
að ganga eftir ganginum,
rétt til þess
að fara framhjá okkur
og fá að sjá stúlkuna,
sem hafði verið horfin
i fimmtán ár,
en var nú komin aftur
til fjölskyldu sinnar . .
- Já, þaö er liklega satt. Ég fór
ofurlitiö aö skjálfa vegna
kuldans, sem kom meö sólar-
laginu. Lance tók strax eftir þvi.
- Þaö færi miklu betur um
okkur i útsýnisturninum.
- Þá skulum viö fara þangaö,
sagöi ég með ákafa.
Hann stóö upp, drap i vin-
dlingnum sinum og rétti mér
höndina. Ég hikaði sem
snöggvast en þó ekki lengi, afþvi
aö úr úr svip hans skein svo
barnslegur ákafi að þóknast mér,
aö þaö heföi verið durgsháttur af
mér aö taka ekki eftir þvi.
9. kafli.
Þetta áttstrenda sumarhús var
I miöjum garöi meö allavega
litum rósum. Handan viö hann
höföu veriö gróðursettir runnar
sem voru nógu háir til þess að
hægt væri að vera þarna i næöi.,
en þeir voru klipptir nægilega
mikið til þess, að rósirnar gætu
notið sólarinnar. Og handan við
runnana voru þessir allstaöar-
nálægu eitursveppir - háir,
tigulegir - og i minum augum
hræðilegir.
Viö gengum inn og ég sá, aö
þarna voru þrir tágastólar og
legubekkur úr reyr, auk föstu
bekkjanna meöfram veggjunum.
Skrautlegar japanskar luktir
héngu I loftinu. Ég leit kringum
mig, þvi að eitthvað hreyfðist i
huga minum, og ég tók aö velta
þvi fyrir mér, hvort ég mundi
hafa leikiö mér þarna þegar ég
var lltil telpa.
Viö settumst niður hvort and-
spænis öðru og ég horfði kring um
mig og drakk i mig alla
fegurðina, sem þarna var aö sjá.
Þetta er fallegur staður, sagöi
ég- ,
- Já, svona útsýnisturn er
tilvalinn staður til aö tala saman,
Jane.
- Þar er ég á sama máli. En
núna vildi ég samt heldur hlusta.
Segiö mér eitthvaðum hann fööur
minn.
- Það er þá fyrst til að taka, aö
hann byggöi ekki Skuggagil. Það
geröi Pétur nokkur Snyder, land-
námsmaður hér um slóöir,
snemma á timum. Rikur maöur,
sem gat látið eftir sér svona stórt
hús. Faöir yöar keypti þaö eitt-
hvaö sextiu árum eftir að þaö var
byggt, og mér skilst hann hafa
fengið þaö mjög ódýrt vegna
þess, hve afskekkt það er. En svo
haföi hann bráölega vel efni á þvi.
Hann var I fasteignasölu I Albany
og haföi vit á aö kaupa fasteignir,
sem svo tifölduöust i veröi. Hann
lagöi lika fé I silfurnámu i Utah og
hitti á málmæö, sem gaf nægilega
mikiö af sér tii þess að hann gæti
fariö aö fást viö stjórnmál.
- Faöir minn hefur nú lika þá
persónutöfra til að bera, sem eru
nauösynlegir hverjum stjórn-
málamanni, sagöi ég hugsi.
- Já, það hefur hann sann-
arlega. Og hann sannaði það
bezt meö þvi að sigra I rikis-
stjórakosningunum, meö miklum
meirihlut'a fram yfir keppi-
nautinn. Svo reyndist hann
ágætur rikisstjóri og sigraði þá
auöveldlega aftur meö enn stæíri
meirihluta.
- Haldið þér, aö hann sigri I
öldungadeildarkosningunni?
- Já, og meö enn meiri
meirihluta en I rikisstjóra-
kosningunum.
- Hver er ástæöan til þess?
- Þér sjálf. Þér gengduö miklu
hiutverki I fyrri kosningunum og
komiö til aðgera þaðenn meir nú.
- Ég? Mér fannst þessi hugmynd
aiveg fáránleg.
- Þér hurfuö rétt um það
kosningunni var að ljúka.
Vitanlega var þetta mikiö i
fréttum, og blöðin skrifuöu um
þaö heilar langlokur, og foreldrar
yöar nutu mikillar samúöar. Ég
held, aö margir kjósendur, sem
annars heföu kosið andstæöinginn
hafi kosið fööur yðar, til þess aö
láta I ljós samúö sína.
- Ég vil nú heldur halda, aö
hann hafi veriö kosinn vegna
eigin veröleika.
- Ég vil nú ekki segja, aö þetta
hvarf yöar hafi unnið kosninguna
fyrir hann, en mikið gagn hefur
það áreiöanlega gert honum.
- Jæja, fátt er þá svo meö öllu
illt . . . En segiö þér mér þá eitt-
hvaö um hana móður mlna.
- Hún var af Pendletonættinni
frá Ebglewood I New Jersey. Hún
menntaöist erlendis og giftist
fööur yöar, rétt eftir aö hún
byrjaöi I samkvæmisllfinu.
Frænkur mínar segja mér, að hún
hafu verið falleg og fjörug stúlka.
Hún er enn ungleg og þið eruö
alveg furöanlega likar.
- Já, svaraöi ég hugsi. - Ekki
fannst mér hún nú fjörug, heldur
alveg þaö gagnstæöa.
- Þér veröið aö muna, aö hún
haföi misst barnið sitt. ,
- Vitanlega, flýtti ég mér aö
segja. - Ég var alveg búin aö
gleyma þvl. En kannski veröur
hún nú sjálfri sér llk aftur, eftir
aö ég er komin heim.
- Kannski. Hún heldur nú flna
dansleiki heima hjá sér, þrátt
fyrir allt. Ég held, aö þegar þér
eruö búiin að koma yöur fyrir,
haldi hún einn dansleik yöur til
heiðurs. Hvernig þætti yöur það?
- Ekki nema gott, sagöi ég
dreymandi. - Ég hef aldrei farið á
dansleik og ef þaö yröi gert mér
til heiðurs mundi mér finnast ég
vera eins og hún öskubuska.
Lance hló. - Já, að ööru leyti en
þvi, aö þér munduö ekki stinga af
á slaginu klukkan tólf á miönætti.
Ég gat ekki annað en hlegiö
meö honum.
- Ég vildi gjarna mega hjálpa
til eftir þvi sem ég get. Til dæmis
ættuö þér aö læra að riöa og losna
viö þessa hræöslu viö hesta. Ég er
alveg viss um, að þér gætuö oröiö
ágætis reiðmaöur.
- Nei! sagöi ég snöggt og hrollur
fór um mig alla. - Ég get ekki
þolað hesta og gæti aldrei pint
mig til aö fara á bak neinum
þeirra. Ég gæti ekki um annað
hugsaö en aö ég mundi detta af
baki og verða troöin undir fótum.
Ég vissi, aö hræðslan skein út
úr andlitinu á mér og bæöi
skammaðist min og var örg út i
sjálfa mig, en ég gat bara ekki
losnað viö þessa hræðslu.
Hann seildist eftir hendinni á
mér og hélt henni i báðum sinum
höndum. Svipurinn á honum
sýndi iörun eftir aö hafa gert mig
svona órólega og hann sagöi meö
innilegri samúö:
- Ég biö yöur fyrirgefningar,
Jane. Þaö var illa gert af mér aö
minnast á það.
Ég hristi af mér hræðsluna og
sendi hinum uppörvandi bros. -
Þér þurfið ekki aö beiöast af-
sökunar, afþvl aö þetta er alveg
rétt hjá yöur. Ég ætti að sigrast á
þessari hræðslu og eina ráð-
iö til þess er að læra aö riöa.
Kannski verö ég einhverntima
nógu hugrökk til aö biöja yöur aö
kenna mér þaö.
- Ég er reiöubúinn. Hann laut
fram og kyssti á hönd mlna, en
sleppti henni svo aftur.
- Þakka yöur fyrir, Lance, sagöi
ég.
Hann ljómaði allur, þegar ég
nefndi hann skirnarnafni. - Og
þér ætlið að koma og heilsa upp
á frænkur mlnar?
- Þaö skal ég gera, lofaöi ég. -
Undir eins og ég slepp frá
saumakonunum. Og þá ætla ég
lika aö vera sem mest meö móöur
minni, svo aö við getum kynnzt
almennilega. Kannski get ég
þegið þetta vingjarnlega boö yöar
eftir svo sem þrjá daga.
- Agætt, sagði hann og brosti
ánægjulega.
Ég stóð upp. - Jæja, nú verö ég
aö fara heim aftur.
- Já, auövitað, sagöi hann.
Fra.Tnha.ld á hls. 42.
3. TBL. VIKAN 35